Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 16
Á skíðum við Húsavík. Aðstaðan í hótelinu er fyrsta flokks og skíðabrekkur eru fyrir flesta hæfnisflokka. Tvær togvindur eru á Húsavík. það' að auka mjög á ánægju þeirra sem staðinn sækja og hafa vel troðnar brautir, auk þess sem sú ráðstöfun dregur stórlega úr slysahættu. VAXANDI AÐSÓKN Að lokum var ívar inntur eftir aðsókn skíðafólks í Hlíðar- fjall. Hann sagði að sér virtist áhugi og aðsókn vaxa stöðugt. Gilti það bæði um heimafólk og gesti lengra aðkomna. Væri því margt sem benti til þess að hin bætta skíðaaðstaða í Blá- fjöllum hefði á óbeinan hátt orðið til þess að auka aðsókn- ina í Hlíðarfjall. í Bláfjöllum vaknar áhugi sunnlendinganna fyrir skíðaiþróttinni og þegar þeir eru búnir að tileinka sér undirstöðuatriði hennar vex á- hugi fyrir hærri brekkum og hvað er þá eðlilegra en að halda norður í land og spreyta sig á brekkum Hlíðarfjallsins. Húsavík vaxandi ferða- miðstöð Skíðabrekkurnar við hötelveggina Augu ferðamanna hafa í auknum mæli beinst að Húsa- vík á ’undanförnum árum, enda hefur staðurinn og nágrennið upp á margt að bjóða. Til þessa hefur ferðamannastraumurinn þangað fyrst og fremst verið yfir sumartimann, en nú hafa heimamenn stórbætt aðstöðuna til þess að taka á móti gestum yfir veturinn. Hótel Húsavík er tilbúið til að taka á móti gestum jafnt að vetri sem sumri og ef Húsa- vík er heimsótt að vetrarlagi bíða skíðabrekkunw svo að segja fyrir utan hótelvegginn. Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík, sagði að i brekkunum ofan við bæimn væri búið að setja upp tvaer skíðalyftur. Annars vegar er um toglyftu að ræða en hins vegar T-lyftu. Lyfturnar eru staðsettar í skemmtilegu skiða- landi, þar sem flestir hæfnis- flokkar ættu að geta fundið brekkur við sitt hæfi. Einar sagði að í raun og veru hefði það fyrst gerst í fyrra vetur að farið var að auglýsa Húsavík upp sem skíðastað. Hefði verið lögð áhersla á að vekja áhuga fjölskyldufólks á staðnum og um páskana í fyrra hefði aðsókn verið góð. Ástæð- una fyrir því að sérstök áhersla væri lögð á að laða fjölskyldu- fólk til staðarins væri sú, hve staðurinn væri rólegur, brekk- urnar nálægar og örtröð í lyft- ur lítil. SÉRSTAKT KYNNINGAR- VERÐ — Á meðan við erum að kynna staðinn bjóðum við upp á sérstakt kynningarverð, sem er lægra en aðrir skíðastaðir bjóða upp á, sagði Einar. Dvöl- in á hótelinu í 3 nætur ásamt morgunverði og fargjöldum á staðinn kosta aðeins 9.100 kr. fyrir manninn og ef um börn er að ræða þá leyfum við foreldr- unum að taka með svefnpoka fyrir þau, svo þau geti legið á gólfinu í herbergi þeirra. Einn- ig er möguleiki á að útvega þeim aukadínur. Einar sagði að til Húsavíkur væri flogið fjórum sinnum í viku, þ.e. á mánudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laugardögum. Kvaðst hann vera mjög ánægður með þann áhuga, sem FÍ sýndi með því að koma til móts við hótel á skíðastöðum úti á landi og bjóða ódýrar ferðir til þeirra staða yfir skíðatímann. FLÓÐLÝSTAR BREKKUR Að lokum var Einar inntur nánar eftir skíðalandinu við Húsavík. Hann sagði að það tæki 3 mínútur að ganga að brekkunum frá hótelinu. Brekkurnar væru flóðlýstar á kvöldin og þar færi fram skíða- kennsla fyrir þá sem þess óska. Lyftugjöldum væri mjög stillt i hóf í brekkunum og eins og áður segir þá væru brekkurnar fjölbreyttar og við flestra hæfi. Einnig væri mögulegt fyrir þá sem vilja að reyna eitthvað nýtt, að leigja sér bílaleigubíl á Húsavík og aka lengra til að komast í nýjar brekkur eða jafnvel upp á fjall í leit að nýjum ævintýrum. 16 FV 2 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.