Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Page 41

Frjáls verslun - 01.01.1976, Page 41
til þess að gera stórátak í þess- um málum, ef stjórnvöld sýndu þá röggsemi að aðhafast eitt- hvað í málinu. Svo er að sjá að menn hafi loksins gert sér Ijóst að ís- land sem ferðamannaland, er hvorki líklegt til að gefa mik- ;ð af sér né vera þjóðhags- legur ávinningur og líklega eru flestir sammála um að það sé ólíkt betur fallið ís- lendingum að fást við skapandi framleiðslu heldur en þjón- ust.idund að hætti suðrænna þjóða. IÍYRJAÐ Á ÖFUGUM ENDA. Það virðast vera álög á þess- ari þjóð, að þurfa að g'era sér alla hluti eins erfiða og fram- ast sr unnt. í stað þess að skapa og rækta upp til nytja, er lagst á eitt um að naga upp höfuðstólinn þar til allt er upp urið, sem tönn á festir, hvort heldur er í landbúnaði eða sjávarútvegi. í stað þess að rækta upp fiskstofna á skipulagðan hátt, er allt útlit fyrir að okkur takist í samvinnu við útlend- inga að drepa síðasta kvik- indið í hafinu umhverfis land- ið. Jafnvel nú á tuttugustu öldinni blundar sama tortím- ingaráráttan með þjóðinni og varð s'ðasta geirfuglinum að bana á sínum tíma. Þessi árátta er svo svæsin, að þegar einn framtakssamur maður ríður á vaðið og byrjar ræktun vatnafiskjar til nytja, leggst kerfið og embættismenn á eitt um að bregða fyrir hann fæti, í stað þess að aðstoða hann og hvetja. FORSENDUR ORKUÐU TVÍMÆLIS Svipaða sögu er að segja af málefnum iðnrekstrar í land- inu. Byrjað er á því að semja við erlendar viðskiptaheildir um inngöngu, svo sem EFTA og síðar EBE, á þeirri for- sendu að okkur sé það lífs- nauðsyn vegna útflutnings- markaða okkar í þessum lönd- um. Það dylst varla nokkrum hugsandi manni, að þær for- sendur orkuðu tvímælis þá og ekki síður nú, eftir að ljóst er að fiskurinn er á þrotum, en aðild okkar notuð til að knýja fram 65 þúsund tonn af lífsbjörg okkar til handa Þjóð- verjum, einu ríkasta iðnríki veraldar. í þessum samningum fólst hins vegar að við felldum smám saman niður tolla á iðn- varningi frá þessum löndum, sem er mikill ávinningur þess- ara ríkja en mikið tap fyrir okkur. Okkar tap liggur fyrst og fremst í því að fyrir dug- leysi og sofandahátt stjórn- valda, voru engar ráðstafanir gerðar, sem tryggt gætu inn- le'rdum iðnaði ráðrúm og möguleika til þess að mæta vægðarlausri samkeppni aðila af hundraðfaldri stævðar- gráðu, bæði framleiðslutækni- lega og fjárhagslega. DUGLEYSI STJÓRNVALDA Dugleysi stjórnvalda er slíkt, að þegar mistökin blasa við og glundroðinn er orðinn slíkur, að innlendir framleið- endur greiða hærri tolla af hráefni en lagðir eru á sömu vöru fullunna frá erlendum framleiðendum, þá á að hlaupa frá vandanum og hoppa yfir á eiturspúandi stóriðju undir stjórn erlendra mengunar- fakíra. f beinu framhaldi af þessu eru niðurstöður nefndar, sem hefur baukað við það með sveittan skallann í fjögur ár, að gera tillögur um flutning ríkisstofnana frá Reykjavík, ef til vill ekki eins fáránlega heimskulegar og sýndist í fyrstu. JAFNVÆGI Á STJÓRN LANDSINS Sennilega verður Alþing flutt upp í Herðubreiðarlind- ir, Stjórnarráðið inn á Sprengi- sand og Framkvæmdastofnun ríkisins út í Kolbeinsey. Þá kæmist ef til vill jafnvægi á stjórn landsins? UTGARDUR VEITINGASALA ÁLFHEIMUM 74 SÍMI 85660 GRILLRÉTTIR KJÚKLINGAR HAMBORGARAR O.FL, TIBONSTEIK TORNEDO & FILLE „RÉTTUR DAGSINS11 Á HAGKVÆMU VERÐI KÖKUR FRÁEIGIN KONDITORI SENDUM HEIM „KÖLD BORГ & HEITA RÉTTI PANTIÐ VEIZLUMATINN HJÁ OKKUR KOMIÐ OG BORÐIÐ Á RÓLEGUM STAÐ SÉRSTÖK „FJÖLSKYLDUMÁLT[Г ÁSUNNUDÖGÚM AFGREIÐUM FAST FÆÐI | TIL VINNUHÓPA Nesti FYRIR FERÐAHÓPA OG EINSTAKLINGA UTGARDUR VEITING A S ALA ÁLFHEIMUM 74 SIMI 85660 FV 1 1976 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.