Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 57
Óskar Eggertsson, forstjóri og Sigurður Þórðarson í verzluninni
Póllinn.
Heimilistæki og ýmis
konar hljómtæki
og vera imeð sín hvora tegund.
Og ef farið er að tala um að-
stöðu, þá finnst mér ýmislegt
koma í veg fyrir það, að hægt
sé að bjóða virkilega gott vöru-
úrval. Fyrst og fremst er það
verðbólgan og skortur á banka-
fyrirgreiðslu í öðru lagi veður-
far og samgönguerfiðleikar og
síðast en ekki síst verðlagsá-
kvæðin.
FV.: — A hvaða hátt hindra
verðlagsákvæðin þig í að bjóða
upp á gott vöruúrval?
Gunnlaugur: — Ef heildsali
staðsettur á ísafirði á að flytja
ýmsar vörur hingað, sem selj-
ast í litlu magni, þá borgar það
sig ekki með þeirri 9% álagn-
ingu sem leyfð er. Það verður
tap á vörunni. Fólk þarf þá
gjarnán að fá þessa vöru senda
frá Reykjavík og það kostar t.d.
5% flutningskostnað í viðbót.
Ef verðlagsákvæðin væru
sveigjanlegri og okkur væri
leyft að 'leggja t.d. 11% á slíka
vöruflokka, þá færi það að
borga sig að hafa þá og við-
skiptavinurinn fengi vöruna ó-
dýrari. Þannig yrði þetta til
góðs fyrir bæði kaupmenn og
viðskiptavini. Ég hef rekið mig
á það hér í búðinni að fólk
kvartar miklu minna yfir verð-
lagi en vöruvali og tel ég að
mínir viðskiptavinir yrðu á-
nægðari með þetta fyrirkomu-
lag.
FV.: — Eru samgönguerfið-
leikarnir mikill Þrándur í götu?
Gunnlaugur: — Á ísafirði
eru samgöngur stopular yfir
veturinn og það verður til þess
að við verðum að hafa stærri
lager en t.d. bókabúðir í
Reykjavík. Hins vegar er það
ekki alltaf auðvelt, þegar
rekstrarfé er ekki auðfengið úr
bönkunum.
FV.: — En hvernig er afkom-
an annars í þessum verslunar-
rekstri?
Gunnlaugur: — Miðað við
hvað það virðist erfitt að reka
verslun á ísafirði og hve marg-
ar verslanir hafa verið lagðar
niður undanfarin ár, þá get ég
verið sæmilega ánægður með
afkomuna.
Verzlunin Póllinn:
Við Aðalstræti á ísafirði
stendur verzlunin Póllinn hf.
Þar er verzlað með heimilistæki
og hljómtæki af ýmsu tagi. —
Ef hluturinn gengur fyrir raf-
magni, þá reynum við að hafa
hann á boðstólnum, sagði Ósk-
ar Eggertsson, framkvæmda-
stjóri Pólsins í viðtali við
Frjálsa verzhm.
— Fyrirtækið er með tvenns
konar rekstur auk verzlunar-
innar, sagði Óskar. — Við er-
um með rafmagnsverkstæði,
sem tekur að sér alls konar
verkefni, allt frá lögnum í ný-
byggingar niður í smá viðgerð-
ir. Talsvert af viðgerða- og við-
haldsverkefnum okkar eru hjá
bátaflotanum. Svo erum við
hér með radíóverkstæði og þar
eru útvarpsvirkjar starfandi.
Fyrirtækið var stofnað árið
1965 af Óskari og fjórum öðr-
um, en áður hafði Óskar verið
með sjálfstætt verkstæði í
nokkur ár. Eftir stofnun fyrir-
tækisins var húsnæðið keypt,
en það var gamalt fiskverkun-
arhús og saltgeymsla, sem gekk
undir nafninu Gamla Kompaní-
ið á ísafirði.
GÍFURLEGUR SÍMA-
KOSTNAÐUR
Eins og fleiri verzlunarmenn
á ísafirði hefur Óskar sitthvað
að segja um aðstöðu til verzl-
unarreksturs á Vestfjörðum. —
Vörur sem við pöntum að utan
eru yfirleitt svo lengi á leiðinni
hingað, að greiðslufresturinn á
þeim er liðinn, sagði Óskar. —
Þetta veldur okkur nokkrum
vandræðum, sérstaklega þegar
svo erfitt er að fá rekstrarlán.
í öðru lagi valda samgönguerf-
iðleikarnir því að við verðum
að liggja með stærri lagera og
því getur verið erfitt að koma
við. Þá verður að grípa til þess
ráðs að flytja vörurnar hingað
í smáskömmtum með flugvél og
það er dýrt eins og allir vita. í
þriðja lagi er símakostnaður
hjá okkur alveg gífurlegur. Við
þurfum oft á tíðum að hringja
3—4 sinnum til Reykjavíkur
vegna sömu vörusendingarinn-
ar og þá er kostnaðurinn fljót-
ur að hrúgast upp. Síðasti síma-
reikningurinn okkar hljóðaði
upp á rúm 200 þúsund með af-
inotagjaldi.
FV 1 1976
57