Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.11.1975, Qupperneq 55
IVýleg könnun hjá iðnaðinum Hugsanlegt að fjórfalda framleiðslu- verðmæti ■ ullar- og skinnaiðnaðinum Utflutningsverðmætið rúmar 1200 miljónir í fyrra Ullar- og skinnaiðnaður er |iegar orðinn ein af helslu útflutningsgreinum íslendinga og nani út- flutningur í henni á síðasta ári um 54% af öllum útflutningi á iðnaðarvörum, án áls. Iðnþró’unar- nefnd, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Félag íslenskra iðnrekenda, hafa í samciningu látið gera könnun, scm bendir til að hægt sé að margfalda framleiðsluverðmæti þessara greina, ef samhæft á- tak er gert á sviði framleiðslu á hráefni, sölu- og markaðsstarfsemi, og staða fyrirtækja á þessu sviði er bætt, bæði að framleiðslutækni og rekstrartækni. Til að auka framleiðslu á ull er lagt til, í framhaldi af 'þess- ari könnun, að breyting verði gerð á niðurgreiðslum á sauð- fjárafurðum, þannig að svipað verð verði greitt til bænda fyr- ir kíló af kjöti og af ull. Þá verði komið á lögbundnu ullar- mati. Talið er að auka megi magn og gæði ullarinnar, sem bændur framleiða, án þess að það hafi í för með sér skerð- ingu á tekjum bænda, hækkað verð á landbúnaðarvörum til neytenda eða hækkaðar niður- greiðslur. ÞREFALT EÐA FJÓRFALT ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI Þeir sem gerðu könnun þessa, telja að þegar fram í sækir ætti að vera hægt að þre- falda eða fjórfalda útflutnings- verðmæti á ullarvörum, sem nam um 770 milljónum í fyrra. Aukning gjaldeyristekna virð- ist því hugsanlega geta orðið tveir milljarðar, á núverandi verðlagi. Þá telja þeir að þetta geti haft í för með sér auknar tekjur til bænda, þegar fram í sækir. í byrjun árs 1975, var gerð könnun á þessu af starfsmönn- um Félags íslenskra iðnrek- enda, undir leiðsögn Mogens Höst, verkfræðings, sem starf- að hefur hér á vegum Iðnþró- unarnefndar, með stuðningi þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Árið 1974 voru flutt- ar út skinnavörur fyrir 441 milljón króna, en ullarvörur fyrir um 770 milljónir. Þá nam útflutningur á áli 4.788 miljón- um króna. Allur útflutningur á iðnaðarvörum á árinu, að áli undanskildu en lagmeti með- töldu, nam um 2.240 milljón- um. Á þessu sama ári nam allur útflutningur frá íslandi tæp- lega 33 milljörðum og var vöru- skiptajöfnuður óhagstæður um 20 milljarða. Það þarf því eng- um að blandast hugur um hversu mikilvægt það er að geta aukið útflutningsverðmæti á þessum vörum. Þar við bætist að ullar- og Frísklegir íslendingar í lopapeysum, sem útlendingar kaupa gjarnan meðan þeir dveljast hér. Myndin er úr kynningarriti Icemart á Keflavíkurflugvelli. FV 11 1975 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.