Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 59
Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur: Þar starfa tólf konur við handvefnað Eru að athuga möguleika á að hefja hreinan listvefnað Þarna sýnir Guðrún Vigfús- dóttir sjal, sem ofið var í vefstofu hennar. Vörurnar eru seldar innan- Iands og utan. Það fyrirtæki á ísafirði sem ferðanienn veita einna mesta athygli er Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. Ekki er það þó fyrir það að húsakymnin séu á- berandi, því fyrirtækið er til húsa í bakhúsi við Hafnarstræti á ísafirði. Hins vegar hafa framleiðsluvörur vefstofunnar vakið mikla athygli, bæði inn- an Iands og utan og fyrirspurn- ir borist um þær allt frá Laos. Þegar Frjáls verzlun heimsótti ísafjörð fyrir skömmu, þótti það sjálfsagt að heimsækja Vefstofuna og spjalla við Guð- rúnu Vigfúsdóttur, sem er í senn aðaleigandi, verkstjóri og hönnuður. Guðrún sagði að forsaga fyr- irtækisins væri sú að hún- hefði verið búin að vera vefnaðar- kennari á ísafirði í 30 ár og var alltaf að kenna byrjendum. — Hins vegar langaði mig mikið til að koma ýrnsu i verk, sem ekki var hægt í kennslunni við Húsmæðraskólann. Þá datt mér í hug að stofna vefstofu, sagði Guðrún. — Ég fékk leigt herbergi upp á 4. hæð í húsi í bænum og fékk eina konu með mér. Þetta var árið 1961. Fyrir- tækið varð fljótlega meira að vöxtum og árið 1965 ákvað ég að gera þetta að hlutafélagi og á sama tíma var hús-næði keypt. í fyrstu var þetta ein- göngu f j ölskylduf y rirtseki o-g áttu bræður mínir, maðurinn minn og dóttir hluta í fyrirtæk- inu auk mín. Árið 1973 var svo ákveðið að bjóða vefurum að eignast hlutabréf, svo og vel- unnurum Vefstofunnar og vefn- aðariðnaðarins. í núverandi stjórn hlutafélagsins eru, auk mín, þær Una Halldórsdóttir og Oddný Níelsdóttir. FV.: — Hvers konar hlutir eru það, sem þið framleiðið að- allega og hvcrt er framleiðslan seld? Guðrún: — Það sem við f jöldaframleiðum núna eru einkum kjólar, pils, herðasjöl, treflar, húfur, mussur og jakk- ar og ýmislegt fleira. Við höf- um líka framleitt töluvert af upphlutssvuntum og borðtrefl- um og svo er alltaf talsvert um sérpantanir af ýmsum hlutum. Þá erum við einnig stöðugt að þreifa fyrir okkur um nýjar framleiðsluvörur, sem við telj- um að geti vakið áhuga. Nú er- um við t.d. að vinna að herða- sjölum úr lopa og sportfatnaði. Hvað snertir söluna, þá fer inn- anlandssalan mest fram í gegn- um íslenskan heimilisiðnað og Rammagerðina. Svo erum við með verslun hér a Isafirði, Vef- stofuverslunina svokölluðu, og er furðu mikið selt þar. Sam- band íslenskra samvinnufélaga flytur svolítið út af okkar vör- um, einkum til Svíþjóðar og Kanada. Við höfum fengið fyr- irspurnir frá þó nokkuð mörg- um aðilum, sem hafa áhuga á vörum okkar, en við viljum ekki binda okkur við fleiri við- skiptaaðila þar sem við höfum ekki undan. Við viljum líka heldur leggja áherslu á gæði en magn. FV.: — Þú nefnir fjöldafram- leiðslu. Er ekki erfitt að fjölda- framleiða þegar mest öll vinn- an er unnin í höndunum? Guðrún: — Jú, þvi ber ekki að neita, að þetta er seinlegt FV 1 1976 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.