Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 22
vinstri manna úr 11,2% á landsmælikvarða í 5,7% miðað við þingkosningarnar 1973. Er það raunar litlu meira en kjör- fylgi Sósíalska þjóðarflokksins og kommúnista var áður sam- anlagt. Þetta fylgistap mun að- allega hafa komið Verkamanna- flokknum til góða, en hann jók fylgi sitt um 3,2% miðað við þingkosningarnar 1973. Þetta var þó ekki nema hálfur bati fyrir Verkamannaflokkinn og þótti sýna að honum hefði ekki tekizt að laða aftur til fylgis við sig þá kjósendur, sem hann hafði misst yfir til borgara- flokkanna 1973. Heildarniður- staða sveitarstjórnakosning- anna í haust var greinileg sveifla til hægri og reiknuðu menn með því að borgaraflokk- arnir hefðu fengið fimm til sjö sæta meirihluta í Stórþinginu ef um kosningar til þess hefði verið að ræða. • ÓVISSA UM FORYSTU- MANN Það hefur ekki aukið styrk Verkamannaflokksins að lengi hefur ríkt óvissa um skipan forystu hans í framtíðinni. Trygve Bratteli hefur notið mikillar virðingar sem leiðtogi flokksins og hefði auðveldlega getað haldið um stjórnartaum- ana lengi enn ef hann óskaði þess. Árið 1974 varð hann fyrir harðri gagnrýni flokksbræðra sinna vegna ótímabærra yfir- lýsinga um að hann hygðist segja af sér formennsku í flokknum á þingi hans í fyrra. Eftir talsverð innri átök í flokknum varð niðurstaðan sú á flokksþinginu í apríl sl. að Reiulf Steen var kjörinn for- maður en Odvar Nordli var val- inn forsætisráðherraefni flokks- ins í stað Brattelis, sem í sept- ember tilkynnti, að hann myndi láta af embætti í janúar 1976. Odvar Nordli fær næstum tvö ár til að sýna sig og sanna fyrir kosningar sem fram eiga að fara í Noregi 1977. Fáir flokksbræður hans eru þó bjartsýnir á að honum takist að leiða flokkinn til sigurs. Það veldur þeim miklum áhyggjum að hinn hefðbundni grundvöll- ur fyrir kjörfylgi hans hefur Flokkarnir í Stórþinginu: Þingsæti 1969 1973 Verkamannaflokkurinn ............................ 74 62 Hægri flokkurinn ................................ 29 29 Miðflokkurinn ................................... 20 21 Kristilegi þjóðarflokkurinn...................... 14 20 Þjóðarflokkurinn ............................... 13 2 Nýi þjóðarflokkurinn ............................ 0 1 Kosningabandalag vinstri ......................... 0 16 Flokkur A. Lange ................................. 0 4 Samtals 150 155 raskazt. Flokkurinn hafði treyst á yfirburðafylgi nokk- urra samfélagshópa, sem allar götur frá 1930 og allt fram á sjöunda áratuginn höfðu mynd- að hreinan meirihluta meðal norskra kjósenda. Þetta voru iðnverkafólk, sjómenn, smá- bændur, landbúnaðarverka- menn og skógarhöggsmenn. Sem hlutfall af þjóðarheildinni hafa þessar stéttir minnkað mjög, — sérstaklega stétt skóg- arhöggsmanna vegna mikillar vélvæðingar í starfsgrein þeirra. Það var einmitt fylgi bænda og sjómanna, sem Verkamannaflokkurinn tapaði eftir þjóðaratkvæðið aðallega til Miðflokksins og ekki hefur tekizt að endurheimta það. • HINAR NÝJU STÉTTIR Um leið og þessu gamla stuðningsfólki Verkamanna- flokksins ihefur fækkað, hefur „hvít-flibba“-stéttum og em- bættismönnum af ýmsu tagi fjölgað mjög áberandi mikið. Þar á meðal eru kennarar, fé- lagsráðgjafar og bæjarstarfs- menn. Enginn þessara hópa hef- ur rótgróin tengsl við Verka- mannaflokkinn, sem reyndar hefur átt erfiðara með að ná inn í þessar raðir en Hægri flokkurinn, og vinstri menn að því er háskólakennurum við- kemur. Þarna er Verkamanna- flokkurinn mikill eftirbátur Jafnaðarmannaflokksins í Sví- þjóð, sem hefur á árangursrík- an hátt laðað miðstéttirnar til fylgis við sig. Norskir hug- sjónabræður þeirra virðast aft- ur á móti halda, að einhver ó- sýnilegur múr stéttaskiptingar aftri sér. The Economist segir, að þetta sé þeim mun eftirtektarverð- ara, þar sem í Noregi sé áreið- anlega minnst stéttaskipting í Evrópu (hvað um ísland?, inn- skot). Ólíkt Svíþjóð hefur aldr- ei dafnað neinn landeigendaað- all í Noregi, þar tíðkast engin tignarheiti nema hjá konungs- fjölskyldunni og þar hefur auð- ur ekki safnazt á fárra manna hendur ef frá eru taldar nokkr- ar fjölskyldur skipaeigenda. Noregur sé af náttúrunnar hendi hið fyrirheitna land jafn- aðarmennskunnar. • KOSNINGASKJÁLFTI Kosningaskjálfta gætir hjá báðum örmum Verkamanna- flokksins en þeir draga mis- munandi ályktanir af athugun- um sínum. Róttæki armurinn, sem styður Reiulf Steen ætlar að viðhalda hinum sósíalistiska hreinleik flokksins jafnvel þótt flokkurinn verði fyrir það dæmdur til að sitja lengi utan stjórnar. Fylgismenn Nordlis eru þvert á móti farnir hægt og hljóðlega að yfirvega mynd- un samsteypustjórnar með ein- um eða fleiri af borgaraflokk- unum. Líklegasti samstarfsflokkur- inn er Kristilegi þjóðarflokkur- inn, sem aðallega nýtur fylgis láglaunastétta og hefur svipaða stefnu í félagsmálum og utan- ríkismálum og Verkamanna- flokkurinn. Enda þótt margt sé líkt með flokkunum er leiðtogi kristilegra, Káre Kristiansen, óhagganlegur í þeirri afstöðu sinni, að stjómarsamvinnan við Verkamannaflokkinn 'komi ekki til greina í fyrirsjáanlegri framtíð. Er það vegna af- 22 FV 1 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.