Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 20

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 20
GETA EKKI FJÁRMAGNAÐ LAGERINN En af hverju hafa viskífram- leiðendur í Skotlandi minnkað framleiðsluna úr því að þeir geta búizt við bærilegri sölu- aukningu á heimsmarkaði? Svarið er einfaldlega það, að framleiðendurnir eiga í erfið- leikum með að fjármagna birgðahald. Orsakir þessa eru verðbólga, háir vextir, hráefn- iskostnaður og efnahagsörðug- leikar í helztu markaðslöndum. Viskíið, sem framleitt var í fyrra, fer ekki til neytenda fyrr en eftir að meðaltali sex ár. Á meðan verður að geyma lager- inn og fjármagna hann. Um þessar mundir nema viskí- birgðir í Skotlandi rúmlega einum milljarði gallona, sem eru metnar á 2,5 milljarða sterlingspunda. Framleiðendur hafa af þessum sökum fallið frá hugmyndum um að auka birgð- ir á þessu ári. Ekki eru allir á einu máli um að viskíþurrð sé framund- an. Distillers Company, sem framleiðir sex af hverjum tíu seldum flöskum af Skota í heiminum, segist hafa framleitt meira viskí undanfarið en spá- menn hafi talið nauðsynlegt. Þetta var gert sem varúðarráð- kosið þessa erfiðu tima til að þrengja að framleiðslunni á heimamarkaði. í síðasta fjár- lagafrumvarpi var 64 pensum bætt við gjöld ríkisins á hverri flösku af Skota, þannig að sam- anlagt eru þau nú £2.57. VAXTALAUS LÁN TIL RÍKISINS Bróðurpartinn af þessu gjaldi verða framleiðendur að greiða um leið og þeir selja viskíið. Síðan þurfa þeir að bíða í rúm- lega sex vikur áður en þeir fá endurgreiðslu frá smásalanum. Talsmenn framleiðenda halda því fram, að með þessum hætti veiti viskíframleiðendur ríkis- stjóminni að staðaldri vaxta- laus lán að upphæð 60—100 milljón sterlingspund. Undir þessu verða framleiðendur að standa óstuddir og því hefur framleiðsluskerðingin orðið miklu meiri en ella hefði þurft að vera. STYTTUR VINNUDAGUR Afleiðing þessa er einnig sú, að í sumum verksmiðjunum hefur vinnudagurinn verið styttur og þannig hefur vinna minnkað hjá þeim 24 þúsund starfsmönnum, sem viskífram- leiðsluna stunda, og ennfremur þeim 10 þúsund, er starfa við hliðargreinar ýmsar í Skot- landi. Þessi árátta brezku stjórnarinnar til að nota þessa Víða um lönd hefur verðið á viskíflösk- unni verið hækkað mikið að undan- förn'u til að drýgja gjald- heimtu hins opinbera í efnahags- kreppunni. Viskí- bruggun í fullum gangi. Eftir nokkur ár verður þessi vökvi kominn á markað í skrautleg- um flösk- um. Þangað til þarf mikið fé til að fjármagna birgða- haldið. stöfun gegn óvæntum sam- drætti í framleiðslu síðar meir. Af þessari ástæðu segist fyr- irtækið geta hægt á bruggun nýs viskís í ár þó að langtíma söluáætlanir standi óbreyttar. Þessi samdráttur yrði að fara fram í þrjú eða fjögur ár áður en áhrifa hans gætti að ein- hverju marki. Framleiðendum þykir heldur kaldhæðnislegt, að brezka stjórnin, sem nýtur góðs af sölu Skotans með tekjum af skött- um og öðrum álögum, hefur FV 2 1976 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.