Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 90

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 90
AUGLÝSING VOLVO: IMær óstöðvandi í torfærum Volvo jeppinn 4140. Sænsku Volvo verksmiðjurn- ar hafa nú byrjað framleiðslu á nýjum jeppa, sem ber heitið VOLVO JEPPINN 4140. Útlit þessa jeppa svipar í fljótu bragði til gamla Lapplander jeppans, en þessi er mun breið- ari og betur innréttaður. Hann verður fáanlegur með spili og kraftúttaki. Vélin er 90 ha. benzínvél. Einnig er hægt að fá jeppann með sex strokka benzínvél, tveimur afturöxlum og drifi á sex hjólum. Þessir sérstöku kostir eru sagðir gera jeppann óstöðvandi í torfærum. Báðar þessar gerðir verða til seinni hluta þessa árs. í Ungverjalandi er nú hafin framleiðsla á Lapplander 3314L, og verður sá jeppi einnig fáanlegur hér seinni hluta þessa árs. Umboðsaðili jeppanna hér er Veltir hf. Suð- urlandsbraut 16. Ekkert liggur enn fyrir um verð á þeim. Búist er við, að VOLVO JEPPINN 4140 verði nokkuð dýr miðað við aðra jeppa, enda er hann mjög vel útbúinn og eins og áður er sagt sérstak- lega hannaður fyrir hvers kon- ar torfærur. ItROMCO: Sameinar alla helztu kosti jeppa Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á 76 árgerðinni af Ford Bronco og má þar m. a. nefna nýtt hemlakerfi, þ. e. a. s. afl- hemla, diskahemla að framan í stað skálhemla og aukin hemla- flöt að aftan. Bronco er nú fá- anlegur með nýrri styrktri fjöðrun. Einnig er jafnvægis- stöng að framan. Fordumboðin Kr. Kristjáns- son og Sveinn Egilsson hf. selj- endur Bronco jeppanna hafa nú sameinast í eitt umboð sem er til húsa í Skeifunni 17. Aðalkostir Bronco byggjast á því, að notagildi hans er mik- ið. Hann sameinar alla helstu kosti jeppa. Hann er í senn góð- ur ferða- og torfærujeppi, fjöl- skyldu- og lúxusbíll. Vinsældir hans byggjast á áðurtöldum Ford Bronco. 90 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.