Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 81

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 81
Verslunarfélatf Austurlands: Ohægt um vik að veita góða þjónustu vegna fámennis „Leggjum aðaláherslu á að hafa nauðsynjavörur á boðstólum en hlaupum ekki eftir tískunni“, segir Jónas Pétursson framkvæmdastjóri félagsins — Fyrst og fremst er þetta almenn verslun með matvöru, vefnaðarvöru, byggingarvörur, húsgögn, vélar, búsáhöld og heimilistæki, en að auki rekur fyrirtækið sláturhús og kjötsölu og hefur lítið frystihús í sambandi við það. Það var Jónas Pétursson framkvæmdastjóri Verslunarfélags Austur- lands, sem gaf þessar upplýsingar þegar Frjáls verslun heimsótti fyrirtæki hans að Hlöðum í Fella- hreppi fyrir skömmu. — Við erum með tvær verslanir, sagði Jónas, — aðra hér á Hlöðum en hina yf- ir í Egilsstaðakauptúni. Húsgögn og heimilistæki og þvíumlíkt afgreiðum við svo á loftinu ofan við sláturhúsið en þar eru skrifstofur fyrirtækisins einnig til húsa. Úr verslun Verslunarfélags Austurlands á Hlöð'um. Verslunarfélag Austurlands var stofnað árið 1960 af nokkr- um bændum úr Fellahreppi og fáeinum aðilum af Héraði. Verslunarfélagið er samvinnu- félag en ekki hlutafélag. — Fé- lagið á litið eigið fjármagn, sagði Jónas, nema það sem bundið er í húseignum félags- ins. Viðskiptin byggjast mikið á reikingsviðskiptum, en hér á fjöldi manns viðskiptareikn- inga. Viðskiptavinirnir eru bæði af Egilsstöðum og úr ná- grannasveitunum, en einnig er nokkuð um að fólk neðan af fjörðunium komi til að versla. LÍTILL SKILNINGUR Á AÐSTÖÐUMUN Að sögn Jónasar er sam- keppnin ekki mjög hörð í þess- ari verslunargrein á staðnum, en svo séu heldur ekki mjög mikil viðskipti. — Þetta verður til þess að það er óhægt um vik að veita góða þjónustu. Við liggjum það lengi með vörurn- ar, að við getum ekki haft stóra lagera. Það verður of dýrt. T.d. getum við aðeins verið með fá- ar tegundir af ýmsum bygg- ingavörum. Það er erfitt að út- vega rekstrarfé í þennan at- vinnuveg og hjá okkur byggist þetta mikið á því að viðskipta- vinirnir eigi inni hjá fyrirtæk- inu. Viðskipti við heildsalana sýna manni að það er lítill skilningur á aðstöðumuninum úti á landi og á höfuðborgar- svæðinu. Pantanir frá heildsöl- um eru yfirleitt á stuttum víxl- um og þeir eru ekki léttir fyrir verslun sem ekki veltir miklu. Bankarnir hjálpa þó stundum töluvert, því þeir hafa áttað sig á því að ekki er hægt að halda svona rekstri gangandi án þess að hafa einhvern að- gang að lánsfé, sagði Jónas. AÐALÁHERSLA Á NAUÐ- SYNJAVÖRUR Hér er dálítið kvartað undan því að þjónustan sé ekki nægi- lega góð hjá versluninni, sagði Jónas enn fremur, — en af framangreindum ástæðum þá er ekki hægt að hafa allt á boð- stólnum. Tískan hefur alltaf sín áhrif á það hverju er spurt eft- ir og svo framfarir, sem ekki eru alltaf raunverulegar fram- farir, sagði Jónas. — Sjálfur legg ég áherslu á að vera bara með vörur sem telja má nauð- synlegar. Eitt af þeim atriðum sem Jónas kvartaði undan var flutn- ingskostnaðurinni — Hann er orðinn gífurlegur, sagði hann. — Við greiðum 25 kr. á kíló að meðaltali með flugi fyrir þá vöru sem borgað er fyrir eftir þunga, en sumt er metið eftir rúmmáli. Það er mikið flutt af vörum með flugvélum nú orð- ið enda eru flugsamgöngur hér orðnar nokkuð góðar og sjaldan að það falli niður ferðir. Við- kvæmar vörur verða t.d. að koma með flugi, eins og t.d. ávextir eða frosin og kæld vara. FV 2 1976 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.