Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 57

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 57
vígasta áætlunarleiS á landinu. — Þarna er um að ræða aðeins 35 kílómetra leið, sagði Ást- valdur, — en hæðin á heiðinni er 615 metrar og því mikinn bratta á að sækja. Snjóþyngsl- in eru líka mikil, en einna verst er bleytan. Heiðin dregur til sín mikla úrkomu eins og strandfjöll gera oftast og það verður til þess að vegurinn veðst oft upp og rennur úr honum. BRAUTRYÐJENDUR f FERÐUM SNJÓBÍLA Yfir vetrartímann ryður Vegagerðin heiðina tvisvar í viku, ef ekki er slæmt veður. Þegar mestur er snjórinn laga þeir aðeins til þannig að snjó- bílar komist yfir. Að sögn Ást- valdar er Seyðisfjörður fyrsti staðurinn sem notaði snjóbíl til reglulegra ferða og var braut- ryðjandinn í þessum ferðum Þorbjörn Arnoddsson. En þó snjóbílaferðirnar séu mikið notaðar yfir ófærutímann er ekki um mikinn hagnað að ræða af þessum ferðum. — Far- gjöldin á þessari leið geta aldr- ei orðið það mikil að þetta beri sig, sagði Ástvaldur. — Við höfum tvo menn stöðugt við þetta og yfirleitt höldum við tveimur snjóbílum tilbúmum. Viðhaldskostnaður sl. vetur var um tvær og hálf milljón á 100 ferðum eða um 25 þúsund á ferð, meðan tekjurnar urðu hæstar um 15 þúsund á ferð. LÁG FLUTNINGSGJÖLD Flutningar eru að vísu miklir, bæði á pósti og vörum, en flutningsgjöldin eru svo lág að þau borga ekki einu sinni laun bílstjórans. Mitt álit er það, sagði Ástvaldur, — að þetta verði ekki rekið mikið lenigur sem einkarekstur. Opinberir aðilar hljóta að verða að taka við þessu. NÝLAGNING VEGAR YFIR HEIÐINA NAUÐSYNLEG Um samgöngubætur fyrir staðinn sagði Ástvaldur m.a. — Við viljum láta ljúka við ný- lagningu vegarins yfir heiðina og við viljum láta gera það vel. Það hefur oft gengið illa að sannfæra vegayfirvöld um mik- ilvægi þess að vegur standi vel af sér snjóa. Meginsjónarmiðið við vegalagningu hefur alltaf verið fjárhagsleg hagkvæmni við sjálfa lagninguna. Það er forsenda þess að Ihér sé búandi að hægt sé að halda uppi al- mennilegum samgöngum. Ég býst ekki við að hægt sé að halda vegi opnum allan ársins hring hér. Slíkt verður ekki hægt nema byggt verði yfir veginn og það kostar svimandi upphæðir. Hins vegar má lengja færa tímabilið verulega ef vegurinn er lagður með tilliti ti'l snjóa. Annað atriði sem taka þyrfti til athugunar er útvegun betri snjóbíla. Þessir sem við höfum núna eru ófullkomnir og ekki er neitt betra fáanlegt í heiminum. Við hér hjá Stál sf. treystum okkur til að smíða snjóbíl, sem tæki þessum fram ef við fengjum fé til þess. En það er sjálfsagt of mikil bjart- sýni að vonast til slíks. BAU.TULTÓS A HEIÐINNI Þót.t. leiðin til Egilsstaða sé ekki lömg getur ferðalag þangað með snjóbíl tekið nokkuð lang- an tíma. Ferð með stóra snió- bílnum tekur allt að 5 klukku- stundum ef aðstæður eru erfið- ar. — Það er villugjarnt á heið- inni í mvrkri, sagði Ástvaldur, og nokkrir staðir eru hættu- legir. Nú er búið að setja uop ijósvita á hættulegasta staðn- um á heiðinni, en þar er um að ræða nokurs konar baujuljós, sem blikkar eftir að myrkur er skollið á. Ef þetta gefst vel munum við revna að fá þetta unn á fleiri stöðum. Að lokum vil ég taka bað fram. að það vgeri varla hægt að halda upoi bessum ferðum ef ekki fengjust til bess færir bíistjórar. Nú eru hiá okkur bræður tveir, sem heita Sigurður og Bergur Tóm- assvnir og er það á þeim sem hiti og þungi þessarar starf- semi hvílir, en þeir eru bæði færir og duglegir bílstjórar sagði Ástvaldur. Bæjarmálefni: IVIörg verkefni * a dagskrá Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Það sem helst vakti athygli á Seyðisfirði á sl. ári var ákvörð- un Strandfaraskips landsins í Færeyjum að láta bílaferju sína lenda þar. Þegar Frjáls vcrslun heimsótti Seyðisfjörð fyrir skömmu var bæjarstjórinn þar, Jónas Hallgrímsson fenginn til að ræða stuttlega um tilkomu bílaferjunnar og áhrif hennar á staðnum. — í fyrsta lagi vil ég taka fram, sagði Jónas, að mér þyk- ir ákaflega skemmtilegt að sigl- ingar frá Seyðisfirði skuli vera hafnar á ný, en héðan var beint samband við Evrópu um síð- ustu aldamót. Við höfðum pata af þessum fyrirætlunum færey- inganna í janúar á sl. ári og snérum okkur þá strax til þeirra og buðumst til að taka á móti ferjunni. Um tíma var ó- ljóst 'hvort Seyðisfjörður eða FV 2 1976 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.