Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 33
ferðar á viðeigandi hjartagæzlu- deild sjúkrahúsanna, þegar því verður við komið. Með- ferðin verður þó aðallega í því fólgin að gefa lyf, sem draga úr hættunni á alvarleg- um hjartatruflunum, ráða bót á hjartsláttartruflunum séu þær til staðar, draga úr ó- heppilegum afleiðingum hjarta- bilunar með viðeigandi lyfja- gjöfum. Við vissum tegundum hjartsláttartruflana eru gang- ráðar notaðir til að viðhalda fullnægjandi hjartslætti. Gefin eru lyf, sem auka kraft og af- köst hjartavöðvans og draga þannig úr hættunni á losti. Margt fleira mætti til telja. Án þess að nefna sérstakar tölur, er óhætt að segja, að ef sjúklingur, sem hefur fengið skyndilegt hjarta- eða æðaáfall fær tafarlítið viðeigandi með- ferð, að þá lifa langflestir sjúkdóminn af. Eftir að þeir útskrifast af sjúkrahúsi nær mikill meirihlutinn það góðri heilsu að geta tekið upp fyrri störf. Með viðeigandi endur- hæfingu, sem nú er að ryðja sér til rúms, hefur langtíma árangur aukizt. Menn fá auk- ið starfsþrek og fjöldi þeirra sem kemst aftur til vinnu sinn- ar og geta unnið þar störf sín, eins og ekkert hafi i skorizt, eykst. F.V.: Er að vænta nýjunga á þessu sviði læknavísinda á næstunni er marka munu tíma- bót? Snorri Páll: Á undanförnum áratugum hafa orðið stöðugar framfarir á þessu sviði lækna- vísindanna. Hjartaþræðingarn- ar mörkuðu tímamót á sínum tíma, siðan skurðaðgerðir á meðfæddum hjartasjúkdómum og lokugöllum. Nákvæmar greiningaraðferðir hafa komið til sögunnar. Þekking manna á hættuþáttum og meðferð- um þeirra hefur aukizt stór- lega. Gangráðar voru fundnir upp til að ráða bót á vissum hjartsláttartruflunum. Hjarta- raflost var tekið í notkun fyrir 10-15 árum í meðferð hjart- sláttartruflana. Skurðaðgerðir á kransæðum hafa á allra síð- ustu árum rutt sér til rúms. Hjálpardælur til að létta á starfi hjartans í bráðum hjarta- áföllum hafa verið notaðar síð- ustu árin. Gervilokur eru græddar í hjarta, þegar um sjúkdóma í hjartalokum er að ræða. Enginn vafi er á, að fram- farir munu eiga sér síað, jafn- vel með auknum hraða á þessu sviði og nýjungar munu koma fram. Unnið er að rannsóknum, sem virðast þegar bera árang- ur við að draga úr skemipdum á hjartavöðva við bráða krans- æðastíflu. Endurbætur eru gerðar á hjálpardælum við hjartabilun. Unnið er að kappi að smíði gervihjarta og eru menn þegar komnir talsvert á- leiðis á því sviði. Þótt Bandaríkjamönnum virðist hafa tekizt að draga verulega úr tíðni kransæða- sjúkdóma með breyttum lifn- aðarháttum, m. a. með breyt- ingu á mataræði og stórminnk- uðum vindlingareykingum þar í landi eða um 30%, þá hefur þó ekki ennþá fundizt ráð til að koma í veg fyrir æðakölk- un og þar með kransæðasjúk- dóma. Afar umfangsmiklar rannsóknir fara nú fram á þessu sviði víða um heim. Ekki er að efa að þær bera árang- ur, en ennþá hillir þó ekki undir neina einfalda eða alls- herjar lausn á því mikla heil- brigðisvandamáli. íþrótta- blaðið Eina íþróttablað landsins. Fjallar um íþróttir og útilíf. Áskriftasímar: 82300 — 82302 ... við stigum skrefið til fulls! og kynnuin ný.ia tryggingu fyrir heimili og fjölskyldu sem er einstök í sinni röð Altrygging er nýtt trygginga- form, sem veitir heimilinu og fjölskyldunni fyllsta öryggi. Hér fara á eftir nokkur dæmi um hvað ALTRYGGING bætir framyfir venjulega heimilstry ggingu: Bætir nánast allt án undan- tekninga — eigin áhætta er þó 5400 krónur Giidir i ölhim lieiminum — bæði menn og munir eru verndaðir á ferðalagi sem við dvöl Uágmarkstryggingar- upphæð er kr. 4.000.000 — fyrir lausafjármuni (kr. 400.000 — utan heimilis) Tekur til þýðingarmikilla hagsbóta: Skaðabótaréttar Bætir líkamstjón, sem tryggður verður fyrir og fær ekki bætt frá tjónvaldi, með allt að kr. 2.000.000 Béttargæzlu Bætir lögmanns- og máls- kostnað út af ágreinings- málum I»ar að auki fá allir í fjöl- skyldimni góða undirstöðu- vernd gagnvart slysum í fristundum, við heimilis- störf og við skólanám Dæmi: Ef þú fótbrýtur þig i Napolí eða Neskaupstað.... Altryggingin greiðir auka- kostnaðinn Ef þú missir myndavélina þína í Mývatn eða Miðjarðar- iiafið... — þá færð þú nýja frá Ábyrgð. Tryggingin bætir notaða hluti með nýjum svo fremi sem þeir eru ekki afgamlir eða sundurslitnir Ef litli bróðir brýtur sjón- varpið eða stóri bróðir nýju skíðin sín í Hlíðarf jalli... — eða pappi missir pípu- glóðina í bezta sófann — þá bætir Altryggingin það Ef Sigga litla ætlar að hjálpa mömmu við uppþvottinn en lætur mávastellið i þvotta- vélina í staðlnn fyrir uppþvottavélina — greiðir tryggingin bæði stellið og þvottavélina Ef mamma verður svo ólieppin að rifa nýju kápuna sina... þá bætir Altryggingin tjónið ABYRGÐ! Tryggingarfélag fyrir bindindismenn Skúlagötu 63 . Reykjavík Sími 26122 FV 1 1976 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.