Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 14
Hljómplötuútgáfa Margir tilbúnir að taka áhættuna IVIetsöluplötur í 7-8000 eintökum Mikil gróska er í íslenzkri hljómplötuútgáfu um þessar mundir eins og reyndar kom glöggt í Ijós fyrir jólin. Hátt á þriðja tug nýrra íslenzkra hljómplatna mun hafa komið út í fyrra, og fyr- irtækjunum, sem að þessari útgáfustarfsemi standa, fer fjölg- andi. Samkvæmt upplýsingum, sem Frjáls verzlun hefur afl- að sér hjá aðilum, er gjörla þekkja þennan markað, hafa plöturnar náð geysimikilli út- breiðslu, þannig að eftir yrði tekið í fjölmennari löndum. Til dæmis hefur platan Sumar ar á Sýrlandi með Stuð- mönnum verið seld í 7-8000 eintökum en í Noregi þætti það tilefni til verðlaunaveit- inga, ef plata seldist þar í 10 þúsund eintökum. f næsta sæti er platan með Spilverki þjóð- anna. Hún hefur selst í 5000 eintökum, samkvæmt áreiðan- legum heimildum, en báðar þessar upptökur eru að auki gefnar út á kasettusegulbönd- um í nokkur þúsund eintök- um. VINSÆLAR PLÖTUR. Það er hljómplötuútgáfan Steinar hf., sem hefur gefið báðar þessar plötur út en for- svarsmenn hennar eru Páll H. Pálsson, forstjóri, og Steinar Berg, tengdasonur hans. Þetta fyrirtæki gaf ennfremur út plötur með Þokkabót, hljóm- sveit Ingimars Eydals, jap- anska hljómlistarmanninum Taó o. fl. Hljómplötuútgáfa Hljóma í Keflavík hefur líka náð at- hyglisverðum árangri að und- anförnu. Hún gaf út plötur eins og Lonely Blue Boys I. og II., plötu með Gylfa Æg- issyni, og plöturnar Randver, Eitthvað sætt, Gleðileg jól og sólóplötu með Gunnari Þórðar- syni. Þessi tvö fyrirtæki voru einna mest áberandi í útgáfu nýrra hljómplatna í fyrra. SG-hljómplötur, sem er tví- íslenzkar plötur teknar fram- yfir útlendar. mælalaust grónasta fyrirtæk- ið á þessu sviði ásamt Fálk- anum, gaf minna út en oft áður. Önnur hljómplötufyrir- tæki eru Demant, Tónaútgáfan á Akureyri og útgáfufyrirtæki Ámunda Ámundasonar. HLJÓMAR STANDA VEL AÐ VÍGI. Hljómplötuútgáfa er afskap- lega tvísýn enda kostnaður mikill, sem í verður að leggja til að gera hana frambærilega og eftirsóknarverða. Að því leyti til standa engir betur að vígi en Hljómar í Keflavík, sem semja lög, flytja þau sjálf- ir og gefa út. Þar sameinast höfundar og flytjendur en auk þess mun sparast kostnaður vegna STEFS, sem önnur fyrir- tæki verða að bera. Stærsti útgjaldaliður við plötuútgáfuna er upptakan. Nú orðið fer hún oftast fram hérlendis enda er ágæt að- staða til slíks fyrir hendi hjá Hljóðritanum í Hafnarfirði. Hljómaútgáfan hefur þó látið taka sínar plötur upp í Lond- on vegna dvalar Gunnars Þórðarsonar erlendis. 200 KR. EINTAKIÐ f FRAMLEIÐSLU. Láta mun nærri að upptöku- kostnaður vegna 12 laga plötu sé 750 þús. krónur en vinnan við upptöku getur staðið í 100 klukkutíma. Þurfi að fá aukahljóðfæraleikara kostar það á annað hundrað þúsund en prentun og frágangur á umslagi kostar 350 þúsund fyr- ir meðalupplag. Þegar upptöku hér heima er lokið er segulband sent til fyrirtækja erlendis sem pressa plöturnar. Er aðallega skipt við bandarísk fyrirtæki um þessar mundir en þó hefur líka verið verzlað við brezk og hollenzk. Að meðaltali kost- ar hver plata hingað komin með tollum og öðrum gjöld- um um 200 krónur eintakið. Heildsöluv. á hverju plötuein- taki er á bilinu 1000-1200 krón- ur og skiptist það þannig að flytjendur fá 40% og útgef- andi 60% i sinn hlut. Þetta er ekki algilt og er misjafnlega samið í hverju tilviki. Útsöluverð í hljómplötu- verzlunum var á flestum nýj- um íslenzkum plötum kr. 1990 í vetur en þar af nemur álagning verzlunarinnar 30-40%. Þetta verð er mjög hagstætt ef kaupa skal tæki- færisgjafir t. d. og með hækk- uðu bókaverði hefur tvímæla- laust komið mikill fjörkippur í hljómplötuverzlun og þá er átt við íslenzkar plötur því að frekar hefur dregið úr sölu á erlendum plötum. 14 FV 1 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.