Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 89

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 89
AUGLÝSING RANGE ROVER - Feti framar Range Rover jeppinn frá brezku Rover verksmiðunum hefur opnað nýja möguleika bæði sem lúxusbíll, afburða þægilegur í borgarakstri, í öðru lagi hraðakstursbíll með 3,5 Itr. V-vél, sem nær auð- veldlega 160 km hraða á klukkustund á aðeins 11 mín., í þriðja lagi alhliða ferðabíll með ótakmarkaða möguleika á vegi og vegleysum og í fjórða lagi þrælduglegur tor- færubíll. Umboðsaðili Range Rover jeppanna hér er P. Stefánsson hf. við Hverfisgötu og hefur fyrirtækið flutt inn um 600 Range Rover jeppa, svo að ekki hefur verið hægt að anna öll- um eftirspurnum. Range Rov- er er langdýrasti jeppinn á markaðnum, kostar 3,1 milljón og er biðtíminn tveir til þrír mánuðir. Vélin er 8 strokka V-benzín- vél, 350 rúmtommu, sem gefur frá sér 156 din hö. Kælikerfi er þrýstistillt með þenslu- kerfi og hitastilli, tekur 11 lítra. Eldsneytisgeymirinn er undir bílnum að aftan á milli grindarbitanna og tekur 86 lítra. Jeppinn er með fjögurra gíra alsamhæfðan gírkassa. Nokkrar endurbætur hafa ver- ið gerðar á gírkassanum og drifútbúnaði á ’76 árgerðinni. Range Rover jepparnir eru með diskabremsur á öllum hjólum, drif á öllum hjólum (quadra trac). Gormar eru að aftan og framan með slaglöng- um strokklaga höggdeyfum. Hleðslujafnari er á bílnum, sem þýðir að ef jeppin-n er mikið hlaðinn kemur þessi sjálfvirki útbúnaður í veg fyr- ir, að hann sígi um of. Einnig koma þeir hingað fullklæddir. Sömuleiðis er Range Roverinn með aflhemla, hitaafturrúðu og þurrku á henni. Stýrið er vökvastýri og leikur stýrishjólið á öryggis- lási, sem gefur eftir við högg. Stýrislæsing er sambyggð kveikjulási. Einnig er í verð- inu innifalin ryðvörn, aurhlíf- ar, rúlluöryggisbelti og upp- herzla. Range Roverinn er með ferskloftsmiðstöð, þannig að hægt er að fá ferskt loft, ým- ist heitt eða kalt inn í bílinn. Er það tekið inn neðan við framrúðu, þar sem minnst er hætta á ólofti frá þéttri um- ferð. Litað gler er í öllum rúðum og þynnugler í framrúðu. Á- klæði á sætum er úr plussi. Stólarnir frammí eru með á- föstum þriggja festinga örygg- isbeltum, rúllubeltum. Range Rover jepparnir eru háir í endursöluverði og hef- ur bíllinn stórkostlega mögu- leika og víðtækt notagildi. Þeir eiga alls staðar við jafnt í borg sem byggð. P. Stefánsson hefur einnig umboð fyrir Land Rover jepp- ana. 88 gerðin er sjö manna, klæddur að innan og kostar hann 2 milljónir með dísel vél. Kaupa flestallir Land- róverana með 70,5 ha. dísel- vélum, þótt þeir séu 80 þús- und kr. dýrari en 81 ha. bpn- zínvélaranar. 12 manna Land- róverinn kostar 2.6 milljónir. Range Rover. FV 2 1976 89

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.