Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 79
Brúnás hf., Egilsstöðum Hefur fengið danskt sérleyfi fyrir húseiningaframleiðslu Framleiðsla á hurðum með plastklæðningu fyrirhuguð Eitt af stærstu byggingarfyrirtækjunum á Ayisturlandi heitir Brúnás h.f. Fyrirtækið byggir íbúðir og opinberar byggingar um allt Austurland og hei'ur smíðað innréttingar allt vestur á Vest- firði. Þegar Frjáls verslun átti leið um Egilsstaði fyrir skömmu, en þar er heimilisfang Brúnáss, var einn af stjórnarmeðlimum hlutafélagsins Þórarinn Hallgrímsson beðinn að' segja lesendum hlaðsins nánar frá fyrirtækinu. — Aðal starfsemin er bygg- ingar og bjóðum við í verk sem við teljum okkur geta tekið. í sambandi við þetta rekum við svo trésmíðaverkstæði og steypustöð og erum með eitt- hvað af þungavinnuvélum. Eins og er erum við að byggja 16 íbúða leigublokk fyrir Egils- staðakauptún, en við höfum á undanförnum árum byggt t. d. 5 símstöðvar á Austurlandi og skilað þeim alveg tilbúnum. Fyrirtækið smíðar líka innrétt- ingar eftir pöntun og við höf- um m. a. smíðað innréttingar í 24 íbúðir á Hornafirði. NÝ FRAMLEIÐSLA Hjá Brúnás er ný framleiðsla á döfinni, en það eru hurðir með plastklæðningu. — Við fengum alveg nýtt bandarískt sérleyfi, sem gildir fyrir Norð- urlönd, sagði Þórarinn. Við kaupum plastfilmu sem heitir „formi clad“ og mótum hana fyrst í mótum sem við gerum sjálfir og límum hana síðan á venjulega hurð. Við byrjuðum að gera tilraunir með þetta í október eða nóvember í haust og erum lítið farnir að selja ennþá, það eru eiginlega bara sýningarhurðir sem eru tilbún- ar. Við ætlum að setja þessar hurðir í blokkina sem við erum að byggja og þá ætti fljótlega að sjást hvernig þær reynast. Við erum bjartsýnir á að þessi framleiðsla gangi vel. Þessar hurðir eiga að vera léttari í viðhaldi og auðveldara að þrífa þær. Það er líka hægt að munstra plastfiknuna alla vega og þá verða hurðirnar ódýrari en munstraðar viðarhvu’ðir. Við komum til með að hafa þessar hurðir til í mörgum litum og í viðarlíki. DANSKT SÉRLEYFI Brúnás h.f. var stofnað árið 1958 og eru eigendurnir nú 35. Talsverður vöxtur hefur verið í fyrirtækinu síðan og var velta síðasta árs um 90 milljónir króna. Brúnás h.f. kom sér upp nýju húsnæði fyrir 6 árum og hafa eigendurnir verið að ganga frá því smám sarnan. Áætlanir eru uppi um að byggja við þetta hús stóran vinnusal, en ekki er ráðið hvenær það verð- ur. — Annars er aðal draumur- inn að koma upp húseininga- verksmiðju, sagði Þórarinn. — Við erum búnir að fá danskt sérleyfi fyrir steyptum eining- um með einangruninni steyptri í. Nú stendur bara á því að fjármagna fyrirtækið og virð- ist það ætla að verða erfitt, Við ætlum þó ekki að slá striki yfir þessar áætlanir alveg strax, sagði Þórarinn. — Það er erfiðast að fjármagna fjár- festingarþætti eins og svona verksmiðju, en auðveldara að fjármagna útboðsverk. Þá koma greiðslur eftir samningum svo það er engin óvissa fyrir banka að lána smávegis í svoleiðis. Annars er rekstrarfjárskortur- inn sá sami hér og alls staðar annars staðar. FV 2 1976 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.