Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 7

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 7
í stnttn máli ^ Skipafarþegar greiða flug- vallargjald I Flugvallagjald skal vera frá 1. marz 1500 kr. fyrir hvern farþega, sem ferð- ast frá Islandi til annarra landa, þó 750 kr. fyrir farþega á aldrinum tveggja til tólf ára. Flugvallagjalds skal getið í verði farseðils. Flugfélög þau, er annast flutning farþega innanlands eða til Færeyja og Grænlands skulu greiða í ríkissjóð gjald, er nemi 200 kr. á hvern farþega, er ferðast á þeim leiðum og eldri eru en 12 ára. Fyrir farþega á aldrinum 2 —12 ára skal greiða hálft gjald. Fyrir farþega yngri en tveggja ára skal ekk- ert gjald greiða. Einungis skal greitt eitt gjald þó millilent sé milli brottfar- arstaðar og ákvörðunarstaðar ef við- dvöl þar er nauðsynleg vegna flugá- ætlunar og hún varir ekki lengur en sex klukkustundir. Heimilt er að hækka verð farmiða er gjaldinu nem- ur. Sé sú heimild notuð skal sú hækk- un ósérgreind í verði miðans. Heimilt er að innheimta tilsvarandi gjald vegna farþega sem fara með skip- um frá Islandi til annarra landa. 9 Gróska í verðlagseftirliti Verðlagsskrifstofan skal starfa í þrem deildum samkvæmt nýrri reglu- gerð — verðlagningardeild, verðreikn- ingadeild og verðgæsludeild. Deildar- stjórar skulu hafa forstöðu deildanna undir umsjón skrifstofustjóra. Deildarstjórar skulu og hafa umsjón með störfum starfsmanna utan Reykjavíkur og gefa þeim fyrirmæli hver á sínu sviði. Verðlagsstjóri ákveöur í samráði við ráðherra fjölda starfsmanna utan Reykjavíkur og starfssvæði þeirra, eft- ir því sem best hentar á hverjum tíma. § 6000 vinningar D/IS Happdrætti DAS gefur árlega út 75000 hluti í 12 flokkum. Vinningar eru samanlagt 6000 að tölu í öllum 12 flokkum og eru saman- lagt að verðmæti a.m.k. kr. 216.000.000 miðað við smásöluverð. Stjórn DAS ákveður fjölda vinninga og verðmæti þeirra í hverjum flokki. Verðmæti vinninga að meðaltali í hverjum flokki skal vera svipað. Verð ársmiða er kr. 4800, en verð endurnýjunarmiða í hverjum flokki kr. 400. Um vinninga í 1. flokki skal dregið 3. maí ár hvert, og síðan 3. hvers mánað- ar, í janúar þó 8. þess mánaðar. 9 Ltflutningsgjöld af sjávar- afurðum Útflutningsgjald af sjávarafurðum samkvæmt lögum frá 13. febr. sl. skal vera 6% af f.o.b.-verðmæti útflutnings. Ef útflytjandi sannar að hlutfall hráefniskostnaðar af f.o.b.-verði hinn- ar útfluttu vöru sé lægra en 30%, er sjávarútvegsráðherra heimilt að lækka útflutningsgjald um allt að 0,3% fyrir hvert 1%, sem hlutfall hráefniskostn- aðar er lægra en 30%, þó skal útflutn- ingsgjald aldrei vera lægra en 1% af f.o.b.-verði. Ríkissjóður annast innheimtu út- flutningsgjalds og skiptast tekjur af því sem hér segir: 1. Til Aflatryggingasjóös % a) Almenn deild ............ 22 b) Áhafnadeild ............. 26 2. Til greiðslu á vátryggingar- kostnaði fiskiskipa, samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsráðu- neytið setur ............... 27 3. Til Fiskveiðasjóðs íslands og fiskimálasjóðs a) Lánastarfsemi ........... 21 b) Styrkveitingar Fiskimála- sjóðs...................... 0,9 4. Til siávarrannsókna og Fram- leiðslueftirlits sjávarafuröa, skv. reglum, sem sjávarútvegs- ráðuneytiö setur .......... 2,3 5. Til Landssambands ísl. útvegs- manna......................... 0,4 6. Til samtaka sjómanna skv. reglum, sem sjávarútvegsráðu- neytið setur .............. 0,4 FV 2 1976 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.