Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 7

Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 7
í stnttn máli ^ Skipafarþegar greiða flug- vallargjald I Flugvallagjald skal vera frá 1. marz 1500 kr. fyrir hvern farþega, sem ferð- ast frá Islandi til annarra landa, þó 750 kr. fyrir farþega á aldrinum tveggja til tólf ára. Flugvallagjalds skal getið í verði farseðils. Flugfélög þau, er annast flutning farþega innanlands eða til Færeyja og Grænlands skulu greiða í ríkissjóð gjald, er nemi 200 kr. á hvern farþega, er ferðast á þeim leiðum og eldri eru en 12 ára. Fyrir farþega á aldrinum 2 —12 ára skal greiða hálft gjald. Fyrir farþega yngri en tveggja ára skal ekk- ert gjald greiða. Einungis skal greitt eitt gjald þó millilent sé milli brottfar- arstaðar og ákvörðunarstaðar ef við- dvöl þar er nauðsynleg vegna flugá- ætlunar og hún varir ekki lengur en sex klukkustundir. Heimilt er að hækka verð farmiða er gjaldinu nem- ur. Sé sú heimild notuð skal sú hækk- un ósérgreind í verði miðans. Heimilt er að innheimta tilsvarandi gjald vegna farþega sem fara með skip- um frá Islandi til annarra landa. 9 Gróska í verðlagseftirliti Verðlagsskrifstofan skal starfa í þrem deildum samkvæmt nýrri reglu- gerð — verðlagningardeild, verðreikn- ingadeild og verðgæsludeild. Deildar- stjórar skulu hafa forstöðu deildanna undir umsjón skrifstofustjóra. Deildarstjórar skulu og hafa umsjón með störfum starfsmanna utan Reykjavíkur og gefa þeim fyrirmæli hver á sínu sviði. Verðlagsstjóri ákveöur í samráði við ráðherra fjölda starfsmanna utan Reykjavíkur og starfssvæði þeirra, eft- ir því sem best hentar á hverjum tíma. § 6000 vinningar D/IS Happdrætti DAS gefur árlega út 75000 hluti í 12 flokkum. Vinningar eru samanlagt 6000 að tölu í öllum 12 flokkum og eru saman- lagt að verðmæti a.m.k. kr. 216.000.000 miðað við smásöluverð. Stjórn DAS ákveður fjölda vinninga og verðmæti þeirra í hverjum flokki. Verðmæti vinninga að meðaltali í hverjum flokki skal vera svipað. Verð ársmiða er kr. 4800, en verð endurnýjunarmiða í hverjum flokki kr. 400. Um vinninga í 1. flokki skal dregið 3. maí ár hvert, og síðan 3. hvers mánað- ar, í janúar þó 8. þess mánaðar. 9 Ltflutningsgjöld af sjávar- afurðum Útflutningsgjald af sjávarafurðum samkvæmt lögum frá 13. febr. sl. skal vera 6% af f.o.b.-verðmæti útflutnings. Ef útflytjandi sannar að hlutfall hráefniskostnaðar af f.o.b.-verði hinn- ar útfluttu vöru sé lægra en 30%, er sjávarútvegsráðherra heimilt að lækka útflutningsgjald um allt að 0,3% fyrir hvert 1%, sem hlutfall hráefniskostn- aðar er lægra en 30%, þó skal útflutn- ingsgjald aldrei vera lægra en 1% af f.o.b.-verði. Ríkissjóður annast innheimtu út- flutningsgjalds og skiptast tekjur af því sem hér segir: 1. Til Aflatryggingasjóös % a) Almenn deild ............ 22 b) Áhafnadeild ............. 26 2. Til greiðslu á vátryggingar- kostnaði fiskiskipa, samkvæmt reglum, sem sjávarútvegsráðu- neytið setur ............... 27 3. Til Fiskveiðasjóðs íslands og fiskimálasjóðs a) Lánastarfsemi ........... 21 b) Styrkveitingar Fiskimála- sjóðs...................... 0,9 4. Til siávarrannsókna og Fram- leiðslueftirlits sjávarafuröa, skv. reglum, sem sjávarútvegs- ráðuneytiö setur .......... 2,3 5. Til Landssambands ísl. útvegs- manna......................... 0,4 6. Til samtaka sjómanna skv. reglum, sem sjávarútvegsráðu- neytið setur .............. 0,4 FV 2 1976 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.