Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 15

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 15
í Hlíðarfjalli cr rekinn skíðaskóli fyrir byrjendur og þá, seni lengra eru komnir. Fjórar skíðalyftur eru á svæðinu. Akureyri- brekku- bær Fullkomnasta skíðaaðstaðan á landinu Akureyri er brekkubær, þ.e. a.s. bærinn stendur að miklu leyti í brekkum. Án efa eru brekkurnar mörgum þyrnir í augum, yngri kynslóðin hefur löngum kunnað að' meta þær, sérstaklega að vetrarlagi, þeg- ar ekki þarf annað en að fara út fyrir húsdyrnar til þess að komast í brekku þar sem hægt er að renna sér á skíðum eða slcða. Má áreiða-nlega að ein'hverju leyti þakka brekkunum inni í bænum þann mikla skíðaáhuga sem ríkir í bænum, og er nú svo komið að Akureyringar geta státað af fullkomnustu skiðaað- stöðu landsin-s í Hlíðarfjalli fyr- ir ofan bæinn og á sama tíma geta þeir státað af því að hafa átt 4 af 8 fulltrúum, sem ísland sendi sem fulltrúa sína á vetr- arolympíuleikana í Innsbruch í Austurríki. Frjáls verzlu.n hafði fyrir skömmu tal af ívari Sigmunds- syni, framkvæmdastjóra Vetr- aríþróttamiðstöðvarinnar í Hlíðarf jalli, eins og hún er köll- uð, og leitaði upplýsinga -hjá honum um þá aðstöðu sem stað- urinn hefði upp á að bjóða. Við gefum fvari hér með orðið: — Skíðahótelið í Hlíðarfjalli er 550 metra yfir sjó og um 7 km frá Akureyri. Vegasamband við hótelið er gott og veginum haldið opnum allan veturinm,. Sérstakar hópferðir eru í fjall- ið á vegum Ólafs Þorbergsson- ar og er farið frá Glerárstöðinni BP við Tryggvabraut á Akur- eyri, frá bílastæði BSO við Strandgötu og frá Kaupangi við Mýrarveg. Farið er fjórum sinnum á dag í fjallið, nemá um páska og aðra hátíðisdaga, en þá eru ferðir eftir þörfum. SKÍÐASKÓLI f HLÍÐAR- FJALLI Hótelið sjálft er opið daglega frá kl. 8—22.30, en þar er greiðasala, gufubað, ellefu tveggja manna herbergi og svefnpokapláss fyrir 60—70 manns. í hótelinu er eininig skíða-, skó- og stafaleiga. Skíða- hótelið er yfirleitt opnað strax og snjór er orðinn góður í fjall- inu og er opið fram á vor. Mik- ið er um það að skólahópar dvelji í hótelinu virka daga vikunnar og fá nemendur skipulagða skíðakennslu, en um helgar er öllum heimil gisting í hótelinu. Sérstakur skíðaskóli er starf- ræktur í Hlíðarfjalli, þar sem kennt er jafnt byrjendum og þeim sem lengra eru komnir. Skólinn starfar venjulega í vikunámskeiðum þ.e.a.s. frá mánudegi til föstudags en auk þess er alltaf hægt að fá kennslu fyrir hópa eða ein- staklinga, sé pantað með nokk- urra daga fyrirvara. Verð á vikunámskeiði er frá 1500 krónum upp í 2.200 krón- ur og eru ódýrari námskeiðin einkum ætluð börínium. Kennsla fer fram bæði að morgni til og einnig síðdegis og á kvöldin. Kennt er í flóðlýstum brekkum þegar dimmt er orðið. FJÓRAR SKÍÐALYFTUR í Hlíðarfjalli eru fjórar skíða- lyftur. Stærsta lyftan er 10-20 m. löng o-g 200 metra há stóla- lyfta, en hámarksafköst hennar eru 580 manns á klukkustund. Stólalyftan er opin virka daga frá kl. 10—12 og 13—19 nema mánudaga frá kl. 13—19. Laug- ardaga og sunnudaga er lyftan opin frá kl. 10—17.30. Við svo- kallaðan Stromp er 550 metra löng togbraut og er hæð hennar 200 metrar og afköst 500 manns á klukkustund. Togbrautin er opin virka daga frá kl. 13—22 og laugardaga o-g sunnudaga frá kl. 10—17.30. Þá eru tvær kaðaltogbrautir á staðnum, svo- kölluð Hólabraut og Hjalla- braut. Hjallabraut er 350 metra löng og 80 metra há, en Hóla- braut -er 220 metra löng og 30 metra há. Kaðaltogbrautirnar eru opnar daglega frá kl. 10— 22.30 e.h. nema laugardaga og sunmudaga til kl. 17.30. Skíða- brekkurnar við Stromp, Hjalla- braut og Hólabraut eru flóð- lýstar á kvöldin. Er lögð á- hersla á að hafa allar brekkur vel troðnar en það verk vinnur þar til gerður snjóbíll. Ætti FV 2 1976 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.