Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 63

Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 63
Vélsmiðjan Stál: Vinnur við nýsmíðar, viðgerðir og verzlun með heimilistæki Hefur stórt verkefni fyrir Lagarfossvirkjunina Manni finnst einna skást að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Flotvarpan rányrkju- valdur. Þar sem skoðunum vestfirð- inga og austfirðinga ber ekki saman um gæði flotvörpunnar var Jón spurður um álit á henni. — Við hérna fyrir austan höfum viljað láta banna notk- un flotvörpu og aðalástæðan fyrir því ei' sú, að við teljum að hún valdi rányrkju. Ráða- menn eru hins vegar tvístíg- andi í málinu og það hefur komið í veg fyrir að menn hafi fengið sér þetta. Þeir sem nota flotvörpu jöfnum höndum með botnvörpunni hafa vissu- lega betri aðstöðu til að veiða mikið, en ég tel að við verð- um bráðum að takmarka veið- arnar og þá getum við ör- ugglega veitt allt sem við meg- um í botnvörpu, sagði Jón. Um aðra aðstöðu um borð í Gullveri sagði Jón, að þeir geymdu fiskinn í kössum í annarri lestinni, en ísuðu þó fyrst í hina lestina því hámark væri að geyma kassafiskinn í viku í kössunum. Jón taldi þó að sá fiskur kæmi betur út úr mati. Um borð í Gullveri er ísvél, en Jón sagði að hún væri lítið notuð og mest af ísnum tekið í landi. Bezt að semja strax. Þá var Jón spurður álits á samningum í landhelgisdeil- unni við breta. — Þetta ástand er óviðunandi eins og er, sagði Jón. — Ég tel að það sé bezt að semja strax við bretana, en þó ekki á sama hátt og við þjóðverjana. Þeir fengu allt of mikinn afla og öll svæði sem þeir fóru fram á að fá. Austfirðingar fóru illa út úr þessu, því þjóðverjarnir fengu að veiða allt árið í 2 ár á bezta en viðkvæmasta þorskgöngu- svæðinu. Vélstniðjan Stál s.f. á Seyð- isfirði er nokkuð áberandi fyr- irtæki á staðnum. Annar aðal- eigandi þess og fratnkvæmda- stjóri er Pétur Blöndal, vél- smiður. Þegar Frjáls verzlun heimsótti Seyðisfjörð fyrir skömmu var Pétur beðinn að segja frá fyrirtækinu og starf- semi þess. — Fyrst og fremst er þetta vélsmiðja, sagði Pétur. — Við höfum að vísu smíðað stál- báta, en hættum því á miðju síðasta ári. Núna vinnum við að nýsmíðum, viðgerðum og bílaviðgerðum. Svo höfum við verslun í sambandi við fyrir- tækið og þar eru seldar véiar, raftæki, heimilistæki, hljóm- burðartæki, barnavagnar, reið- hjól,verkfæri og ýmislegt fleira. Aðal verkefni fyrirtæk- isins um þessar mundir er smíði á lokum fyrir vatnsmiðl- unina hjá Lagarfossvirkjun og er það æði stórt verkefni á okkar mælikvarða. í virkinu öllu verða 4 svona lokur, hver þeirra er 20 metrar að lengd og 45 tonn að þyngd. Á hverri þeirra er vökvaþrýstibúnaður til að opna og loka og er gert ráð fyrir að þeim útbúnaði verði fjarstýrt. Síðan er hit- unarbúnaður á hverri loku svo hægt sé að bræða ís af þeim á vetrum. Hitunarbúnaðurinn á öllum lokunum væri nægi- legur til að hita ca. 10 íbúðar- hús. Við erum búnir að flytja eina loku á staðinn og setja hana upp, en við reiknum með að vera ár með smíðina í allt. Töluverð sala í heimilistækjum. :í verzlun fyrirtækisins eru alltaf þó nokkur viðskipti þótt ekki sé verzlunin þar sem mest umferð er í bænum. Þetta er eina verzlunin sinnar tegund- ar á Seyðisfirði og er því ekki nema von að margir þurfi að leggja leið sína þangað. — Pétur Blöndal í vélsmiðju Stáls hf. Það er alltaf töluverð sala í heimilistækjum hérna, sagði Pétur. — Eins fer mikið af hljómplötum og tónböndum. Aðal vandamálið í sambandi við verzlunina er það hvað vörulager þarf að vera stór. Þetta vandamál er líka til staðar hjá vélsmiðjunni, því efnislagerinn þar þarf alltaf að vera nokkuð drjúgur. Á þann hátt verður reksturinn dálítið þungur í vöfum, en samgöng- ur eru það erfiðar að ekki verður neitt fengið samdægurs. Við látum flytja alla létta vöru til okkar með flugvélum en þungavöruna með skipum. í FV 2 1976 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.