Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 18
Frá Dalvíkurkaupstað.
Dalvíkingar teldu stjórnsýslu-
miðstöð mjög hagkvæma lausn
fyrir hinn almenna borgara og
ekki síður fyrir þá sem hafa á
höndum hina ýmsu þjónustu-
starfsemi. í stjórnsýslumiðstöð
fær viðskiptavinurinn hina
ýmsu þjónustu á sama stað og
þeir sem hafa aðstöðu í mið-
stöðinni geta sameinast um
marga rekstrarþætti.
í stjórnsýslustöðinni er gert
ráð fyrir að verði sameiginleg-
ur fundarsalur, sem jafnframt
verður dómssalur. Þá verður
þar sameiginleg skrifstofuþjón-
usta og símaþjónusta, sem rek-
in verður annað hvort í tengsl-
um við bókhaldsþjónustuna eða
bæjarskrifstofuna. Hugmyndin
er sú að þjónustan nái til póst-
þjónustu, bankaþjónustu og af-
greiðsluþjónustu fyrir einstaka
aðila. Einnig er stefnt að því
að tekin verði upp samræmd
þjónusta um reikningsfærslu,
sem allir geti nýtt sér. Þá verð-
ur í húsinu eldtraust skjala-
geymsla og möguleiki að fela
skrifstofuþjónustu umsjón með
skjalavörslu.
SVIPUÐ ÁFORM VÍÐAR
Dalvík er eini staðurinn úti
á landsbyggðinni sem hefur
hafið byggingu stjórnsýslumið-
stöðvar, en ýmsir fleiri staðir
svo sem ísafjörður, Húsavík og
Siglufjörður hafa áhuga á
byggingu slíkra stöðva og
reyndar var það ísafjörður sem
fyrstur hreyfði við hugmynd-
inni þó enn hafi ekkert orðið
úr framkvæmdum þar.
Hilmar Daníelsson, forseti bæj-
arstjórnar.
Bygging stjórnsýslumið-
stöðva er í samræmi við hug-
myndir landshlutasamtaka
sveitarfélaga um mögulegar
leiðir til örvunar tilfærslu á
þjónustustarfsemi út á land
og tii eflingar þeirrar þjónustu-
starfsemi sem fyrir er. í fram-
haldi af þessu hefur Fjórðungs-
samband Norðlendinga leitað
eftir því við Framkvæmda-
stofnun ríkisins að gerð verði
áætlun um þörfina fyrir stjórn-
sýslumiðstöðvar í samstarfi við
viðkomandi sveitarfélög.
Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga, sagði í
viðtali við F.V., að ein megin
orsök byggðaröskunar væri sú,
að dreifbýlið hefði setið eftir
um aukningu mannafla í þjón-
ustugreinum. Þróttmikið at-
vinnulíf krefðist aukinna þjón-
ustustarfa á öllum sviðum og
það skipti miklu máli fyrir
byggðaþróunina, að sá atvinnu-
auki sem fylgir aukinni þjón-
ustuþörf félli til í byggðarlög-
unum eða nágrenni þeirra. Séu
þessi skilyrði ekki fyrir hendi
þurfa heimamenn með ærnum
kostnaði að leita annað með
fyrirgreiðslu. Því væri ekkert
vafamál, að í nútímaþjóðfélagi
gæti staðsetning þjónustustarf-
semi hreinlega ‘haft áhrif á það
hvar fólk vill búa og þá um
leið hvar heppilegt er að reka
framleiðslufyrirtækin.
EFLING FRAMLEIÐSLU-
BYGGÐALAGA
— Uppbygging stjórnsýslu-
miðstöðva er liður í skipulags-
bundnu starfi til að efla fram-
leiðslubyggðalögin og sporna
gegn efnahagslegri skiptingu
þjóðfélagsins í framleiðslu-
byggðalög og þjónustukjarna,
sagði Áskell. Síðan vék hann
að því að sú stefnubreyting
hefði orðið nú, að áætluð væri
aukin dreifing á ýmiss konar
þjónustu í þjóðfélaginu og einn-
ig á ýmsum þáttum stjórn-
sýslu. Því hlyti sú spurning að
vakna með hvaða hætti mætti
koma þessari nýskipan á með
sem mestri hagkvæmni og án
þess að efnt væri til of mikils
kostnaðar.
Auk þess nefndi Áskell, að
nú hefðu 23 heildsölufyrirtæki
í Reykjavík stofnað með sér
samstarfsfyrirtækið Heild hf.
og með því komið upp sam-
starfi á flestum sviðum skrif-
stofuþjónustu. Nefndar hafa
verið háar tölur um sparnað
þessara fyrirtækja. í ljós hef-
ur komið, að með samstarfi
þessu hefur skapast möguleiki
til að taka upp nýja tækni, sem
engin skilyrði voru fyrir meðan
fyrirtækin störfuðu sitt í hvoru
horni. Við athugun hefur kom-
ið í Ijós, að margt í þessum
rekstri má staðfæra fyrir al-
menna þjónustustarfsemi úti í
dreifbýlinu. Sagði Áskell, að
öll þessi atriði styddu þá skoð-
un, að stjórnsýslumiðstöðvar
væru hentug lausn fyrir
byggðakjarna úti á landi.
18
FV 2 1976