Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 61

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 61
Þjónusta: Hótel Fjörður — eign Seyðisf jarðar- bæjar Bæjarsjóður Sey'ðisfjarðar á lítið hótel, sem heitir Hótel Fjörður. Þegar Frjáls verslun heimsótti Seyðisfjörð fyrir skömmu var hótelstjórinn, Ingi- björg Kristófersdóttir sótt heim og spurð um starfsemi hótels- ins. — Þetta húsnæði var notað sem eins konar farfuglaheimili áður, sagði Ingibjörg, en þegar bæjarsjóður auglýsti þetta á leigu til hótelreksturs ákvað ég að slá til. Mér fannst það alveg nauðsynlegt að hafa hótel hér á staðnum og það rak á eftir mér að leggja í þetta. Hins vegar var þetta ekki fyrr en í okt. sl. svo ég get lítið sagt um reynslu af rekstrinum. NÝTING SÆMILEG í VETUR Hótelið hefur 5 herbergi með 11 rúmum og sagði Ingibjörg að nýtingin hefði verið alveg sæmileg í vetur. — Það er margs konar fólk sem á erindi hingað að vetrinum og þá þarf það auðvitað á gistingu að halda, sagði Ingibjörg. En þeg- ar vorar og siglingar Smyrils byrja færist meira líf í þetta. Eins og er erum við bara tvær hérna, en í vor verðum við lík- lega að fjölga starfsfólki og auka þjónustuna á allan hátt. Það er erfitt að vera með fjöl- breyttan mat á boðstólnum t.d. þegar ekki er mikill straumur af gestum. f sambandi við ferð- ir Smyrils kemur fólk oft nokkrum dögum áður, bæði til að skoða sig um á staðnum og eins til að vera alveg öruggt um að koma í tæka tíð. Þá er jafnvel skortur á gistirými hér. Skuttogarinn Gullver við bryggju á Seyðisfirði. Sjávarútvcgur: „Tel best að semja við Bretana strax“ — segir Jón Pálsson, skipstjóri Skuttogarinn Gullver NS 12 er gerður út frá Seyðisfirði af hlutafélagi sem nefnist Gullberg hf. Aðaleigendur eru Ölafur Olafsson og Jón Pálsson, skipstjóri á Gullveri. Þegar Frjáls verslun heimsótti Seyðisfjörð fyrir skömmu vildi svo vel til að Gullver lá við bryggju og var tækifærið notað til að taka Jón Pálsson skipstjóra tali. Að sögn Jóns var skipið keypt frá Danmörku vorið 1972 og var það eiginlega eini skuttogarinn sem danir áttu. Hann var smíðaður í Fred- rikshavn og er svipaður minni togurunum sem eru til hérna. Veiðar hafa gengið vel á tog- aranum frá því hann kom, en árið 1974 féll úr nokkur tími vegna bilunar. — Við uppgötvuðum það í febrúar að vélin var biluð og var þá ákveðið að fara með skipið til Færeyja til viðgerð- ar, sagði Jón. — Það tók þá dálítinn tíma að athuga hvað ætti að gera og var það að lok- um ákveðið að skipta um vél. Vélaskiptingin tók svo 5 mán- uði og voru þá 7 mánuðir farnir í þetta allt. Árið 1975 gekk svo allt alveg sæmilega og ársaflinn hjá okkur var 2.600 tonn, sem er svona í meðallagi. Hins vegar hafa fyrstu túrarnir á þessu ári verið lélegir. Við höfum hald- ið okkur á Austfjarðamiðum undanfarið og aflað lítið þar. Við erum þó að vona að fiskur fari að ganga á svæðið. Lítt hrifnir af nærveru Bretanna. Gullverið hafði að undan- förnu verið að veiðum nálægt breska togaraflotanum og var Jón skipstjóri lítið hrifinn af nærveru hans. — Maður get- ur varla kastað trolli þegar þeir eru nálægt, sagði Jón. — Þeir eru til alls líklegir, sér- staklega þegar varðskipin eru að fást við þá. Við höfum að vísu ekki orðið fyrir beinni áreitni núna af þeirra hálfu, en það kom fyrir í síðasta þorskastríði. Núna koma dráttarbátarnir æðandi á nótt- unni með ljóskastara til að athuga hvaða skip sé á ferð. FV 2 1976 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.