Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 17

Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 17
Skíða- lönd við Reykja- vík llm sjö eða átta lyftur að ræða í Bláfjöllum Unnendur vetraríþrótta í Reykjavík nota hverja frístund til aft' iðka þessar íþróttir með- an snjór og færi gefst. Nokkur góð skíðalönd eru í nágrenni borgarinnar og fékk F.V. upp- lýsingar hjá Stefáni Kristjáns- syni, íþróttafulltrúa Reykjavík- ur um aðstöðu til iðkana vetr- aríþrótta í þessum skíðalönd- um. í Bláfjöllum standa nokkur bæjar- og sveitarfélög að upp- byggingu svæðisins, en það eru Reykjavík, Kópavogur, Sel- tjarnarnes og Selvogshreppur. Þau reka þar 3 skíðalyftur, en alls eru á svæðinu 7—8 skíða- lyftur, því ýmis skíðafélög hafa þar rekstur. Lyfturnar á Bláfjallasvæðinu eru opnar virka daga frá kl. 13.00—21.00, nema á þriðju- dögum og fimmtudögum er op- ið til kl. 22.00. Á laugardögum og sunnudögum er opið frá kl. 10.00—18.00. Skíðabrekkurnar eru upplýstar. Á næstunni mun koma snjótroðari í Bláfjöll til að troða og jafna brekkur. Einn skáli er í Bláfjöllum, þar sem almenningur getur borðað nesti sitt og haft afdrep. Einnig er hjálparsveit skáta á slysavakt um helgar. Þá er annað skíðaland Reykjavíkur í Hveradölum. Þar er ein skíðalyfta og hún er opin á sama tíma og í Bláfjöllum. í Hveradölum er góður skáli með veitingasölu. SKÍÐALÖND ÍÞRÓTTA- FÉLAGA í nágrenni Kolviðarhóls eiga þi'jú íþróttafélög skíðaskála. Víkingur, Valur og ÍR. Skáli Víkings er nýlega vígður. Þar eru 2—3 skíðalyftur og brekk- ur upplýstar. S'káli ÍR er í Hamragili. Þar er ein togbraut og brekkur eru upplýstar. Val- ur hefur eingöngu skíðaskála á svæðinu. Þá er loks að nefna skíða- land, sem á vaxandi vinsældum að fagna, en það er Skálafell. Þar hafa KR, Iþróttaf. kvenna og skíðadeild Hrannar skála. Þar eru 4—5 mismunandi stór- ar lyftur, sem opnar eru alla virka daga og um helgar, þegar snjór er. Þar er mikill rekstur að sögn Stefáns. Dalvík: Reisa nýja miðstöð stjórn- sýslu Fleiri staðir með svipuð áform Búið er að steypa upp kjall- ara væntanlegrar stjómsýslu- miðstöðvar á Dalvík, en ætlun- in er að bar verði til húsa ýms- ar skrifstofiur og þjónustustofn- anir, svo sem skrifstofur bæjar- ins, fógetaskrifstofan, afgreiðsla Sparisjóðs Svarfdæla, verka- lýðsfélög, útgerðaraðilar o. fl. Stjórnsýslumiðstöðinni var val inn staður á túninu fyrir sunn- an Kaupfélag Eyfirðinga á Dal- vík og er stöðin 640 fermetrar að grunnfleti. Verður húsið á þremur hæð- um og er heildarflatarmál hennar áætlað 2300 fermetrar. Kostnaður við að steypa upp kjallarann var um 18 milljónir króna og eru það Dalvíkurbær og Sparisjóður Svarfdæla sem eru eignaraðilar að þeim hluta verksins sem lokið er. ÓVISSA UM FJÁRMÖGNUN Hilmar Daníelsson, forseti bæjarstjórnar á Dalvík sagði í viðtali við Frjálsa verslun, að enn væri ekki ljóst hvernig heildarverkið yrði fjármagnað. í byrjun hefðu heimamenn ver- ið bjartsýnir um að fá lán úr Byggðasjóði til verksins, en lánsbeiðninni hefði verið hafn- að. En þrátt fyrir daufar undir- tektir Byggðasjóðs réðust Dal- víkingar í verkið, enda er hús- næðisskortur fyrir skrifstofur og þjónustustofnanir mjög mik- ill á staðnum. Sagði Hilmar, að FV 2 1076 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.