Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 43
lega hvað aðstöðuna á fl'ugvöll-
um úti um land snertir. Haf-
þór sagði, að hjá Vængjum
væri lögð þung áherzla á að
haga rekstrinum eins og gerist
venjulega um flugfélög í áætl-
unarflugi. Öll sportmennska
væri úr sögunni og sömuleiðis
hinn svokallaði ,,skriðbisness“,
þegar flugmenn væru að taka
töluverða áhættu til að komast
á áfangastað. Þetta væri
kannski menginmunurinn á
Vængjum og fitlu flugfélögun-
um, sem hér voru rekin fyrr á
árum. Þá hefði jafnvel fram-
kvæmdastjóri manað flug-
mennina: „Hver þorir nú?“ í
flugvélum Vængja eru blind-
flugstæki eins og bezt verður á
kosið, það er flogið á milli
radíó-vita, haft reglulegt sam-
band við flugstjórn á jörðu
niðri og gert aðflug samkvæmt
bókin.ni.
ENGIN ÁHÆTTA TEKIN
Þegar fjallað væri um ástand
flugvaila úti á landi yrði að
taka tiLlit til þess, að ytri á-
stæður væru svo breytilegar, að
ekki væri til nein einhlít skil-
greining á því, hvað væri ör-
uggur flugvöllur. Á björtum
sumardegi þyrfti ekki meira til
en nógu langan flöt með sléttu
yfirborði til að renna flugvél-
inni inn á. Síðan kæmi skamm-
degið, veður og snjóar og aur-
bleyta inn í dæmið og hefðu
sín áhrif. Flugfélag íslands get-
ur flogið á flesta áfangastaði
sína úti á landi á kvöldin, þeg-
ar skuggsýnt er orðið en flug-
vélar Vængja fljúga aðeins í
dagsbirtu og sæmilegu veðri.
Öryggisútbúnaður gerir að
sjálfsögðu notagildi flugvalia
meira en alltaf hlýtur að vera
matsatriði hvenær hans er þörf,
að áliti Hafþórs. Hann mót-
mælti því ennfremur, að nokk-
ur sérstök áhætta væri tekin í
flugi Vængja og dró úr því, að
það gengi kraftaverki næst, að
ekki skuii verða stórslys á
flugvöllunum úti á landi eins
og flugmálayfirvöld hafa lýst
skoðun sinni á þessum málum.
ERFITT AÐ HALDA
ÁÆTLUN
Yfir vetrarmánuðina gengur
mjög erfiðlega að halda uppi á-
ætlunarflugi til margra á-
kvörðunarstaða Vængja. Þann-
ig getur flug til Siglufjarðar
legið niðri í 10 daga samfleytt
eða meira og sömuleiðis vestur
á firði. Þegar veður lægir get-
ur tekið einn til tvo daga að
ryðja veginn út á flugvöll og
gera lendingarfært.
GÓÐ ÚTKOMA
Útkoma á rekstri Vængja í
fyrra var góð og mun velta fé-
lagsins hafa numið 110 millj-
ónum króna, Geysilegar breyt-
ingar hafa orðið á rekstrar-
gjöldum síðustu árin, t.d. hefur
lítrinn af flugvélaeldsneyti
hækkað úr 5 kr. 1974 í 21 kr.
eins og dæmið stendur nú. Elds-
neytiskostnaðurinn er þó að-
eins um 16% hjá Vængjum og
þykir það góð útkoma miðað
við önnur félög.
Um hugsanleg kaup Flug-
leiða á hlutabréfum í Vængj-
um eða samvinnu félaganna
sagði Hafþór, að Vængir hefðu
haft þá stefnu að bæta sam-
bandið við Flugleiðir og bjóð-
ast til að taka að sér viss verk-
efni fyrir þær, sem hentuðu
betur flugvélum Vængja en
Flugfélags íslands. Vængir ætl-
uðu að starfa áfram sem sjálf-
stæður aðili og orðrómur um að
Flugleiðir myndu eignast hlut í
Vængjum ætti ekki við rök að
styðjast.
BYLTING í INNANLANDS-
FLUGI?
Að lokum vék Hafþór að
flugvallarmálum í Reykjavík,
sem hafa verið til umræðu und-
anfarið vegna skipulags flug-
vallarsvæðisins. Hann sagði, að
Reykjavíkurflugvöllur í núver-
andi mynd væri ákjósantega
staðsettur og þjónaði sínu !hlut-
verki mjög vel. Menn kvörtuðu
að vísu undan því að völlurinn
væri of nálægt bygsð og að frá
honum stafaði of mikill hávaði.
Úr þessu mætti þó bæta með
góðri skipulagningu á endur-
nýjun flugvélakostsins, sem
notaður yrði til innanlandsflugs
í framtíðinni. í því sambandi
beindust augu manna að flug-
vélinni DASH 7, sem De Havil-
land-verksmiðjurnar í Kanada
eru að framleiða. Fyrsta vétin
af þeirri gerð verður afhent á
næsta ári, en þær taka 50 far-
þega, eru fjögurra hreyfla og
þurfa ekki nema 700 metra
langar flugbrautir. Hávaði frá
þeim er mun minni en af Fokk-
er Friendship, sem notaður er í
innanlandsflugi Flugfélags ís-
lands. Flugfélög, sem búa við
svipaðar aðstæður og fslend-
ingar hvað aðstöðu á flugvöll-
um snertir, hafa pantað þessa
vél, eins og t.d. flugfélag Wider-
ös í Noregi og Grönlandsfly
á Grænlandi. Taldi Hafþór, að
þessi nýja flugvél gæti valdið
byltingu í íslenzka innanlands-
fluginu.
Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri við aðra Twin-Otter-vélina,
sem Vængir nota til áætlunarflugs en þær taka 19-farþega.
FV 1 1976
43