Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 15
í Hlíðarfjalli cr rekinn skíðaskóli fyrir byrjendur og þá, seni lengra eru komnir. Fjórar skíðalyftur eru á svæðinu. Akureyri- brekku- bær Fullkomnasta skíðaaðstaðan á landinu Akureyri er brekkubær, þ.e. a.s. bærinn stendur að miklu leyti í brekkum. Án efa eru brekkurnar mörgum þyrnir í augum, yngri kynslóðin hefur löngum kunnað að' meta þær, sérstaklega að vetrarlagi, þeg- ar ekki þarf annað en að fara út fyrir húsdyrnar til þess að komast í brekku þar sem hægt er að renna sér á skíðum eða slcða. Má áreiða-nlega að ein'hverju leyti þakka brekkunum inni í bænum þann mikla skíðaáhuga sem ríkir í bænum, og er nú svo komið að Akureyringar geta státað af fullkomnustu skiðaað- stöðu landsin-s í Hlíðarfjalli fyr- ir ofan bæinn og á sama tíma geta þeir státað af því að hafa átt 4 af 8 fulltrúum, sem ísland sendi sem fulltrúa sína á vetr- arolympíuleikana í Innsbruch í Austurríki. Frjáls verzlu.n hafði fyrir skömmu tal af ívari Sigmunds- syni, framkvæmdastjóra Vetr- aríþróttamiðstöðvarinnar í Hlíðarf jalli, eins og hún er köll- uð, og leitaði upplýsinga -hjá honum um þá aðstöðu sem stað- urinn hefði upp á að bjóða. Við gefum fvari hér með orðið: — Skíðahótelið í Hlíðarfjalli er 550 metra yfir sjó og um 7 km frá Akureyri. Vegasamband við hótelið er gott og veginum haldið opnum allan veturinm,. Sérstakar hópferðir eru í fjall- ið á vegum Ólafs Þorbergsson- ar og er farið frá Glerárstöðinni BP við Tryggvabraut á Akur- eyri, frá bílastæði BSO við Strandgötu og frá Kaupangi við Mýrarveg. Farið er fjórum sinnum á dag í fjallið, nemá um páska og aðra hátíðisdaga, en þá eru ferðir eftir þörfum. SKÍÐASKÓLI f HLÍÐAR- FJALLI Hótelið sjálft er opið daglega frá kl. 8—22.30, en þar er greiðasala, gufubað, ellefu tveggja manna herbergi og svefnpokapláss fyrir 60—70 manns. í hótelinu er eininig skíða-, skó- og stafaleiga. Skíða- hótelið er yfirleitt opnað strax og snjór er orðinn góður í fjall- inu og er opið fram á vor. Mik- ið er um það að skólahópar dvelji í hótelinu virka daga vikunnar og fá nemendur skipulagða skíðakennslu, en um helgar er öllum heimil gisting í hótelinu. Sérstakur skíðaskóli er starf- ræktur í Hlíðarfjalli, þar sem kennt er jafnt byrjendum og þeim sem lengra eru komnir. Skólinn starfar venjulega í vikunámskeiðum þ.e.a.s. frá mánudegi til föstudags en auk þess er alltaf hægt að fá kennslu fyrir hópa eða ein- staklinga, sé pantað með nokk- urra daga fyrirvara. Verð á vikunámskeiði er frá 1500 krónum upp í 2.200 krón- ur og eru ódýrari námskeiðin einkum ætluð börínium. Kennsla fer fram bæði að morgni til og einnig síðdegis og á kvöldin. Kennt er í flóðlýstum brekkum þegar dimmt er orðið. FJÓRAR SKÍÐALYFTUR í Hlíðarfjalli eru fjórar skíða- lyftur. Stærsta lyftan er 10-20 m. löng o-g 200 metra há stóla- lyfta, en hámarksafköst hennar eru 580 manns á klukkustund. Stólalyftan er opin virka daga frá kl. 10—12 og 13—19 nema mánudaga frá kl. 13—19. Laug- ardaga og sunnudaga er lyftan opin frá kl. 10—17.30. Við svo- kallaðan Stromp er 550 metra löng togbraut og er hæð hennar 200 metrar og afköst 500 manns á klukkustund. Togbrautin er opin virka daga frá kl. 13—22 og laugardaga o-g sunnudaga frá kl. 10—17.30. Þá eru tvær kaðaltogbrautir á staðnum, svo- kölluð Hólabraut og Hjalla- braut. Hjallabraut er 350 metra löng og 80 metra há, en Hóla- braut -er 220 metra löng og 30 metra há. Kaðaltogbrautirnar eru opnar daglega frá kl. 10— 22.30 e.h. nema laugardaga og sunmudaga til kl. 17.30. Skíða- brekkurnar við Stromp, Hjalla- braut og Hólabraut eru flóð- lýstar á kvöldin. Er lögð á- hersla á að hafa allar brekkur vel troðnar en það verk vinnur þar til gerður snjóbíll. Ætti FV 2 1976 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.