Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 59
Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur:
Þar starfa tólf konur
við handvefnað
Eru að athuga möguleika á að hefja hreinan listvefnað
Þarna
sýnir
Guðrún
Vigfús-
dóttir sjal,
sem ofið
var í
vefstofu
hennar.
Vörurnar
eru seldar
innan-
Iands og
utan.
Það fyrirtæki á ísafirði sem
ferðanienn veita einna mesta
athygli er Vefstofa Guðrúnar
Vigfúsdóttur hf. Ekki er það þó
fyrir það að húsakymnin séu á-
berandi, því fyrirtækið er til
húsa í bakhúsi við Hafnarstræti
á ísafirði. Hins vegar hafa
framleiðsluvörur vefstofunnar
vakið mikla athygli, bæði inn-
an Iands og utan og fyrirspurn-
ir borist um þær allt frá Laos.
Þegar Frjáls verzlun heimsótti
ísafjörð fyrir skömmu, þótti
það sjálfsagt að heimsækja
Vefstofuna og spjalla við Guð-
rúnu Vigfúsdóttur, sem er í
senn aðaleigandi, verkstjóri og
hönnuður.
Guðrún sagði að forsaga fyr-
irtækisins væri sú að hún- hefði
verið búin að vera vefnaðar-
kennari á ísafirði í 30 ár og var
alltaf að kenna byrjendum.
— Hins vegar langaði mig
mikið til að koma ýrnsu i verk,
sem ekki var hægt í kennslunni
við Húsmæðraskólann. Þá datt
mér í hug að stofna vefstofu,
sagði Guðrún. — Ég fékk leigt
herbergi upp á 4. hæð í húsi í
bænum og fékk eina konu með
mér. Þetta var árið 1961. Fyrir-
tækið varð fljótlega meira að
vöxtum og árið 1965 ákvað ég
að gera þetta að hlutafélagi og
á sama tíma var hús-næði
keypt. í fyrstu var þetta ein-
göngu f j ölskylduf y rirtseki o-g
áttu bræður mínir, maðurinn
minn og dóttir hluta í fyrirtæk-
inu auk mín. Árið 1973 var svo
ákveðið að bjóða vefurum að
eignast hlutabréf, svo og vel-
unnurum Vefstofunnar og vefn-
aðariðnaðarins. í núverandi
stjórn hlutafélagsins eru, auk
mín, þær Una Halldórsdóttir og
Oddný Níelsdóttir.
FV.: — Hvers konar hlutir
eru það, sem þið framleiðið að-
allega og hvcrt er framleiðslan
seld?
Guðrún: — Það sem við
f jöldaframleiðum núna eru
einkum kjólar, pils, herðasjöl,
treflar, húfur, mussur og jakk-
ar og ýmislegt fleira. Við höf-
um líka framleitt töluvert af
upphlutssvuntum og borðtrefl-
um og svo er alltaf talsvert um
sérpantanir af ýmsum hlutum.
Þá erum við einnig stöðugt að
þreifa fyrir okkur um nýjar
framleiðsluvörur, sem við telj-
um að geti vakið áhuga. Nú er-
um við t.d. að vinna að herða-
sjölum úr lopa og sportfatnaði.
Hvað snertir söluna, þá fer inn-
anlandssalan mest fram í gegn-
um íslenskan heimilisiðnað og
Rammagerðina. Svo erum við
með verslun hér a Isafirði, Vef-
stofuverslunina svokölluðu, og
er furðu mikið selt þar. Sam-
band íslenskra samvinnufélaga
flytur svolítið út af okkar vör-
um, einkum til Svíþjóðar og
Kanada. Við höfum fengið fyr-
irspurnir frá þó nokkuð mörg-
um aðilum, sem hafa áhuga á
vörum okkar, en við viljum
ekki binda okkur við fleiri við-
skiptaaðila þar sem við höfum
ekki undan. Við viljum líka
heldur leggja áherslu á gæði
en magn.
FV.: — Þú nefnir fjöldafram-
leiðslu. Er ekki erfitt að fjölda-
framleiða þegar mest öll vinn-
an er unnin í höndunum?
Guðrún: — Jú, þvi ber ekki
að neita, að þetta er seinlegt
FV 1 1976
59