Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 86

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 86
AUGLÝSING SCOUT: IMargvíslegir notkunarmöguleikar Véladeild SÍS hefur flutt inn Scout jeppana frá Internation- al Harvester í Bandaríkjunum. Sérstakir kostir Scout jeppans eru, hve lítið hann breytist á löngu árabili. Hann hefur að- eins einu sinni tekið stökk- breytingu, sem var árin 1971-72, þegar farið var að kalla hann Scout II, eða aðra kynslóð slíkra bíla. Scout Traveller. Útlitsbreytingar eru smá- vægilegar, en boðið er í árgerð ’76 fjölbreytilegra val í innri klæðningu þeirra, auk þess sem um nokkrar mikilvægar tækni- legar breytingar er að ræða. Við viljum því nefna, að ár- gerð ’76 býður kaupendum: 1) Fjölbreytt úrval fallegra lita og litaskiptinga úti sem inni, og stóla með háu baki og al- klæðningu 2)Elektróniska kveikju, sem er mikilvægt ný- mæli 3) 4 strokka vélar, eru nú aftur boðnar, seigar og sparneytnar 4) Lengri Scout með 118” millibili má nú fá, auk hins venjulega með 100” millibili milli öxla 5) Sérstaka útgáfu með fábreyttum búnaði fyrir bændur og fyrirtæki sem vinnujeppa, þar af leiðandi ó- dýrari. Scout II gegnir mörgum hlutverkum. Hann er fjöl- skyldubíll, ferðabíll, vinnujeppi og fyrir þann sem hefur efni á, sannkallaður lúxusbíll. í þessu sambandi er rétt að benda á búnað, svo sem vinnu- véladrif og dráttartengi fyrir bændur og síðan sjálfskipt- ingu, vökvastýri og leður- klæðningu fyrir þann sem bið- ur um lúxusbíl.Einmitt þetta. hve vel hann sameinar alla þessa notkunarmöguleika og valkosti er veigamesta atriðið í því, hve vinsældir Scout jepp- ans hafa aukist. Salan á síðasta ári var góð og seldust um 70 Scout jeppar. Var hann því næst söluhæsti benzínjeppinn á markaðnum. En hvers vegna er Soutinn svo vinsæll? Hann er rúmgóð- ur án ytri fvrirferðar, þægileg- ur fyrir ökumann sem og alla farþega, öruggur á vegi og lipur I akstri. Viðhald og við- gerðir eru í lágmarki. Ódýri vinnubíllinn kostar kr. 2.150 þúsund og dýrasti lúxusbíllinn um kr. 2.750 þús- und. Algengustu gerðirnar koma þarna á milli. Scout. 86 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.