Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 57
Óskar Eggertsson, forstjóri og Sigurður Þórðarson í verzluninni Póllinn. Heimilistæki og ýmis konar hljómtæki og vera imeð sín hvora tegund. Og ef farið er að tala um að- stöðu, þá finnst mér ýmislegt koma í veg fyrir það, að hægt sé að bjóða virkilega gott vöru- úrval. Fyrst og fremst er það verðbólgan og skortur á banka- fyrirgreiðslu í öðru lagi veður- far og samgönguerfiðleikar og síðast en ekki síst verðlagsá- kvæðin. FV.: — A hvaða hátt hindra verðlagsákvæðin þig í að bjóða upp á gott vöruúrval? Gunnlaugur: — Ef heildsali staðsettur á ísafirði á að flytja ýmsar vörur hingað, sem selj- ast í litlu magni, þá borgar það sig ekki með þeirri 9% álagn- ingu sem leyfð er. Það verður tap á vörunni. Fólk þarf þá gjarnán að fá þessa vöru senda frá Reykjavík og það kostar t.d. 5% flutningskostnað í viðbót. Ef verðlagsákvæðin væru sveigjanlegri og okkur væri leyft að 'leggja t.d. 11% á slíka vöruflokka, þá færi það að borga sig að hafa þá og við- skiptavinurinn fengi vöruna ó- dýrari. Þannig yrði þetta til góðs fyrir bæði kaupmenn og viðskiptavini. Ég hef rekið mig á það hér í búðinni að fólk kvartar miklu minna yfir verð- lagi en vöruvali og tel ég að mínir viðskiptavinir yrðu á- nægðari með þetta fyrirkomu- lag. FV.: — Eru samgönguerfið- leikarnir mikill Þrándur í götu? Gunnlaugur: — Á ísafirði eru samgöngur stopular yfir veturinn og það verður til þess að við verðum að hafa stærri lager en t.d. bókabúðir í Reykjavík. Hins vegar er það ekki alltaf auðvelt, þegar rekstrarfé er ekki auðfengið úr bönkunum. FV.: — En hvernig er afkom- an annars í þessum verslunar- rekstri? Gunnlaugur: — Miðað við hvað það virðist erfitt að reka verslun á ísafirði og hve marg- ar verslanir hafa verið lagðar niður undanfarin ár, þá get ég verið sæmilega ánægður með afkomuna. Verzlunin Póllinn: Við Aðalstræti á ísafirði stendur verzlunin Póllinn hf. Þar er verzlað með heimilistæki og hljómtæki af ýmsu tagi. — Ef hluturinn gengur fyrir raf- magni, þá reynum við að hafa hann á boðstólnum, sagði Ósk- ar Eggertsson, framkvæmda- stjóri Pólsins í viðtali við Frjálsa verzhm. — Fyrirtækið er með tvenns konar rekstur auk verzlunar- innar, sagði Óskar. — Við er- um með rafmagnsverkstæði, sem tekur að sér alls konar verkefni, allt frá lögnum í ný- byggingar niður í smá viðgerð- ir. Talsvert af viðgerða- og við- haldsverkefnum okkar eru hjá bátaflotanum. Svo erum við hér með radíóverkstæði og þar eru útvarpsvirkjar starfandi. Fyrirtækið var stofnað árið 1965 af Óskari og fjórum öðr- um, en áður hafði Óskar verið með sjálfstætt verkstæði í nokkur ár. Eftir stofnun fyrir- tækisins var húsnæðið keypt, en það var gamalt fiskverkun- arhús og saltgeymsla, sem gekk undir nafninu Gamla Kompaní- ið á ísafirði. GÍFURLEGUR SÍMA- KOSTNAÐUR Eins og fleiri verzlunarmenn á ísafirði hefur Óskar sitthvað að segja um aðstöðu til verzl- unarreksturs á Vestfjörðum. — Vörur sem við pöntum að utan eru yfirleitt svo lengi á leiðinni hingað, að greiðslufresturinn á þeim er liðinn, sagði Óskar. — Þetta veldur okkur nokkrum vandræðum, sérstaklega þegar svo erfitt er að fá rekstrarlán. í öðru lagi valda samgönguerf- iðleikarnir því að við verðum að liggja með stærri lagera og því getur verið erfitt að koma við. Þá verður að grípa til þess ráðs að flytja vörurnar hingað í smáskömmtum með flugvél og það er dýrt eins og allir vita. í þriðja lagi er símakostnaður hjá okkur alveg gífurlegur. Við þurfum oft á tíðum að hringja 3—4 sinnum til Reykjavíkur vegna sömu vörusendingarinn- ar og þá er kostnaðurinn fljót- ur að hrúgast upp. Síðasti síma- reikningurinn okkar hljóðaði upp á rúm 200 þúsund með af- inotagjaldi. FV 1 1976 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.