Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 71
Bolungarvík:
Jarðfræðingar vissir um að
þar sé heitt vatn að finna
Tilraunaholu sleppt en vinnsluhola boruð strax
Einn ,a£ nýrri kaupstöðum landsins er Bolungarvík. Þar búa nú
um 1100 manns, eða % hlutar íbúa Norður-ísafjarðarsýslu utan
ísafjarðarkaupstaðar. Þegar Frjáls verzlun heimsótti Vestfirði fyr-
ir skömmu var Guðmundur Kristjánsson bæjarstjóri Bol’ungar-
víkur beðinn að segja örlítið frá helstu verkefnum bæjarstjórnar
á staðnum.
— Það má eiginlega segja að
aðalstarfið undanfarna áratugi
hafi verið hafnarframkvæmdir,
sagði Guðmundur, — enda hef-
ur nokkuð orðið ágengt. Fyrir
3—4 árum var komin aðstaða
fyrir þann flota sem þá var til,
en síðan bættist skuttogarinn
Dagrún í flotann og með til-
komu hans urðu til ný vanda-
mál. Skuttogarinn getur ekki
athafnað sig í höfninni hérna
nema á flóði og í góðu veðri.
Nú er gert ráð fyrir dýpkunar-
framkvæmdum í höfninni á
þessu ári, en fleira verður að
koma til. Höfnin verður að
stækka til að skuttogarinn þurfi
ekki að fara til ísafjarðar með
aflann í slæmum veðrum.
SUNDLAUG OG HITA-
VEITA
Af öðrum framkvæmdum í
Bolungarvík má nefna bygg-
ingu sundlaugar. Sundlaugar-
byggingin er nú á því stigi að
verið er að bjóða út tréverk.
Við vonumst til að hún verði
til um næstu áramót. Með
sundlauginni batnar mjög að-
staða til iþróttaiðkana á staðn-
um. Eina innanhússaðstaðan
hér er í samkomuhúsinu. Svo
er verið að vinna að lagningu
varanlegs slitlags á götur bæj-
arins og er það gatnagerðarfyr-
irtækið Átak hf. sem sér um
þær framkvæmdir. Nú er lokið
við að setja slitlag á samtals
tvo kílómetra af götum bæjar-
ins og væntanlega verður hald-
ið áfram næsta sumar.
Eins og á fleiri stöðum á
Vestfjörðum er verið að kanna
hitaveitumöguleika i Bolung-
arvík. Borað var fyrir heitu
vatni fyrir nokkrum árum án
teljandi árangurs, en á staðnum
er sjálfrennandi lind með
tveimur sekúndulítrum af 30
gráða heitu vatni. — Jarðfræð-
ingarnir eru vissir um að hér
er heitt vatn í hitaveitu, sagði
Guðmundur. — Þeir eru svo
vissir að þeir leggja til að ekki
verði boraðar neinar tilrauna-
holur, heldur farið beint í að
bora vinnsluholu. Við bindum
miklar vonir við þessa borun,
því staðnum yrði mikill hagur
í hitaveitu.
LEIGUÍBÚÐIR BÆJARINS
í Bolungarvik er nú unnið
að smíði leiguíbúða fyrir bæjar-
sjóð. — Ætlunin er að byggja
hér 21 leiguíbúð í allt, sam-
kvæmt lögum um 1000 leigu-
íbúðir utan Reykjavíkursvæð-
isins, sagði Guðmundur. Við
höfum þegar leigt út þrjár og
sex eru í smíðum. Húsnæðis-
málastjórn lánar 80% af bygg-
ingarkostnaði íbúðanna, en
bæjarsjóður fjármagnar af-
ganginn með því að selja leigj-
endunum skuldabréf.
Það vekur athygli hve veg-
legar skrifstofur Bolungarvík-
urkaupstaðar eru og því var
bæjarstjórinn inntur eftir því
hver ætti húsnæðið.
— Það var byggt af bæjar-
sjóði, Sparisjóði Bolungarvíkur
og ríkissjóði og var tekið í
notkun fyrir einu og hálfu ári
síðan. Bæjarskrifstofurnar og
afgreiðsla Sparisjóðsins eru hér
til húsa, sömuleiðis slökkvi-
stöð og til stendur að bæjarfó-
geti og lögregla fái hér aðstöðu,
sagði Guðmundur Kristjánsson
bæjarstjóri Bolungarvíkur að
lokum.
FV 1 1976
71