Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 33

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 33
fyrir veitingu meistarabréfs." — Er stefnt að því að gera byggingariðnaðinn að framleiðsluiðnaði? — Það ber að stefna að því að byggingariðnaðurinn verði framleiðsluiðnaður, en til þess að svo megi verða þarf í fyrsta lagi að tryggja reglu- bundnar úthlutanir á lóðum í öðru lagi yrði fjármagn til byggingastarfsemi að vera ör- uggara og í þriðja lagi má segja að þeir sem starfa í byggingariðnaði séu allt of margir. Framkvæmdaaðilar þyrftu að renna saman í stærri beildir og einnig ætti að stækka framleiðslueiningar og auka tæknivæðingu. — Hvað starfa mörg prósent vinnandi manna í landinu að byggingariðnaði? — Eftir því sem mér er kunnugt störfuðu árið 1973 12% manna að byggingariðn- aði. Það eru 10083 manns. Nýrri tölur en frá 1973 eru ekki til svo að mér sé kunnugt. — Er mikill munur á að- stöðu byggingarmeistara á Stór-Reykjavíkursvæðinu og úti á landi? — Ég mundi segja að að- stöðumunurinn væri talsverð- ur. Yeðurfar og samgönguerf- iðleikar hafa þar talsverð á- hrif. Flutningskostnaður á efni verður meiri vegna fjarlægðar. Veðurfarið úti á landi er vald- urinn að því, að byggingartím- inn þar er styttri eða oftast maí—nóvember. Húsin eru byggð upp á sumrin og haust- in, en á veturna er unnið inni í húsunum við ýmsar fram- kvæmdir. Búast má við að sums staðar vegi þessi að- stöðumunur ekki mikið, þegar til lengdar lætur. — Hefur LI látið tollamálin til sín taka: Þarf ekki að opna íslenzkum iðnaði Ieið fyrir er- Icndri samkeppni? — Gengi íslenzku krónunn- ar hefur markast við afkomu sjávarútvegsins, og þess vegna hafa hagsmunir annarra at- vinnugreina orðið að sitja á hakanum. Stjórnvöld hafa svarað rangri gengisskráningu iðnaðarins með tollum og inn- flutningshöftum. Einmitt þetta hefur einangrað íslenzkan iðn- að fyrir erlendri samkeppni og skert útflutningsmöguleika hans. Tollvernd eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi hefur fyrst og fremst verið not- uð sem leiðrétting á rangri gengisskráningu krónunnar. Við inngönguna í EFTA og með samningunum við EBE var tekin ný stefna í tollamál- um. Nauðsynlegt er að finna einhverja þá lausn á málefn- um iðnaðarins, sem styrkir stöðu hans í vaxandi sam- keppni við erlenda aðila, þeg- ar tollar eru smám saman felldir niður. Það er gott að íslenzkum iðnaði sé opnuð leið inn á erlenda markaði og auk- in samkeppni stuðlar að bættri nýtingu framleiðsluþátta. Rík- isvaldið verður að styðja við bakið á iðnaðinum meðan hann er að aðlagast breyttum að- stæðum. Á þessu hefur hins vegar orðið misbrestur á mörgum sviðum. — Að lokum, hver eru helztu verkefni LI? — f samvinnu við Hagstof- una og Þjóðhagsstofnunina á- samt Félagi ísl. iðnrekenda höfum við unnið að því að gera heildarmynd af hagtölu- gerð fyrir iðnaðinn. Með þessu móti getum við gefið okkur gleggri mynd af stöðu iðnað- arins. Einnig höfum við verið að skoða stöðu húsgagnaiðnaðar- ins, ásamt félagi ísl. iðnrek- enda og samkeppnisstöðu þeirrar greinar við erlend inn- flutt húsgögn. Þá hefur UNIDO, iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna veitt okk- ur tækniaðstoð varðandi málm- iðnaðinn. Landssamband iðnað- armanna hefur mikinn áhuga á að koma á fót samstarfshóp í byggingariðnaði til að reyna að brúa bilið milli framboðs og eftirspurnar eftir íbúðar- húsnæði. Við báðar aðalinn- keyrslur til Akureyrar eru benzín- stöðvar: Krókeyrarstöðin - Veganesti með fjölbreytt úrval af ferða- vörum: • HEITAR PYLSUR • ÍSRÉTTIR • ÍS • SÆLGÆTI • KEX • NIÐURSUÐU- VÖRUR Benzínstöðvarnar bjóða: • GASFYLLINGAR • HITUNARTÆKI • TOPPGRINDUR • TOPPGRINDAR- POKA ESSO-nesti Akureyri FV 2 1976 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.