Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 45
Akureyri:
Byggingarfyrirtækin smíða og
selja raðhús til einstaklinga
Fjögur fyrirtæki starfa nú að raðhúsasmíði og hið fimmta
er að bætast í hópinn
Á liöfuðborgarsvæ'ðinu mun Iítið scm ekkert vera gert af bví að byggingarfyrirtæki smíði rað-
hús til sölu á frjálsum markaði. Ef menn vilja eignast íbúð í raðhúsi liafa þeir orðið að finna sér
sjálfir aðila til þess að byggja með, eða stofna byggingarfélög til þess að koma húsinu upp. Á
Akureyri hefur hins vegar annar háttur verið hafður á. Þar hafa byggingarfyrirtæki ráðist í smíði
raðhúsa og almenningi verið gefinn kostur á að kaupa íbúðir í þeim, ýmist á fokheldu stigi eða
fullfrágengnar. Hefur þetta mælst vel fyrir og sala íbúða í raðhúsum yfirleitt gengið vel.
Byggingarfyrirtækin á Akureyri veita mönnum valkosti við kaup
á íbúðarhúsnæði. Þau hafa raðhúsaíbúðir á boðstólum ekki síður
en hlokkaríbúðir.
Alls fjögur byggingarfyrir-
tæki á Akureyri smíða raðhús
og það fimmta er að bætast í
hópinn. Fyrirtæki þessi eru Hí-
býli, Pan, Jón Gíslason og
Börkur, en Aðalgeir og Viðar
s.f. eru að bætast í hópinn.
Frjáls verslun hafði samband
við Hörð Túliníus hjá fyrirtæk-
inu Híbýli og innti hann nánar
eftir raðhúsasmíði í bænum, Hí-
býli h.f. var stofnað árið 1970
og hóf þá strax smíði raðhúsa
og er nú búið að reisa 9 rað-
húsalengjur með alls 79 íbúð-
um.
MIKILL ÁIIUGI Á RAÐ-
HÚSUM
Hörður sagði að áhugi fólks
á Akureyri fyrir raðhúsum væri
mjög mikill. Höfuðástæðurnar
fyrir því væru trúlega tvær.
Annars vegar það að í raðhúsi
væri hver íbúð alveg sjálfstæð
eining og ekkert er þar sam-
eiginlegt með öðrum sem í rað-
húsinu búa, og hins vegar það
að verðmunur á íbúð í blokk
og íbúð í raðhúsi hefur ekki
verið svo ýkja mikill.
— Á síðasta ári seldi t. d.
Híbýli Akureyrarbæ fjórar
íbúðir að stærð 82 m2 á föstu
verði fyrir 4.4 milljónir, full-
frágengnar. Á sama tíma voru
seldar íbúðir í blokk að svip-
aðri stærð á 4-4.2 milljónir
króna, sagði Hörður.
Síðan vék Hörður að því að
þótt sala raðhúsanna gengi vel
væri þrautin þyngiú að fjár-
magna byggingarfyrirtæki í
dag.
BREYTA ÞARF LÁNA-
KERFI
— Það er liðin sú tið að fólk
lét vinna án afláts án þess að
gera sér grein fyrir kostnaðin-
um. Þá var hægt að fara í lána-
stofnanir eftir á og verða sér
úti um fjármagn, sagði Hörður.
— En nú þarf fólk að gera sér
fyrst grein fyrir því hvað hlut-
irnir kosta og haga sínum segl-
um samkvæmt því. Þetta hefur
orðið til þess að auka mikið
eftirspurnina eftir minni íbúð-
um. Ef þessu heldur áfram á
hlutfallið milli stærða íbúða í
byggingu eftir að raskast veru-
lega. Það eina sem getur stopp-
að þessa þróun er að lánakerfi
þess opinbera breytist til batn-
aðar þannig að ekki verði sama
lánsfjárupphæð til lítilla og
stórra íbúða eins og gert er í
dag.
— En þótt um litlar íbúðir
sé að ræða er oft erfitt að ná
inn fjármagninu sem við höfum
lagt í þær og eigum við að öllu
jöfnu mikið fjármagn útistand-
andi. Það sem hefur bjargað
okkur er fyrst og fremst góður
mannskapur. Híbýli er með
milli 25 og 30 starfsmenn og
allt eru það úrvals menn.
FV 2 1976
45