Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 14

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 14
Vetraríþróttir: IMargir nota sér hagstæð tilboð til skíðaiðkana Flugfélagið skipuleggur skíðaferðir Það hefur færst mikið í aukana undanfarin ár að íbúar höfuð- borgarsvæðisins bregði sér út á land til þess að fara á skíði, enda er staðreyndin sú, að yfirleitt er meiri snjór norðan og vestan lands en fyrir sunnan, og því auð*veldara að skipuleggja skíða- ferðir þangað með fyrirvara. Flugfélag íslands og nokkur hótel úti á landsbyggðinni hafa nú komið til móts við skíðafólkið og frá því í janúarlok og fram til 10. apríl bjóða þessir aðilar upp á ódýrar skíðaferðir til Akureyrar, Húsavíkur og ísafjarðar. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli við Akureyri. Þar er aðstaða hin ákjós- anlegasta í skíðalandi Akureyringa. Fjögurra daga ferð kostar rúmar 9000 krónur. Hrauneyjar ofan við fossinn og myndar um 28 G1 nýtanlegt. lón. Frá stíflunni liggur 1000 m langur aðrennslisskurður og frá honum þrjár þrýstivatns- pípur 274 m langar niður að stöðvarhúsinu, sem stendur í Þóristungum neðan við Foss- öldu. Frá húsinu, en í því eru ráðgerðar þrjár 70 MW vélar, liggur svo 1100 m langur frá- rennslisskurður út í náttúru- legan árfarveg, sem veitir vatninu í Tungnaá aftur rétt við mótin við Köldukvísl. í stíflunni og við neðri enda að- rennslisskurðar eru nauðsyn- leg inntaksmannvirki. Frá virkjuninni liggur 220.000 volta háspennulína til Faxa- flóasvæðisins. Lega hennar er ekki fyllilega ákveðin, en í kostnaðaráætlun er reiknað með, að hún liggi til Grundar- tanga, þar sem hin fyrirhugaða málmblendiverksmiðja verður staðsett. 0 Kostnaðar- áætlanir Kostnaður við virkjunina á- ætlast án vaxta á byggingar- tíma þannig miðað við verð- lag haustið 1975: 1. vél 8,7 milljarðar kr. 2. vél 2,3 milljarðar kr. 3. vél 1,9 milljarðar kr. Samtals 12,9 milljarðar kr. § Raforku- verftiö Verð raforkunnar er að sjálfsögðu háð lánskjörum, hversu hratt virkjunin hýtist, og hvaða rekstrarafgangur er talinn nauðsynlegur vegna uppbyggingar kerfisins. Sé aft- ur miðað við 40 ára afskriftar- tínaa og 8,5% vexti er kostn- aðarverðið miðað við fullnýt- ingu og að meðaltöldum vöxt- um á byggingartíma áætlað 1,52 au/KWst. Ef menn nota sér þetta til- boð er lágmarksdvöl á staðnum 3 nætur og 4 dagar, en síðan er hægt að kaupa til viðbótar eina nótt eða fleiri. Sem dæmi um verð á ferðum þessum má nefna dvöl á Hótel KEA á Ak- ureyri í 4 daga, sem kostar 9.900 kr. Dvöl í 4 daga í Skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli í 4 daga kostar 9.450 kr. og dvöl í jafn langan tíma á Hótel Varðborg kostar 9.450 kr. Hótel Húsavík býður upp á dvöl í 4 daga fyrir 9.100 kr. og Hótel Mánakaffi á ísafirði fyrir 9.700 kr. Inmi í þessu verði er innifalið ferðir, gisting og morgunmatur og lauslega áætlað mun hér vera um helmingsafslátt að ræða ef miðað er við að farið sé á eigin vegum með venjulegu fargjaldi. Verðið sem gefið er upp hér að ofan er það sama hvort sem um hjón, einstaklinga eða hópa er að ræða, en þó er 50 % afsláttur fyrir börn innan við tólf ára og 10% fargjöld fyrir ungbörn. Flugfélag íslands hefur áður verið með svipaðar hópferðir fyrir skíðafólk og hafa þær mot- ið vinsælda og því full ástæða til að ætla að svo verði einnig í ár. 14 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.