Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 12

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 12
Orkumál Landsvirkjun vill 140IV1W virkjun við Hrauneyjafoss IVúverandi orkuvinnslukerfi ásamt Sigöldu fullnýtt 1980 Sérfræðingar Landsvirkjunar hafa spáð því, að árið 1980 verði orkuvinnsluþörfin á svæði Lands- virkjunar orðin 521 megavatt, en orkuvinnslugetan í núverandi kerfi og að Sigölduvirkjun við- bættri yrði 490 megavött 1980. Stjómi Landsvir kjunar hefur með hliðsjón af þessum spám og á grundvelli greinargerðar sérfræðinga um hagkvæmustu virkjunarleiðina lagt til að ráðizt verði næst í virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss. Hefur stjórnin farið þess á leit við iðnaðarráðherra að hann veiti leyfi fyrir 140 megavatta virkjun við Hrauneyjafoss. í greinargerð Landsvirkjun- ar segir að athugaðir hafi verið þrír kostir, sem til greina virðast koma á Lands- virkjunarsvæðinu næstu tíu ár- in eða svo: # Kostirnir þrír KOSTUR 1. Hrauneyjafoss- virkjun í Tungnaá um 5 km neðan við Sigölduvirkjun. Full stærð 210 MW í þremur 70 MW vélum. Árleg forgangsorka 900 GWh. Virkjunin nýtir að fullu Þórisvatnsmiðlun og miðlun- ina ofan Sigöldu. Aðstaðan er hin ágætasta með tilliti til samgangna, vinnubúða o. fl. Tæknimenn á Búrfelli eru á næstu grösum og sjálfvirkni í rekstri auðveld. Virkjunin dregur nokkuð úr íshrönnum við Búrfell og af landfræðileg- um ástæðum eru bæði stífla og vatnsvegir tiltölulega mjög hófleg mannvirki. Þessi virkj- un hefur þegar verið fullhönn- uð og útboðsgögn eru þegar til- búin. KOSTUR 2. Sultartangavirkj- un í Þjórsá rétt neðan við ár- mót hennar og Tungnaár. Full stærð 160 MW í þremur vélum. Árleg forgangsorka 800 GWh. Virkjunin hefur það fram yfir Hrauneyjafossvirkjun að leysa ísmál Búrfellsvirkjunar. Á móti kemur, að hún er tiltölulega dýrari af landfræðilegum á- stæðum. í kjölfar Sultartanga- virkjunar mundi fjórða vél í Sigölduvirkjun koma, 50 MW að stærð. KOSTUR 3. Hér er reiknað með frestun á nýrri vatnsvirkjun og fáanleg grunnorka úr sam- tengdu kerfi norður- og suður- lands nýtt til hins ýtrasta. Til þess að þetta sé unnt þarf að koma upp allt að 100 MW olíu- stöð í áföngum, sem rekin yrði sem topp- og varastöð. 1983 tækju svo til starfa jarðgufu- stöðvar til vinnslu á grunnorku, sem stækkaðar yrðu í áföng- um upp í 100 MW með um 770 GWh árlegri forgangsorku. # Orltuspárnar tvær Við mat á hagkvæmni fram- kvæmda 'hefur verið byggt á eftirtöidum orkuspám: ORKUSPÁ I. Hinn almenni markaður er áætlaður út frá langri reynslu og tillit tekið til mjög aukinnar húshitunar með rafmagni utan hitaveitusvæða þeirra, sem nú er vitað um á suðurlandi. Ekki er reiknað með annarri aukningu á stór- iðju en 20 MW aukningu hjá ÍSAL og 5 MW aukningu hjá Áburðarverksmiðjunni, en með þessum aukningum hefur all lengi verið reiknað í áætlun- um Landsvirkjunar. Sam- kvæmt þessari spá er þörf fyr- ir viðbótarafl 1980, sem mæta má með t. d. 1. vél í Hraun- eyjafossvirkjun, 2. vél 1983 og 3. vél 1987. Sé miðað við virkjunarkosti 2 og 3, verður tímasetningin á viðbótarvélum eftir 1980 lítið eitt önnur vegna annarra vélarstærða en í Hrauneyjafossvirkjun. 12 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.