Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 16

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 16
Á skíðum við Húsavík. Aðstaðan í hótelinu er fyrsta flokks og skíðabrekkur eru fyrir flesta hæfnisflokka. Tvær togvindur eru á Húsavík. það' að auka mjög á ánægju þeirra sem staðinn sækja og hafa vel troðnar brautir, auk þess sem sú ráðstöfun dregur stórlega úr slysahættu. VAXANDI AÐSÓKN Að lokum var ívar inntur eftir aðsókn skíðafólks í Hlíðar- fjall. Hann sagði að sér virtist áhugi og aðsókn vaxa stöðugt. Gilti það bæði um heimafólk og gesti lengra aðkomna. Væri því margt sem benti til þess að hin bætta skíðaaðstaða í Blá- fjöllum hefði á óbeinan hátt orðið til þess að auka aðsókn- ina í Hlíðarfjall. í Bláfjöllum vaknar áhugi sunnlendinganna fyrir skíðaiþróttinni og þegar þeir eru búnir að tileinka sér undirstöðuatriði hennar vex á- hugi fyrir hærri brekkum og hvað er þá eðlilegra en að halda norður í land og spreyta sig á brekkum Hlíðarfjallsins. Húsavík vaxandi ferða- miðstöð Skíðabrekkurnar við hötelveggina Augu ferðamanna hafa í auknum mæli beinst að Húsa- vík á ’undanförnum árum, enda hefur staðurinn og nágrennið upp á margt að bjóða. Til þessa hefur ferðamannastraumurinn þangað fyrst og fremst verið yfir sumartimann, en nú hafa heimamenn stórbætt aðstöðuna til þess að taka á móti gestum yfir veturinn. Hótel Húsavík er tilbúið til að taka á móti gestum jafnt að vetri sem sumri og ef Húsa- vík er heimsótt að vetrarlagi bíða skíðabrekkunw svo að segja fyrir utan hótelvegginn. Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík, sagði að i brekkunum ofan við bæimn væri búið að setja upp tvaer skíðalyftur. Annars vegar er um toglyftu að ræða en hins vegar T-lyftu. Lyfturnar eru staðsettar í skemmtilegu skiða- landi, þar sem flestir hæfnis- flokkar ættu að geta fundið brekkur við sitt hæfi. Einar sagði að í raun og veru hefði það fyrst gerst í fyrra vetur að farið var að auglýsa Húsavík upp sem skíðastað. Hefði verið lögð áhersla á að vekja áhuga fjölskyldufólks á staðnum og um páskana í fyrra hefði aðsókn verið góð. Ástæð- una fyrir því að sérstök áhersla væri lögð á að laða fjölskyldu- fólk til staðarins væri sú, hve staðurinn væri rólegur, brekk- urnar nálægar og örtröð í lyft- ur lítil. SÉRSTAKT KYNNINGAR- VERÐ — Á meðan við erum að kynna staðinn bjóðum við upp á sérstakt kynningarverð, sem er lægra en aðrir skíðastaðir bjóða upp á, sagði Einar. Dvöl- in á hótelinu í 3 nætur ásamt morgunverði og fargjöldum á staðinn kosta aðeins 9.100 kr. fyrir manninn og ef um börn er að ræða þá leyfum við foreldr- unum að taka með svefnpoka fyrir þau, svo þau geti legið á gólfinu í herbergi þeirra. Einn- ig er möguleiki á að útvega þeim aukadínur. Einar sagði að til Húsavíkur væri flogið fjórum sinnum í viku, þ.e. á mánudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laugardögum. Kvaðst hann vera mjög ánægður með þann áhuga, sem FÍ sýndi með því að koma til móts við hótel á skíðastöðum úti á landi og bjóða ódýrar ferðir til þeirra staða yfir skíðatímann. FLÓÐLÝSTAR BREKKUR Að lokum var Einar inntur nánar eftir skíðalandinu við Húsavík. Hann sagði að það tæki 3 mínútur að ganga að brekkunum frá hótelinu. Brekkurnar væru flóðlýstar á kvöldin og þar færi fram skíða- kennsla fyrir þá sem þess óska. Lyftugjöldum væri mjög stillt i hóf í brekkunum og eins og áður segir þá væru brekkurnar fjölbreyttar og við flestra hæfi. Einnig væri mögulegt fyrir þá sem vilja að reyna eitthvað nýtt, að leigja sér bílaleigubíl á Húsavík og aka lengra til að komast í nýjar brekkur eða jafnvel upp á fjall í leit að nýjum ævintýrum. 16 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.