Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 96

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 96
Ilm heima og gcima r • • > Hann var kominn til Majorka í fyrsta sinn á ævinni og hafði verið úthlutað herbergi í sóða- legu hóteli, þar sem hann háði hetjulega baráttu við rotturnar alla fyrstu nóttina. Morguninn eftir gekk hann á fund eigand- ans og kvartaði. — Hvað hélduð þér að þér fengjuð svo sem fyrir þetta verð? Nautaat, eða hvað? — © — — Ég læt konuna alltaf hafa lyklana að bílnum þegar við þegar við höfum verið úti að skemmta okkur. — En hún kann ekki að keyra. — Nei, en hún getur fundið svissinn. — • — Stærðfræðingarnir stóðu við risatölvuna og horfðu á papp- írsflóðið, sem rann á ógnar- hraða út úr tækinu. Þá sagði annar: — Gerðurðu þér grein fyrir að það tæki 400 venjulega stærðfræðinga minnst 250 ár að gera svo skelfileg mistök. — O — Það var stórveizla hjá greif- anum og bankastjórafrúin var yfir sig hrifin af gleðskapnum. Þegar liðið var á kvöldið dró hún eiginmanninn út í horn og hvíslaði: — Guð, þetta er svo spenn- andi. Ég spurði greifann, hvern- ig á því stæði að elzti sonur hans væri ekki hérna í boðinu og hann svaraði, að atvikin hefðu hagað því svo, að sonur- inn væri ekki með okkur hér í kvöld. Hvað ætli drengurinn hafi gert af sér? — Hann dó í haust. — • — — Læknir, ég er að verða brjáluð. Stundum hrýt ég svo hátt að ég vakna við það. — Sofðu þá bara í öðru her- bergi. — • — — Hvað vega fjögur fíls- eistu? — Það er nú erfitt að segja nákvæmlega til um það. En þau eru allavega svo þung, að það þarf tvo fíla til að bera þau. — • — — Halló. Eruð þér þjónninn, sem tók pöntunina mína? — Já, það mun rétt vera. — Ja. Nú er ég hlessa. Ég hafði búizt við að það væri miklu eldri maður. — • — Og svo var það móðirin, sem hringdi á Iögreglustöðina: — Þið hafið víst ekki fundið hana litlu dóttur mína í bæn- um? — Hvernig lítur hún út? — Hún hefur nefið hans föð- ur síns en er að öðru leyti eins og ég, þegar ég var krakki. — • — 96 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.