Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 18

Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 18
unargreinar, en afkastageta starfsmannanna er jafnmikil í fyrirtækjunum, sem eru með 50 eða fleiri starfsmenn, og þeirra sem eru með 49 eða færri. Heildarveltan á starfs- mann árið 1963 var Nkr. 320 þús., en ’73 Nkr. 700.000, en það er 8,1% aukning á ári, ef miðað er við breytt verðlag. Á sama tíma voru laun starfs- manna Nkr. 19.900 árið ’63, en Nkr. 54.600 árið ’73, en það var 10,6% hækkun á ári. • Laun hækka meira en tekjur Brútto hagnaður var árið 1963 14,9%, en 16,4% árið 1973, en á sama tíma hækkaði launakostnaður úr 42% í 47% af heildartekjum. Það þýðir að tekjur héldust ekki í hendur við launagreiðslur. Norska heildverzlunin segir að hagn- aðarhlutfall miðað við fjár- magn og álagningu sé allt of lágt nú. Árin 1971-72 vorumjög slæm fyrir heildverzlun Noregs og er verðlagsstefnu stjórn- valda að mestu kennt um lélega afkomu þessarar verzlunar- greinar. Norska stjórnin hefur á undanförnum árum gripið til þess ráðs að stemma stigu við dýrtíð og verðbólgu með því að skella á tímabundnum verð- stöðvunum, sem staðið hafa í fáeina mánuði í senn. Mönnum ber ekki saman um, hvort þessi stefna er rétt eða röng, en eitt er víst að forráðamenn heild- verzlunarinnar segja að hún hafi lækkað verulega álagning- arhlutfall hennar. • Svíþjóð Sænska heildverziunin sam- an stendur af um 18.000 fyrir- tækjum, sem eru með 160.000 starfsmenn og heildarveltan á ári er um 110.000 milljónir sænskra króna. Flest fyrirtækj- anna eru frekar lítil, þ.e.a.s. að 76% þeirra eru með 5 eða færri starfsmenn. Smærri fyrirtækin eru í flestum tilfellum um- boðsaðilar, sem bjóða ekki upp á mikið vöruúrval eða þjón- ustu. Aðeins 1,2% sænsku heild- verzlunarinnar eru fyrirtæki með 100 eða fleiri starfsmenn, en samanlagt veita þessi fyrir- tæki um 50% alls starfsfólks umræddrar verzlunargreinar vinnu. • Færri en stærri fyrir- tæki Undanfarin ár hefur þróunin í Svíþjóð, eins og víðast hvar annars staðar, verið sú að heild- sölufyrirtækjum hefur fækkað. Sama þróun hefur einnig átt sér stað í smásöluverzlun lands- manna og einnig öðrum grein- um þjóðfélagsins. Það er aftur á móti athyglisvert að þótt heildsölufyrirtækjum hafi fækkað, þá hefur þeim ekki verið lokað eða leyst upp, held- ur sameinast þau í stærri ein- ingar, og er þetta frábrugðið þróun annarra atvinnugreina í Svíþjóð. Gömlu fyrirtækin halda oft á tíðum áfram, sem dreifingaraðili samsteypunnar úti á landsbyggðinni. • Stóru fyrir- tækin I hafn- arborgunum Flest heildsölufyrirtæki Sví- þjóðar eru með aðalskrifstofur og vörugeymslur i þremur helstu hafnarborgum landsins, Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey, og lætur nærri að % hlutar ársvöruveltu heildsöl- unnar í landinu fari um þessar borgir. Sænsk heildsölufyrir- tæki eru sem heild stærsti inn- flytjandinn í Svíþjóð, og þess vegna verða þau að vera í aðal- hafnarborgunum. Miklar breyt- ingar hafa verið gerðar á rekstri heildsölunnar almennt til þess að hún haldist sam- keppnisfær sem sölu og dreif- ingaraðili. T.d. hafa fyrirtækin á undanförnum árum komið sér upp í flestum tilfellum stórum vörugeymslum, þar sem nýjustu tækin eru notuð út í ystu æsar í meðhöndlun varn- ingsins. Flest eru þessi vöruhús ólík eldri vöruhúsum, þ.e.a.s. að þau eru á einni hæð í út- hverfunum, þar sem auðvelt er að komast að og frá þeim. • Samræmi og samhæfing Stærri fyrirtækin hafa reynt að breyta uppbyggingu rekst- ursins, en áhrif breytinganna hjá þeim hafa haft áhrif á heildverzlunina í heild, þ.e.a.s. að reynt er að samhæfa breyt- ingar, þannig að öll fyrirtæki njóti góðs af. Nefna mætti mörg dæmi um samhæfinguna, eins og t.d. samræmi í vöru- pakkningum og meðhöndlun vörunnar. Þá hafa fyrirtækin komið sér upp góðri spjaldskrá um vörubirgðir, sendingar og pantanir, sem nú orðið eru oftast færð inn á tölvu til að auðvelda og flýta starfseminni. T.d. fer vörupöntun heildsöl- unnar miklu fyrr til framleið- enda þegar notast er við tölvu- birgðabókhald en ella. Hagn- aður fyrirtækjanna liggur í skjótri þjónustu, góðu birgða- bókhaldi og öryggi í pöntunum. Tölvunotkunin á eftir að auk- ast enn, og verða stærri þáttur í rekstrinum á komandi árum. Tölvustýrt birgðabókhald hef- ur á undanförnum árum orðið til þess að heildverzlanir hafa minnkað vörulagerinn um 20% að meðaltali, O'g sumar enn meira. Þá hefur orðið umtals- verð breyting miili framleið- enda, heildsala og smásala, þannig að þessar greinar hafa sameinast meir og meir, og samvinna á öllum sviðum verzlunar og dreifingar hefur stóraukist. Unnið er að upp- bvggingu og samhæfingu mark- aðskerfis, sem á að hafa bæt- andi heildaráhrif á viðskipta- lífið. 18 FV 1 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.