Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 52
F.V.: — Telur þú, að íbúðir,
sem byggingarmeistarar ætia
að hefja framkvæmdir við á
þessu ári, muni reynast auðselj-
anlegar þegar þar að kem'ur?
M.J.: — Við erum í öldudal
núna og ég er ekki viss um að
við séum á uppleið enn. Ég er
núna að skila af mér háhýsi
sem tók rúmt ár að selja. Ann-
að háhýsi, sem ég byggði þar
á undan seldist á einum mán-
uði og hið fyrra á sjö dögum.
Þetta segir sína sögu.
Það kemur varla annað til
greina en að lengja greiðslu-
tímann en það þýðir aftur
á móti að eitthvað dregur
úr byggingarhraðanum. Það
getur enginn fjármagnað heilt
fjölbýlishús úr eigin vasa.
Meira verður að koma til. Lána-
fyrirkomulag er mjög ótryggt.
Þá á ég fyrst og fremst við hús-
næðismálastjórnarlán. Menn
renna alltaf blint í sjóinn með
afgreiðslutímann á því. Þetta er
eins og hvert annað fjárhættu-
spil.
Við höíðum t.d. síðasta há-
hýsið okkar fokhelt í febrúar i
fyrra. Við áttum hins vegar að
skila af okku'- fyrir áramótin
en fengum lánin í október-nóv-
ember. Það var ekki komin
króna í lán á níu hæða blokk
um það leyti sem við vorum að
skila af okkur. Við urðum auð-
vitað að hægja ferðina nokkuð
og sums staðar urðum við á
eftir áætlun.
Það kemur sér þess vegna
mjög ilia, þegar fólkið fær ekki
lánin fyrr en seint og síðar
meir, því að mjög fáir eru í
þeirri aðstöðu að geta brúað
bilið með öðrum ráðum.
Lífeyrissjóðirnir eru aftur á
móti orðnir svo sterkir allflest-
ir að fólk, sem kaupir af manni,
fær lán úr þeim um leið.
F.V.: — Þegar minnzt er á
fjárfestingu almennings í í-
búðarhúsnæði fer ekki hjá því
að upp rifjist cndurteknar ’um-
ræður um að byggingarkostn-
aður þurfi að lækka. Er einhver
sjáanleg leið til að ná því
marki, sem allir virðast sam-
mála um að þurfi að stefna að?
M.J.: — Ef sveitarfélögin
gera áætlanir um lóðaúthlutan-
ir þannig að tiltækar séu upp-
lýsingar fyrir byggingaraðila
um hvað mikið þeir geti fengið
af lóðum, hvar og hvenær, má
lækka byggingarkostnað veru-
lega.
Þetta fyrirkomulag gerði ít-
arlega áætlunargerð mögulega.
Mannaráðningar réðust af
henni og skipulag framkvæmd-
anna kæmist í fastara form.
Byggingartíminn myndi þar ai
leiðandi styttast og byggingar-
kostnaðurinn lækka um leið.
Það fer ekki á milli mála.
Þarna er á ferðinni stjórnun-
aratriði af hálfu hins opinbera,
sem byggingarmeistarar ráða
ekki við.
í sambandi við umræður um
háan byggingarkostnað er á-
stæða til að rifja upp þátt ríkis-
ins í íbúðarhúsabyggingum.
Ríkisvaldið er stærsti bygging-
araðilinn hér á landi og þar á
ég við framkvæmdanefnd bygg-
ingaáætlunar og verkamanna-
bústaði. Ég fæ ekki séð að ríkið
hafi byggt ódýrar en einka-
framtakið, þó að því hafi ekki
verið veitt sambærileg kjör
með ómældum lóðum og ó-
mældu fjármagni. Við höfum
ekki fengið að spreyta okkur á
þeim grundvelli.
í Breiðholti I vorum við
byggingarmeistararnir með
okkar íbúðir á nákvæmlega
sama verði og framkvæmda-
nefndin, en ég tel, að við höfum
verið einum flokk ofar í gæð-
um. Það var viðurkennt, að hús
framkvæmdanefndar héldu
ekki vatni og vindi.
Til viðbótar betri fyrir-
greiðslu sveitarfélaganna með
lóðaúthlutunum þarf ennfrem-
ur að koma til tryggt fjármagn
til að auka byggingarhraðann.
Þar með yrði meira framleitt
yfir árfð á lægra verði,
Ég þori að fullyrða, að með
samræmdum aðgerðum af
þessu tagi mætti lækka bygg-
ingarkostnað um 25% frá því
sem hann er nú.
F.V.: — Nýleg úttekt á bygg-
ingariðnaðinum og skýrsla
Rannsóknarráðs um hana hefur
verið mikið rædd opinberlega
einkanlega vissir þættir henn-
ar. Hvert er þitt álit á niður-
stöðunum og þessum umræð-
um, sem fylgt hafa á eftir?
M.J.: — Það vill nú oft verða
svo, að þegar skipað er í nýja
nefnd gleymist þeir, sem vinna
að viðkomandi verkefnum.
Þannig var um þessa nefnd,
sem átti að gera úttekt á bygg-
ingariðnaðinum. Byggingar-
mennirnir gleymdust. Vegna
mótmæla eftir á var þó gerð
nokkur bragarbót þarna á.
Mitt álit er, að þegar svona
nefnd standi upp frá störfum
sé útkoman akkúrat einskis
virði. Þegar gleymist að kalla
þá til samstarfs í svona nefnd,
sem hafa raunhæfast mat á
vandkvæðunum og því, sem af-
lögu fer, er ekki hægt að taka
mark á niðurstöðunum. Þetta
var eins og að skipa múrara til
að rannsaka sjóslys.
í umræðunum, sem eftir
fylgdu var svo til eingöngu ráð-
izt á byggingarmeístarana eins
og við var að búast eftir þessa
furðulegu aðferð við skipun
nefndarinnar. Hlutur arkitekta
og verkfræðinga hefur t.d.
gleymzt. Það er talað um upp-
mælingartaxtana og afhverju
þeir lækki ekki vegna endur-
tekningar í verkinu. En hefur
einhver spurt, hvað arkitektar
slái af, þegar byggð eru mörg
hús eftir sömu teikningum.
Hvað lækkar taxtinn hjá verk-
fræðingum? Sáralítið. Á það er
sjaldnast minnzt, því að full-
trúar þessara stétta eru yfir-
leitt í nefndunum og standa að
niðurstöðunum.
F.V.: — Er samt ekki gagn-
rýnin á uppmælingartaxtana
réttmæt og þurfa þeir ekki
nauðsynlega að breytast í sam-
ræmi við breyttar starfsaðferð-
ir og aukna hagkvæmni í bygg-
ingarframkvæmdum?
M.J.: — Ég fellst fullkomlega
á það. Iðnaðarstéttirnar hafa
engan veginn fylgzt nógu vel
með. Sem dæmi get ég nefnt,
að þótt byggingarkrani sé sett-
ur upp á byggingarstað og allt
efni híft upp með honum verð-
ur kostnaður við handlang hjá
múrurum alveg hinn sami. Fyr-
ir tuttugu árum eða svo var
samið við múrara um 35% álag
fyrir handlang ef þeir sáu um
það sjálfir. Þá báru þeir líka
sand og sement upp á bakinu. í
dag er þetta allt hift á staðinn
52
FV 2 1976