Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 41
til þess að gera stórátak í þess- um málum, ef stjórnvöld sýndu þá röggsemi að aðhafast eitt- hvað í málinu. Svo er að sjá að menn hafi loksins gert sér Ijóst að ís- land sem ferðamannaland, er hvorki líklegt til að gefa mik- ;ð af sér né vera þjóðhags- legur ávinningur og líklega eru flestir sammála um að það sé ólíkt betur fallið ís- lendingum að fást við skapandi framleiðslu heldur en þjón- ust.idund að hætti suðrænna þjóða. IÍYRJAÐ Á ÖFUGUM ENDA. Það virðast vera álög á þess- ari þjóð, að þurfa að g'era sér alla hluti eins erfiða og fram- ast sr unnt. í stað þess að skapa og rækta upp til nytja, er lagst á eitt um að naga upp höfuðstólinn þar til allt er upp urið, sem tönn á festir, hvort heldur er í landbúnaði eða sjávarútvegi. í stað þess að rækta upp fiskstofna á skipulagðan hátt, er allt útlit fyrir að okkur takist í samvinnu við útlend- inga að drepa síðasta kvik- indið í hafinu umhverfis land- ið. Jafnvel nú á tuttugustu öldinni blundar sama tortím- ingaráráttan með þjóðinni og varð s'ðasta geirfuglinum að bana á sínum tíma. Þessi árátta er svo svæsin, að þegar einn framtakssamur maður ríður á vaðið og byrjar ræktun vatnafiskjar til nytja, leggst kerfið og embættismenn á eitt um að bregða fyrir hann fæti, í stað þess að aðstoða hann og hvetja. FORSENDUR ORKUÐU TVÍMÆLIS Svipaða sögu er að segja af málefnum iðnrekstrar í land- inu. Byrjað er á því að semja við erlendar viðskiptaheildir um inngöngu, svo sem EFTA og síðar EBE, á þeirri for- sendu að okkur sé það lífs- nauðsyn vegna útflutnings- markaða okkar í þessum lönd- um. Það dylst varla nokkrum hugsandi manni, að þær for- sendur orkuðu tvímælis þá og ekki síður nú, eftir að ljóst er að fiskurinn er á þrotum, en aðild okkar notuð til að knýja fram 65 þúsund tonn af lífsbjörg okkar til handa Þjóð- verjum, einu ríkasta iðnríki veraldar. í þessum samningum fólst hins vegar að við felldum smám saman niður tolla á iðn- varningi frá þessum löndum, sem er mikill ávinningur þess- ara ríkja en mikið tap fyrir okkur. Okkar tap liggur fyrst og fremst í því að fyrir dug- leysi og sofandahátt stjórn- valda, voru engar ráðstafanir gerðar, sem tryggt gætu inn- le'rdum iðnaði ráðrúm og möguleika til þess að mæta vægðarlausri samkeppni aðila af hundraðfaldri stævðar- gráðu, bæði framleiðslutækni- lega og fjárhagslega. DUGLEYSI STJÓRNVALDA Dugleysi stjórnvalda er slíkt, að þegar mistökin blasa við og glundroðinn er orðinn slíkur, að innlendir framleið- endur greiða hærri tolla af hráefni en lagðir eru á sömu vöru fullunna frá erlendum framleiðendum, þá á að hlaupa frá vandanum og hoppa yfir á eiturspúandi stóriðju undir stjórn erlendra mengunar- fakíra. f beinu framhaldi af þessu eru niðurstöður nefndar, sem hefur baukað við það með sveittan skallann í fjögur ár, að gera tillögur um flutning ríkisstofnana frá Reykjavík, ef til vill ekki eins fáránlega heimskulegar og sýndist í fyrstu. JAFNVÆGI Á STJÓRN LANDSINS Sennilega verður Alþing flutt upp í Herðubreiðarlind- ir, Stjórnarráðið inn á Sprengi- sand og Framkvæmdastofnun ríkisins út í Kolbeinsey. Þá kæmist ef til vill jafnvægi á stjórn landsins? UTGARDUR VEITINGASALA ÁLFHEIMUM 74 SÍMI 85660 GRILLRÉTTIR KJÚKLINGAR HAMBORGARAR O.FL, TIBONSTEIK TORNEDO & FILLE „RÉTTUR DAGSINS11 Á HAGKVÆMU VERÐI KÖKUR FRÁEIGIN KONDITORI SENDUM HEIM „KÖLD BORГ & HEITA RÉTTI PANTIÐ VEIZLUMATINN HJÁ OKKUR KOMIÐ OG BORÐIÐ Á RÓLEGUM STAÐ SÉRSTÖK „FJÖLSKYLDUMÁLT[Г ÁSUNNUDÖGÚM AFGREIÐUM FAST FÆÐI | TIL VINNUHÓPA Nesti FYRIR FERÐAHÓPA OG EINSTAKLINGA UTGARDUR VEITING A S ALA ÁLFHEIMUM 74 SIMI 85660 FV 1 1976 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.