Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 61
starf og mörg handtök. Fyrst þarf að spóla bandið upp í spól- ur, síðan er það balbínað, þá er það rakið upp á rakgrind og bú- in til slanga og þá er hægt að byrja að setja vefinn upp. Þá þarf að draga alla þræðina í uppistöðunni gegnum höföld og skeið og er það bæði seinlegt og vandasamt. Þegar allt þetta er búið er hægt að fara að vefa. Vefararnir sjá yfirleitt um að setja vefinn upp fyrir sjálfa sig, en fá þó gjarnan hjálp frá næsta vefara. Ég vil taka það fram, að miðað við það hversu seinlegt og mikið verk þetta er, þá er vefnaðurinn ekki dýr. Ef við berum saman við verðlag erlendis þá fæst sama niður- staða. FV.: — Er framleiðsla vef- stofunnar eingöngu unnin í höndunum? Guðrún: — Hér er engöngu handofið og eru það 12 konur sem vinna við það. Eini véla- kosturinn er rafknúinn spólu- rokkur, saumavél og ýfingar- vél, sem við erum nýbúin að eignast. Þetta mun vera eina ýfingarvélin á landinu og var hún áður staðsett á Akureyri. Þá þurftum við að senda alla framleiðsluna þangað til ýfing- ar áður en við gátum sent hana á markaðinn. Nú þegar við höf- um eignast vélina, þá kemur hún til að auka mjög hag- kvæmni við framleiðsluna. FV.: — Er fyrirtækið með eitthvað nýtt á döfinni? Guðrún: — Hvað framleiðsl- una snertir, þá er verið að at- huga möguleika á því að fara út í gerð hreinna listmuna í auknum mæli samhliða nytja- vörunni. Það sem er þó aðal- lega á döfinni, er stækkun á húsnæðinu og aukning á framleiðslunni samfara því. Húsnæðið hérna er fremur lítið og er brýn þörf á stækkun. Eins er verslunarhúsnæðið okk- ar mjög lítið. Við höfum athug- að möguleika á því að stækka þetta hús, en það er erfitt að fá mikið pláss út úr því. Við höf- um því verið að leita fyrir okkur um nýtt húsnæði, en ekkert er ákveðið enn í því máli. Til þess að það takist að kaupa nýtt og stærra húsnæði þyrftum við að njóta aðstoðar hins opinbera, en slíks höfum við ekki orðið aðnjótandi áður. Ég tel að ísafjörður þarfnist vinnustaða eins og Vefstofan hefur uppá að bjóða. Hér er atvinna fábreytt, sérstaklega fyrir konur. Þær eru margar sem ekki geta eða hafa áhuga á því að vinna í fiski og þá er ekki um margt að ræða. Ég held að ég megi fullyrða, að konurnar sem hér vinna njóti starfsins. Þetta er að mínum dómi lifandi og skemmtilegt starf og hér sér maður alltaf eitthvað vera að skapast. Kofri h.f. Vinnur við vegagerð «9 snjómokstur Stærsta þungavinnuvélafyr- irtækið á ísafirði heitir Kofri hf. og hefur það aðsetur að Úlfsá inni í botni fjarðarins. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 af Veturliða Veturliðasyni og þremur sonum hans. Þegar Frjáls verzlun átti Ieið um ísa- fjörð fyrir skömmu var Vetur- liði Veturliðason yngri inntur eftir starfsemi fyrirtækisins. Starfsemin byrjaði í smáum stíl hjá okkur, sagði Veturliði. — Við byrjuðum á því að kaupa 9 tonna ýtu af ræktun- arsambandi sem starfrækt var í nálægum hreppum en eftir eitt ár bættum við nýrri Cater- pillar D 7 jarðýtu við. Síðan hefur þetta verið smám saman að aukast. Mest hefur fyrirtæk- ið þó eflst síðustu árin, enda hefur almennt verið aukning í athafnalífi á ísafirði síðustu 2 —3 ár. UNNIÐ FYRIR GATNAGERÐ Kofri hf. á nú þrjár stórar jarðýtur, skurðgröfu, dráttar- vélagröfu, Broyt-gröfu, tvær litlar ýtur og mulningsvél, sem er stórt og mikið tæki. — Við keyptum þetta tæki notað frá Bolungarvík, sagði Veturliði, en þar voru mjög lítil verkefni fyrir mulnings- vél. Sl. sumar möluðum við allt efni fyrir gatnagerðarfyrirtæk- ið Átak hf. sem hefur séð um varanlega gatnagerð á þéttbýl- isstöðum á Vestfjörðum. Auk þess möluðum við allt efni fyr- ir steypustöðina á ísafirði. Tveir af vefstólunum, sem unnið er með í Vefstofu Guðrúnar Vig- fúsdóttur. FV 1 1976 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.