Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 48

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 48
Samtiðarmaður IVtagnús Jensson, byggingarmeistari: „l\leð samræmdum aðgerðum mætti lækka byggingarkostnað um 25%” Fyrirgreiðsla sveitarfélaga við loðarúthlutnanir þarf að batna og tryggja þarf fjármagn til að auka byggingarhraðann I röðum byggingarmanna á íslandi er“u margir dugnaðarmenn, sem hafa sýnt það með atorku sinni að þeir eru færir um að leysa af hendi með prýði vandasöm verkefni á sínu sérsviði og það við erfið- ustu skilyrði. Þessir menn hafa átt drjúgan þátt í þeirri þróun að íslendingar búa þegar á heildina er litið mjög vel, þannig að eftir því er tekið af hálfu gesta erlendis frá, er miða ástandið í húsnæð- ismálum hér við aðstæður, sem þeir hafa kynnzt í heimalandi sínu eða annars staðar. Magnús Jensson er einn af eigendum Miðáss-Miðafls. Þeir félagar byrjuðu að byggja saman 1967 og liafa byggt og selt hátt á annað hundrað íbúðir. Magnús G. Jensson, bygging- armeistari í Reykjavík, er einn þeirra manna, sem hafa byggt mismunandi stór íbúðarhús til sölu á undanförnum árum i samvinnu við fleiri stéttar- bræður sína. Magnús á nú sæti í skipulagsnefnd Reykjavíkur og þótti því kjörið að ræða við hann um málefni byggingariðn- aðarins og skipulagsmálin, sem hafa augljóslega mikil áhrif á byggingarstarfsemina. Magnús Jensson byrjaði 14 ára gamall að starfa á trésmíða- verkstæði hjá Guðmundi Guð- mundssyni í Víði en ári síðar réðst hann til Almenna bygg- ingarfélagsins á verkstæði, en hóf svo nám í trésmiði 16 ára gamall. Magn.ús fékk meistara- réttindi 1956 og hefur unnið við húsbyggingar meira og minna síðan. Hann er nú einn af eig- endum byggingarfélaganna Miðáss og Miðafls. Við vikum í upphafi samtals okkar við Magnús að viðhorf- unum í byggingariðnaðinum á líðandi stund: F.V. — Um all Iangan tíma hafa heyrzt spár 'um yfirvof- andi atvinnuleysi í byggingar- iðnaðinum, sem ekki hafa reynzt réttar. Hvernig er á- standið að þessu leyti nú og hvað kann að gerast á næstu mánuðum? M.J.: — Það fer ekki á milli mála, að atvinnuleysi er þegar fyrir hendi í byggingariðnað- inum. Það eru mörg ár síðan að trésmiðir og múrarar hafa far- ið á atvinnuleysisskrá fyrir ára- mót. Þetta gerðist hins vegar nú og eru nú á milli 30 og 40 í hvorri stétt skráðir atvinnu- lausir. Stirð og erfið veðrátta 48 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.