Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 18
unargreinar, en afkastageta starfsmannanna er jafnmikil í fyrirtækjunum, sem eru með 50 eða fleiri starfsmenn, og þeirra sem eru með 49 eða færri. Heildarveltan á starfs- mann árið 1963 var Nkr. 320 þús., en ’73 Nkr. 700.000, en það er 8,1% aukning á ári, ef miðað er við breytt verðlag. Á sama tíma voru laun starfs- manna Nkr. 19.900 árið ’63, en Nkr. 54.600 árið ’73, en það var 10,6% hækkun á ári. • Laun hækka meira en tekjur Brútto hagnaður var árið 1963 14,9%, en 16,4% árið 1973, en á sama tíma hækkaði launakostnaður úr 42% í 47% af heildartekjum. Það þýðir að tekjur héldust ekki í hendur við launagreiðslur. Norska heildverzlunin segir að hagn- aðarhlutfall miðað við fjár- magn og álagningu sé allt of lágt nú. Árin 1971-72 vorumjög slæm fyrir heildverzlun Noregs og er verðlagsstefnu stjórn- valda að mestu kennt um lélega afkomu þessarar verzlunar- greinar. Norska stjórnin hefur á undanförnum árum gripið til þess ráðs að stemma stigu við dýrtíð og verðbólgu með því að skella á tímabundnum verð- stöðvunum, sem staðið hafa í fáeina mánuði í senn. Mönnum ber ekki saman um, hvort þessi stefna er rétt eða röng, en eitt er víst að forráðamenn heild- verzlunarinnar segja að hún hafi lækkað verulega álagning- arhlutfall hennar. • Svíþjóð Sænska heildverziunin sam- an stendur af um 18.000 fyrir- tækjum, sem eru með 160.000 starfsmenn og heildarveltan á ári er um 110.000 milljónir sænskra króna. Flest fyrirtækj- anna eru frekar lítil, þ.e.a.s. að 76% þeirra eru með 5 eða færri starfsmenn. Smærri fyrirtækin eru í flestum tilfellum um- boðsaðilar, sem bjóða ekki upp á mikið vöruúrval eða þjón- ustu. Aðeins 1,2% sænsku heild- verzlunarinnar eru fyrirtæki með 100 eða fleiri starfsmenn, en samanlagt veita þessi fyrir- tæki um 50% alls starfsfólks umræddrar verzlunargreinar vinnu. • Færri en stærri fyrir- tæki Undanfarin ár hefur þróunin í Svíþjóð, eins og víðast hvar annars staðar, verið sú að heild- sölufyrirtækjum hefur fækkað. Sama þróun hefur einnig átt sér stað í smásöluverzlun lands- manna og einnig öðrum grein- um þjóðfélagsins. Það er aftur á móti athyglisvert að þótt heildsölufyrirtækjum hafi fækkað, þá hefur þeim ekki verið lokað eða leyst upp, held- ur sameinast þau í stærri ein- ingar, og er þetta frábrugðið þróun annarra atvinnugreina í Svíþjóð. Gömlu fyrirtækin halda oft á tíðum áfram, sem dreifingaraðili samsteypunnar úti á landsbyggðinni. • Stóru fyrir- tækin I hafn- arborgunum Flest heildsölufyrirtæki Sví- þjóðar eru með aðalskrifstofur og vörugeymslur i þremur helstu hafnarborgum landsins, Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey, og lætur nærri að % hlutar ársvöruveltu heildsöl- unnar í landinu fari um þessar borgir. Sænsk heildsölufyrir- tæki eru sem heild stærsti inn- flytjandinn í Svíþjóð, og þess vegna verða þau að vera í aðal- hafnarborgunum. Miklar breyt- ingar hafa verið gerðar á rekstri heildsölunnar almennt til þess að hún haldist sam- keppnisfær sem sölu og dreif- ingaraðili. T.d. hafa fyrirtækin á undanförnum árum komið sér upp í flestum tilfellum stórum vörugeymslum, þar sem nýjustu tækin eru notuð út í ystu æsar í meðhöndlun varn- ingsins. Flest eru þessi vöruhús ólík eldri vöruhúsum, þ.e.a.s. að þau eru á einni hæð í út- hverfunum, þar sem auðvelt er að komast að og frá þeim. • Samræmi og samhæfing Stærri fyrirtækin hafa reynt að breyta uppbyggingu rekst- ursins, en áhrif breytinganna hjá þeim hafa haft áhrif á heildverzlunina í heild, þ.e.a.s. að reynt er að samhæfa breyt- ingar, þannig að öll fyrirtæki njóti góðs af. Nefna mætti mörg dæmi um samhæfinguna, eins og t.d. samræmi í vöru- pakkningum og meðhöndlun vörunnar. Þá hafa fyrirtækin komið sér upp góðri spjaldskrá um vörubirgðir, sendingar og pantanir, sem nú orðið eru oftast færð inn á tölvu til að auðvelda og flýta starfseminni. T.d. fer vörupöntun heildsöl- unnar miklu fyrr til framleið- enda þegar notast er við tölvu- birgðabókhald en ella. Hagn- aður fyrirtækjanna liggur í skjótri þjónustu, góðu birgða- bókhaldi og öryggi í pöntunum. Tölvunotkunin á eftir að auk- ast enn, og verða stærri þáttur í rekstrinum á komandi árum. Tölvustýrt birgðabókhald hef- ur á undanförnum árum orðið til þess að heildverzlanir hafa minnkað vörulagerinn um 20% að meðaltali, O'g sumar enn meira. Þá hefur orðið umtals- verð breyting miili framleið- enda, heildsala og smásala, þannig að þessar greinar hafa sameinast meir og meir, og samvinna á öllum sviðum verzlunar og dreifingar hefur stóraukist. Unnið er að upp- bvggingu og samhæfingu mark- aðskerfis, sem á að hafa bæt- andi heildaráhrif á viðskipta- lífið. 18 FV 1 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.