Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 81
Verslunarfélatf Austurlands: Ohægt um vik að veita góða þjónustu vegna fámennis „Leggjum aðaláherslu á að hafa nauðsynjavörur á boðstólum en hlaupum ekki eftir tískunni“, segir Jónas Pétursson framkvæmdastjóri félagsins — Fyrst og fremst er þetta almenn verslun með matvöru, vefnaðarvöru, byggingarvörur, húsgögn, vélar, búsáhöld og heimilistæki, en að auki rekur fyrirtækið sláturhús og kjötsölu og hefur lítið frystihús í sambandi við það. Það var Jónas Pétursson framkvæmdastjóri Verslunarfélags Austur- lands, sem gaf þessar upplýsingar þegar Frjáls verslun heimsótti fyrirtæki hans að Hlöðum í Fella- hreppi fyrir skömmu. — Við erum með tvær verslanir, sagði Jónas, — aðra hér á Hlöðum en hina yf- ir í Egilsstaðakauptúni. Húsgögn og heimilistæki og þvíumlíkt afgreiðum við svo á loftinu ofan við sláturhúsið en þar eru skrifstofur fyrirtækisins einnig til húsa. Úr verslun Verslunarfélags Austurlands á Hlöð'um. Verslunarfélag Austurlands var stofnað árið 1960 af nokkr- um bændum úr Fellahreppi og fáeinum aðilum af Héraði. Verslunarfélagið er samvinnu- félag en ekki hlutafélag. — Fé- lagið á litið eigið fjármagn, sagði Jónas, nema það sem bundið er í húseignum félags- ins. Viðskiptin byggjast mikið á reikingsviðskiptum, en hér á fjöldi manns viðskiptareikn- inga. Viðskiptavinirnir eru bæði af Egilsstöðum og úr ná- grannasveitunum, en einnig er nokkuð um að fólk neðan af fjörðunium komi til að versla. LÍTILL SKILNINGUR Á AÐSTÖÐUMUN Að sögn Jónasar er sam- keppnin ekki mjög hörð í þess- ari verslunargrein á staðnum, en svo séu heldur ekki mjög mikil viðskipti. — Þetta verður til þess að það er óhægt um vik að veita góða þjónustu. Við liggjum það lengi með vörurn- ar, að við getum ekki haft stóra lagera. Það verður of dýrt. T.d. getum við aðeins verið með fá- ar tegundir af ýmsum bygg- ingavörum. Það er erfitt að út- vega rekstrarfé í þennan at- vinnuveg og hjá okkur byggist þetta mikið á því að viðskipta- vinirnir eigi inni hjá fyrirtæk- inu. Viðskipti við heildsalana sýna manni að það er lítill skilningur á aðstöðumuninum úti á landi og á höfuðborgar- svæðinu. Pantanir frá heildsöl- um eru yfirleitt á stuttum víxl- um og þeir eru ekki léttir fyrir verslun sem ekki veltir miklu. Bankarnir hjálpa þó stundum töluvert, því þeir hafa áttað sig á því að ekki er hægt að halda svona rekstri gangandi án þess að hafa einhvern að- gang að lánsfé, sagði Jónas. AÐALÁHERSLA Á NAUÐ- SYNJAVÖRUR Hér er dálítið kvartað undan því að þjónustan sé ekki nægi- lega góð hjá versluninni, sagði Jónas enn fremur, — en af framangreindum ástæðum þá er ekki hægt að hafa allt á boð- stólnum. Tískan hefur alltaf sín áhrif á það hverju er spurt eft- ir og svo framfarir, sem ekki eru alltaf raunverulegar fram- farir, sagði Jónas. — Sjálfur legg ég áherslu á að vera bara með vörur sem telja má nauð- synlegar. Eitt af þeim atriðum sem Jónas kvartaði undan var flutn- ingskostnaðurinni — Hann er orðinn gífurlegur, sagði hann. — Við greiðum 25 kr. á kíló að meðaltali með flugi fyrir þá vöru sem borgað er fyrir eftir þunga, en sumt er metið eftir rúmmáli. Það er mikið flutt af vörum með flugvélum nú orð- ið enda eru flugsamgöngur hér orðnar nokkuð góðar og sjaldan að það falli niður ferðir. Við- kvæmar vörur verða t.d. að koma með flugi, eins og t.d. ávextir eða frosin og kæld vara. FV 2 1976 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.