Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 25
þá hafa stjórnvöld verið knú- in til þess að grípa inn í mynd- ina. Með afskiptum af verð- lagningu landbúnaðarafurða hafa stjórnvöld haft áhrif á það, hversu margir stunda landbúnaðarstörf á hverjum tíma og hvaða landbúnaðaraf- urðir eru framleiddar og í hve miklu magni. Óhætt mun að fullyrða, að hérlendis hafa stjórnvöld, með afskiptum af verðlagningu landbúnaðaraf- urða, og að vísu einnig með lánastarfsemi, haft veruleg á- hrif á þessi atriði. Spurningin er, hvort þessi afskipti, þegar vitað er að þau stríða gegn þeim lögmálum sem ráða land- búnaðarframleiðslunni, séu ekki orðin til verulegs skaða fyrir bændur og þjóðarheild- ina. • Verðmyndun land- búnaðarafurða hérlendis og erlendis. Þau tvö lögmál sem áður voru nefnd hafa valdið því, að bæði hér og erlendis hefur vinnandi fólki við landbúnað fælckað stórlega. Sem dæmi um þessa fækkun hérlendis má nefna, að á árinu 1860 var nær 80% þjóðarinnar tengt störf- um í landbúnaði, en einni öld síðar, árið 1960, starfaði um 14% í landbúnaði. Frá árinu 1960 hefur enn orðið veruleg fækkun, bæði bein og hlut- fallsleg. Til þess að draga úr þessari fækkun starfandi fólks í landbúnaði, vegna þess að auknar tekjur almennings fara í hlutfallslega minna mæli til neyzlu landbúnaðarafurða, og vega á móti þeirri lækkun afurðaverðs, sem líkleg er með aukinni framleiðni, hefur að- allega verið beitt fimm aðferð- um bæði hér og erlendis. í fyrsta lagi hefur verið reynt að bæta tekjur sumra bænda með styrkjum og gjöf- um. I öðru lagi hefur verið reynt að örva neyzlu land- búnaðarvara en jafnframt hafa stjórnvöid eytt miklu fé í rannsóknir og tækniframfarir í iandbúnaði og þannig við- haldið og aukið vandann. í þriðja lagi hefur verið reynt að takmarka það land, sem nýta má til landbúnaðarfram- leiðslu og þannig hækka verð- ið með því að draga úr fram- leiðslunni. í fjórða lagi hafa stjórnvöld í sumum löndum hlutast til um verðmyndun landbúnaðarvara með því að kaupa og selja ákveðið magn af landbúnaðarvörum á hverj- um tíma. Þessi stefna hefur yf- irleitt leitt til mikillar birgða- söfnunar landbúnaðarvara í eigu opinberra aðila, sem síðan hefur þurft að losna við með öðrum hætti. f fimmta og síð- asta lagi má nefna niður- greiðsluaðferðina, en hún byggist á því að lækka verð til neytenda og örva þannig framleiðsluna, en greiða bænd- um hærra verð. Niðurgreiðsl- urnar brúa þannig bilið á milli framleiðslu-, vinnslu- og dreif- ingarkostnaðar og verðsins til neytenda. • Stefnan hérlendis. í heild má segja, að aðal- einkenni stefnunnar í landbún- aðarmálum og verðlagningu landbúnaðarafurða hérlendis séu þessi: • 1. Innflutningur þeirra land- búnaðarafurða, sem fram- leiddar eru innanlands er bannaður eða háður leyfum. • 2. Niðurgreiðslur fram- leiðslu-, vinnslu- og dreif- ingarkostnaðar eru veru- legar. • 3. Fjárfestingarlán, rekstrar- lán og styrkir til land- búnaðar eru landbúnaði hagstæð, miðað við aðra atvinnuvegi. • 4. Útflutningsuppbætur eru greiddar á útfluttar land- brúnaðarafurðir. • 5. Neyzla landbúnaðaraf- urða er örvuð og rann- sóknir í þágu landbún- aðar verulega styrktar af opinberu fé. Málefni landbúnaðar og verðmyndun landbúnaðaraf- urða hefur verið undir vaxandi gagnrýni á undanförnum árum. Þessar umræður hafa á marg- an hátt farið út í öfgar, t. d. verðsamanburð milli landa, sem ávallt hlýtur að vera vafasamur. Hinu er ekki að leyna, að þungamiðja þessara umræðna hefur verið þær öfg- ar, sem orðnar eru í niður- greiðslum. Því er deilt um í hvers þágu þær séu: hverjum sé mestur hagur af niður- greiðslum? • IMiðurgreiðslur. Þrennu er aðallega haldið fram í þessu sambandi: • 1. Niðurgreiðslur eru tæki stjórnvalda til þess að hafa áhrif á verðlag. • 2. Niðurgreiðslur lækka bú- vöruverð til neytenda og eru því í þeirra þágu. • 3. Niðurgreiðslur greiða nið- ur framleiðslukostnað bú- vara og örva framleiðslu FV 2 1976 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.