Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 31
Neyðarbíll sjúkraflutninga í Reykjavík. Með bættri innlagninga- þjónustu sjúkrahúsanna og endurskipulögðu samstarfi sjúkra- húsa mætti bæta þjónustu við þá, sem veikjast skyndilega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. ið vísindalegt gildi og hafa rannsóknir þessar þegar vakið athygli víða um heim, enda sambærilegar við það bezta sem unnið er á þessu sviði er- lendis. Hinn heilsufarslegi árangur rannsóknarinnar fer m. a. eft- ir því, hvort þeir einstakling- ar sem reynast sjúkir, að ein- hverju leyti, fá viðunandi læknismeðferð. Athuganir stöðvarinnar hafa sýnt að á þessu er nokk- ur misbrestur. Talsverður hluti þeirra, sem reynast hafa læknanlegan sjúkdóm leita ekki læknis. Öðrum reynist torvelt að afla sér læknishjálp- ar. Hætt er við að svo verði þar til að heimilislæknisþjón- ustan á Reykjavíkursvæðinu er komin i betra horf. En und- anfarin ár hefur læknaskort- ur og ófullnægjandi starfsað- staða heimilislækna takmark- að þá þjónustu sem hægt er að veita. En með byggingu heilsugæslustöðva og lækna- miðstöðva, svo sem fyrirhug- að er samkvæmt nýjum heil- brigðislögum, yrði ráðin bót á þessu. Það er vel kunnugt að í mörgum tilfellum er mjög áríðandi að uppgötva sjúkdóma snemma, meðan þeir eru væg- ir og tiltölulega auðlæknanleg- ir. Það er því engum efa und- irorpið að rannsóknarstörf heilsuverndar munu bera mik- inn árangur strax og heil- brigðiskerfið annar þeim auknu viðfangsefnum, sem hópskoðanir, eins og fram hafa farið í Hjartavernd, hafa í för með sér og skilningur al- mennings eykst á gildi al- mennrar heilsugæzlu. F.V.: Eru aðstæður í heilbrigð- ismálum okkar þannig að fólk sem skyndilega verður íyrir áfalli vegna hjarta- og æða- sjúkdóma eigi jafnmikla möguleika á að lifa það af og hljóta Iækningu eins og íbúar í Vestur-Evrópu eða Ameríku? Snorri Páll: Allur samanburð- ur á þessu sviði er býsna erf- iður, þó liggja fyrir tölur nýj- ar og eldri um afdrif sjúk- linga með bráða kransæða- stíflu, þ. e. a. s. hversu marg- ir lifa af sjúkdóminn. Og það er býsna athyglisvert að dán- artíðni af völdum bráðrar kransæðastíflu hér á landi hef- ur lengi verið með því lægsta sem þekkist, eftir niðurstöðum rannsókna að dæma. Áður en sérstakar hjartagæzludeildir á sjúkrahúsunum komu til sög- unnar þá var dánartíðni sjúk- linga með bráða kransæða- stíflu sem vistaðist á Land- spítalanum um I/3 lægri en víða annarsstaðar í vestrænum löndum. Þar sem þetta hefur verið rannsakað á öðrum spítölum í Reykjavik, t. d. á Borgarspítalanum kemur svip- að í ljós. Erfitt er að segja hvað þessu veldur, en ég ætla að sjúklingar á íslenzkum sjúkrahúsum fái, eða hafi fengið að mörgu leyti betri almenna umönnun en víða á hinum stóru sjúkrahúsum er- lendis. fslenzk læknastétt hefur fylgzt með öllum þeim fram förum, sem átt hafa sér stað erlendis í meðferð sjúk- linga með hjarta- og æðasjúk- dóma. í aðstöðu til lækninga getum við að vísu ekki lceppt við hinar auðugu stórþjóðir, sem hafa efni á því að útbúa sín sjúkrahús beztu fáanleg- um lækningatækjum og útbún- aði. Þó er það staðreynd að meðal stórþjóðanna, þá eru sjúkrahúsin misjöfn að gæð- um og þjónusta sú sem þau veita. Er því hæpið að miða við allra beztu stofnanir er- lendis í þessu efni. í mjög erf- iðum sjúkdómstilfellum og þar sem sérstakrar meðferðar þarf við, s. s . skurðlækningar á hjarta og kransæðum, þá höf- um við orðið að leita til ann- arra þjóða og með góðum ár- angri og er líklegt að svo verði fyrst um sinn vegna smæðar þjóðarinnar. Rétt er að taka fram að bæta má þjónustuna við þá, sem veikjast skyndilega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma með því að endurskipuleggja sam- starf sjúkrahúsanna í Reykja- vik og koma á bættri innlagn- ingaþjónustu, sem að styttir tímann frá því sjúklingarnir veikjast þar til þeir komast undir læknishendur á sjúkra- húsi. Að þessu er nú unnið þótt starfinu miði fullhægt. F.V.: Hvaða aðferðum er aðal- lega heitt í viðureign við þessa sjúkdóma og hve miklar eru Iíkur á að menn lifi bá af? Snorri Páll: Aðferðirnar eru mismunandi eftir sjúkdómum og sjúkdómseinkennum. Við hjartaáfall s. s. bráða krans- æðastíflu er aðalhættan fólgin í alvarlegum hjartasláttartrufl- unum, hjartabilun og losti. Það er því mjög áríðandi að sjúk- lingarnir komi fljótt til með- FV 1 1976 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.