Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 41

Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 41
Smári hf. á Akureyri: Selur fjögurra herbergja íbúðir á verði sem er 26% undir byggingarvísitölu Rætt við framkvæmdastjórann, Tryggva Pálsson Síðastliðin tvö ár hefur fyrirtækið Smári h.f. á Akureyri náð umtalsverðuni árangri til lækk- unar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis og sem dæmi má nefna að 4 herbergja íbúðir, sem fyrir- tækið selur fullfrágengnar til afhendingar á miðju næsta sumri, kosta aðeins kr. 4.900.000, sem er 26% undir byggingarvísitölunni eins og hún var 1. nóv. sl. Margir byggingaraðilar og framámenn byggingarmála á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa lagt Ieið sína til Akureyrar til þess að skoða og kynna sér aðferðir Smára h.f. við þessa uppbyggingu og hafa nú þegar nokkrir aðilar tekið sams konar steypumót í notkun og Smári notar og nokkrir ætla að taka slík mót í notkun nú í vor. Eitt fjölbýlishúsið, sem Smári hf. er með í byggingu á Akureyri. Frjáls verslun hafði nýlega tal af framkvæmdastjóra Smár- ans, Tryggva Pálssyni, og innti hann nánar eftir þeim leiðum, sem fyrirtækið hefur farið til þess að halda byggingarverði jafn mikið niðri og áður segir. BYRJUÐU ÁRIÐ 1968. — Það var fyrst árið 1968 að við byrjuðum að byggja íbúðir til endursölu, sagði Tryggvi. — Þá voru þessar framkvæmdir í svo litlum mæli að ekki reyndist kleift að byggja á verði undir bygg- ingarvísitölu. Og þó notuðum við strax ný steypumót sem voru bylting frá hinni hefð- bundnu aðferð með borðum. NOTUÐU BREIÐFJÖRÐSMÓT Við notuðum hin svokölluðu Breiðfjörðsmót, klædd með krossviði, en þau mót eru eins og kunnugt er íslensk uppfinn- ing. Þessi mót notuðum við fram til ársins 1974. Fyrstu fjögur árin sem við störfuðum byggðum við eingöngu einnar hæðar raðhús, en árið 1972 byrjuðum við á okkar fyrsta fjölbýlishúsi og þá kom strax í ljós sú nauðsyn að beita fljót- virkari aðferðum við uppbygg- inguna. KYNNTU SÉR NÝJAR AÐFERÐIR Þetta fyrsta fjölbýlishús okk- ar var í smíðum í tvö ár, og var sá tími notaður til endur- skipulagningar. Við kynntum okkur nýjar aðferðir og þau steypumót sem við notum nú eru árangur þeirrar endurskipu- lagningar og langrar leitar að bestu steypumótunum. Mótin sem við völdum hafa það fram yfir mörg önnur að ekkert tengi gengur gegnum veggi utan tengja niður við gólf, og áfastir vinnupallar eru á þeim. Eftir að hafa steypt upp tvö fjöl- býlishús í þessum mótum erum við komnir með vinnueiningu á hvern fermetra niður í um það bil 1 klukkustund og er þá meðtalið uppsetning, steypu- vinna, frátekt og hreinsun, en hreinsunarkostnaður sem verið hefur all verulegur hverfur nú svo til alveg. Uppsteypa á þess- um 30 íbúða fjölbýlishúsum sem við höfum byggt undan- farin tvö ár hefur tekið okkur um 60-70 daga með um 15 mönnum, og eru þar af 6 tré- smiðir auk verkstjóra. Við vor- um mikið búnir að kynna okk- ur forsteyptar einingar með það í huga að lækka byggingar- kostnaöinn, en þegar svo af- kastamikil mót eru fáanleg og FV 2 1976 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.