Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 42
Flugfélagið Vængir Flutti rúmlega 23 þúsund farþega í áætlunarflugi í fyrra Var það 30% aukning á milli ára Þær láta lítið yfir sér aðalbækistöðvar flugfélagsins Vængja á austanverðu flugvallarsvæðinu í Reykjavík. í fljótu bragði myndi fáa renna grun í, að árlega fara tugþúsundir farþega um þessi húsakynni. Þegar við svo leituðum uppi skrifstofu forstjórans til að spjalla við hann um afkomu félagsins, kom enn betur í Ijós, að þeir Vængjamenn hafa sniðið sér stakk eftir vexti og ætla ekki að falla í þá gryfju að Iáta stjórnunarkostnað há rekstri félagsins. Skrifstofan er nefnilcga í fjölbýl- ishúsi uppi í Skipholti, nánar tiltekið í kjallaraherbergi. Þarna hefur Hafþór Helga- son, framkvæmdastjóri Vængja skrifstofu sína. Og þegar okkur bar að var Hafþór að fara yfir skýrslur og skjöl um flutning- ana á nýliðnu ári, sem var Vængjum gott ár. Áður en við skýrum nánar frá rekstri félagsins á líðandi stund er rétt að líta aðeins á sögu þess. Um áratugaskeið hefur verið starfrækt, með vissum hléum, flugfélag, sem borið hefur nafnið Vængir. Á ýmsu hefur gengið um rekstur þess þar til á gamlársdag árið 1970, þegar þetta núverandi félag eignaðist fyrstu Beech- craft-flugvél sína. Var þá lagð- ur grundvöllur að núverandi starfsemi, sem hefur á fáum ár- um þróazt mjög ört. Að sögn Hafþórs Helgason var það fyr- ir óbilandi áhuga fárra manna að þetta starf varð að veruleika en fremstir í flokki voru Úlfar Þórðarson, Hreinn Hauksson, Bárður Daníelsson, Erling Jó- hannesson og Þórólfur Magn- ússon. FLUGVÉLAKOSTUR FYRIR 190 MILLJÓNIR Félagið er rétt fimm ára um þessar mundir. Fyrstu tvö árin voru mjög tvísýn en á þeim tíma eignaðist félagið aðra Beechcraft-vél og eina af Piper- gerð. Á miðju sumri 1973 var svo ráðist í það stórvirki að kaupa 19 farþega skrúfuþotu af gerðinni Twin-Otter, sem sérstaklega er gerð fyrir flug- tök og lendingar á stuttum flugbrautum. Verð þessarar flugvélar var meira en brúttó- tekjur félagsins árið áður. Næsta ár á eftir fékk félagið svo seinni vél sína af Twin- Otter gerðinni en á að auki tvær Islander-vélar, 9 sæta, sem notaðar eru til farþega- flugs einnig. Samanlagt verð- mæti flugvélakostsins mun í dag vera um 190 milljónir króna. Það eru aðallega tvær flug- leiðir, sem segja má að séu kjölfestan fyrir félagið, Siglu- fjarðarleiðin og flugið til Ön- undarfjarðar. Á vetraráætlun- inni eru fjórar vikulegar ferðir til Siglufjarðar og þrjár til Holts í Önundarfirði. Alls eru viðkomustaðir félagsins úti á landi 11 í prentaðri vetraráætl- un og er ferðatíðnin mest á Snæfellsnes, til Stykkishólms og Rifs eða daglegar ferðir. FLUG MEÐ ERLENDA FERÐAMENN Hafþór Helgason sagði, að auk þessa hefði félagið talsverð umsvif í flugi með erlenda ferðamenn á sumrin. Þeim hef- ur verið boðið upp á ferðir til Vestmannaeyja, sem eru þann- ig skÍDulagðar að flugvélin bíð- ur í Eyjum meðan farið er með fólkið í tveggja tíma skoðunar- ferð um gosstöðvar og víðar á Heimaev. Þá eru farnar skoð- unarferðir til Kulusuk í Græn- landi, Mývatns og boðið er udp á útsýnisflug inn yfir hálendið. Þessar ferðir gera félaginu kleift að bjóða upp á fargjöld fyrir innanlandsfarþega, sem eru nokkurn veginn á kostnað- arverði, að sögn Hafþórs. Eru fargjöld svipuð á kílómetra og hjá Flugfélagi íslands og fylgja hækkunum hjá því. Eru far- gjöldin í innanlandsflugi hér lág miðað við önnur lönd og nefndi Hafþór sem dæmi, að fyrir flug aðra leiðina milli Kaupmannahafnar og Árósa borguðu menn 150 danskar krónur en það tekur 20 mínút- ur í þotu. Flug á samsvarandi vegalengd hérlendis myndi vera 700—800 krónum ódýrara. 30% FJÖLGUN FARÞEGA Farþegar í áætlunarflugi Vængja voru í fyrra 23.300 talsins en voru 17.995 árið 1974 og er það um 30% aukning milli ára. Til viðbótar þessu eru svo 3300-5000 erlendir ferða- menn. Flestir voru farþegarnir milli Reykjavíkur og Siglu- fjarðar og Blönduóss auk stað- anna á Snæfellsnesi. Hjá fé- laginu starfa 10 flugmenn, þar af 8 með flugstjóraréttindi, og þrír flugvirkjar. Þar að auki eru svo framkvæmdastjórinn og aðstoðarmaður hans á skrif- stofu, starfsmaður í flugaf- greiðslu og aðstoðarmaður. Um- boðsmenn hefur félagið á við- komustöðunum úti um land. Á sumrin, þegar ferðatíðnin er mest, er bætt við starfsliði. AÐSTAÐAN ÚTI Á LANDI í samtali okkar við Hafþór Helgason var þessu næst vikið að flugöryggismálum, einkan- 42 FV 1 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.