Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 59

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 59
Reyðarfjörður yrði fyrir valinu, en færeyingarnir ákváðu þetta og gerðu það ekki fyrr en IV2 mánuði áður en siglingar áttu að hefjast. Seyðisfjarðarkaup- staður lét þá koma upp aðstöðu fyrir ferjuna og ferðamenn. Mér fannst að allir legðu hart að sér til að þetta væri mögu- legt og hér eru líka yfirleitt allir ánægðir með viðskiptin við Smyril fyrsta sumarið. Að vísu getum við ekki sýnt fram á neinn hagnað af þessu, en við munum reyna að auka þjón- ustuna smám saman. Það er að- eins eitt atriði sem við erum ekki alveg ánægð með, sagði Jónas, — og það er tíminn sem ferj'an kemur á. Hún leggur að á laugardagskvöldi og þá er dýrt að halda uppi þjónustu. Þegar sem mest var deilt um höfn fyrir ferjuna var gjarnan bent á það að Fjarðarheiði gæti orðið erfið fyrir bíla með aft- anívagna. Jónas var spurður um það hvað reynsla fyrsta sumarsins hefði sýnt. HEIÐIN ENGINN ÞRÖSK- ULDUR — Reynslan sýndi að heiðin var enginn þröskuldur og allar hrakspár um það urðu að engu, sagði Jónas. Hins vegar þótti mörgum útlendingum það stór- kostleg sjón þegar þeir komu fram á norðurbrún heiðarinnar og horfðu upp á hérað. Mér finnst það ekki svo lítils virði að geta boðið upp á slíkt útsýni. Að sögn Jónasar var sam- vinna við tollgæslu og útlend- ingaeftirlit gott fyrsta sumarið. — Hér var komið upp 50 m2 tollskoðunarhúsi og aðstöðu til bifreiðaskoðunar áður en sigl- ingar hófust, sagði Jíónas. Við ætlum líka að koma upp full- komnu vörugeymsluhúsi þarna, því vöruflutningar með ferj- unni voru að vinna á. Það stendur til að samræma þessa aðstöðu vöruafgreiðslu fyrir Ríkisskip og ætlumst við til að þetta verði komið upp fyrir vorið. En á Seyðisfirði gerist ýmis- legt fleira en að Smyrill lendi þar og var bæjarstjórinn því beðinn að segja frá helstu verk- efnum bæjarsjóðs. Götumynd úr Seyðis- fjarðar- kaupstað. UNDIRBÚNINGUR SJÚKRA- HÚSBYGGINGAR Eitt af þeim verkefnum sem unnið er að núna, sagði Jónias Hallgrímsson bæjarstjóri, er undirbúningur sjúkrahússbygg- ingar. Arkitektateikningar liggja nú fyrir, en Jón Haralds- son teiknaði húsið, og verið er að byrja á tækniteikningum. Við gerum okkur vonir um að fá framkvæmdafé í þetta á næsta ári. Þetta hús á að vera í senn sjúkrahús, heilsugæslu stöð og dvalarheimili fyrir aldraða. Gamla sjúkrahúsið er síðan um aldamót og gott vitni um þann stórhug sem ríkt hefur við byggingu þess, er að nýja sjúkrahúsið mun rúma alveg jafn marga sjúklinga, eða 24. Með tilkomu nýja sjúkra- hússins skapast starfsaðstaða fyrir tvo lækna, en það tel ég skilyrði fyrir svo einangraðan stað sem Seyðisfjörð að hafa læknisþjónustu í lagi sagði Jónr as. Til þess að sýna hve mikið kappsmál sjúkrahúsbyggingin er fyrir kaupstaðinn, þá hefur bæjarstjórn ákveðið að leggja meira fé í þetta en ríkið á þessu ári. GATNAGERÐ FYRIR 26 MILLJÓNIR Á Seyðisfirði er mikiil áhugi fyrir varanlegri gatnagerð og stendur til að framkvæma fyrir 26 milljónir á þessu ári á því sviði, en að sögn Jónasar er framkvæmdin algerlega háð því að nægilegt fé fáist til fram- kvæmdanna. Samgöngumál staðarins eru líka alltaf í brennidepli og sagði Jónas að nú mætti vonast eftir ein- hverri bót þar á. — Á síðasta ári var 3M; km. langur kafli af veginum yfir Fjarðarheiði byggður upp, sagði Jónas og hefur það sýnt sig í vetur að þessi kafli stendur vel af sér snjóa. Á þessu og næsta ári viljum við klára þá 3V2 km. sem eftir eru, en það mun kosta 75 milljónir með byggingu tveggja brúa. VIRKJUNARMÖGULEIKAR í FJARÐARÁ KANNAÐIR Eins og víða annars staðar eru orkumál mikið rædd á Seyðisfirði, og sagði Jónas að staðarbúar hefðu sínar tillögur til úrbóta á því sviði. — Bæj- aryfirvöld hér eru að láta rann- saka Fjarðará hér í Seyðisfirði með tilliti til virkjunar, sagði Jónas. — Okkur sýnist að hag- kvæmasta virkjunarstærðin hér sé 18 megawatta virkjun og án stóriðju er þetta heppileg stærð. Ég vil líka benda á að aldrei verður vatnsþurrð í þessari á. Við teljum að þetta yrði hag- kvæmt fyrirtæki og að full þörf verði fyrir þessa orku á veitusvæðinu þegar byggingu virkjunarinnar yrði lokið. Eins og er skila virkjanirnar á veitu- svæðinu ekki meiri orku en það, að díselrafstöðvar á Seyð- isfirði eyða olíu fyrir rúma eina milljón króna á dag meðan verksmiðjurnar eru í gangi. Skýrslur um rannsóknirnar á Fjarðará verða til á næstunni og þá verður það í hendi Al- þingis að ákveða um framhald- ið, sagði Jónas. FV 2 1976 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.