Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 82
'Frá Iritsijórn Viðskiptahöft Engum dylst að fyrirsvarsmönnum þjóð- arinnar er mikill vandi á höndum í viður- eign við gífurlegasta efnahagsvanda sem þjóðin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir á seinni tímabilum sögu sinnar. Hin afar óhagstæðu viðskiptakjör fyrir útflutn- ingsafurðir okkar erlendis og þar af leið- andi hrikalega neikvæð gjaldeyrisstaöa er sem martröð í hugum allra íslendinga. Þeg- ar svo er ástatt gerist það oft og einatt að upp rísa raddir úr fjöldanum, sem þykjast kunna ráð við öllu saman, benda á svo- nefndar ,,patentlausnir“ og hafa sig óspart í frammi með heitingum og bölbænum í garð þeirra sem af festu og ábyrgð leita haldbetri úrræða með útsýn yfir víöari sjón- deildarhring. Því miður falla jafnvel vel meinandi og heiðarlegustu stjórnmálamenn í þá gryfju að ljá lýöskruminu eyra og haga gerðum sínum til að þóknast þeim, sem hæst bylur 1 þá stundina. Mönnum er minnisstæður sá mikli vandi sem viðreisnarstjórninni var á höndum ár- in 1967—68. Á kosningaárinu 1967 stóð um- fangsmikil umræöa um efnahagsmál eins og vænta mátti. Erfiðleikarnir í utanríkis- verzlun þá voru svipaðs eðlis og nú, þó ekki jafn stórvaxnir. Foringjar stjórnarinnar ræddu af einurð og víðsýni um orsakir og tiltæk úrræði með langtímamarkmið í huga. Lausnarorðið á vörum stjórnarand- stöðunnar þáverandi var hins vegar „dansk- ir tertubotnar“. Samkvæmt gjörbreyttum viðskiptahátt- um við útlönd, sem fylgdu efnahagslegri viðreisn og betri lífskjörum en þjóðin hafði nokkru sinni búið við, leyfðist mönnum að flytja inn tilbúna tertubotna frá Danmörku, vitaskuld vegna þess að hér reyndist vera markaður fyrir þá. Sumt fólk vildi sem sagt njóta frelsis til að ráðstafa peningunum sínum til að kaupa danska tertubotna í stað þess að baka úr innfluttum hráefnum. Tertubotnapólitík andstæðinga viðreisn- ar varö fræg af endemum, því að öllum al- menningi varð að lokum ljóst að innflutn- ingshöft á margumrædda tertubotna var ekki sú niðurstaða í baráttunni við efna- hagsörðugleikana, sem þjóðin þurfti á að halda og beið eftir. Til þess var málið of ein- angrað, lítilfjörlegt og ómerkilegt ef litið var á tölulegar upplýsingar um verðmæti þessa innflutnings. En hitt var þó meira um vert. Þjóðin hafnaði þeirri leið að vegið yröi að viðskiptafrelsinu í stóru eða smáu. Svo minnisstæð var óáran innflutningshafta, skömmtunar og siðspillingar í opinberu út- hlutunarkerfi fyrri áratuga. Nú reynir enn á þolgæði ráðamannanna, hvort þeir vilja standa vörð um viðskipta- frelsið og gera alvarlega tilraun til aö breyta hagkerfinu með framtíðarlausn í huga, eöa hvort þeir ætla að grípa til lítt yfirvegaðra og samhengislausra skyndiráð- stafana vegna upphrópana og æsinga lýð- skrumara en veigra sér jafnframt við að gera raunhæfa endurbót, sem dugi til lang- frama. Tertubotnarnir mörkuðu engin tímamót að þessu leyti á viðreisnarárunum og útlent súkkulaðikex er ekki líklegt til að gera það heldur nú. I þessu sambandi er vert að minna á orð Gísla Einarssonar, formanns Verzlunarráðs- ins í ágætri blaðagrein fyrir skömmu: „Fyrir þá sem ekki vilja losna við sjúk- dóminn, en lifa samt, eru deyfilyf haft- anna ávallt handbær. Tolla má hækka, jafnvel svo mikið að enginn hafi efni á er- lendum vörum. Með kvótum má ákveða vörumagn innfluttrar vöru, en vandinn er að úthluta því sem flutt er inn. Hætt er viö, aö þeir, sem eru í flokknum, fái meira en hinir. Einnig má banna innflutning sumra vara algjörlega og skapa þannig smyglurum eins hagstæð lífskjör og hugsast getur. Þá má banna erlendar lántökur einstaklinga og neita almenningi um kaup á erlendum gjaldeyri nema í mjög takmörkuöum mæli og til ákveðinna nota. Ríkisvaldið verður svo annað hvort að skammta útflutningsat- vinnuvegunum tekjur í formi styrkja, eða yfirtaka rekstur fyrirtækjanna. Allt þetta og meira til má gera og hefur verið gert. Verst er, að þessi lækning er verri en sjúk- dómurinn sjálfur, og leiðir örugglega til minnkandi hagvaxtar og þar af leiðandi til stööugt versnandi lífskjara í samanburði við aðrar þjóðir, sem búa við markaðshag- kerfi.“ 82 FV 1 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.