Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 19
Bandaríkin:
Hvernig launakostnaður hefur
áhrif á áætlanir um
fjárfestingar
Byggt á grein eftir Werner L. Chliton aðstoðarbankastjóra Citibank
LaunakostnaSur hefur hækk-
að verulega í flestum iðnríkjuan
heims síðustu árin. Bandaríkin
eru þó undantekning en þar
hefur launakostnaður hækkað
miklu minna en annars staðar.
Þctta hcfur meðal annars haft
í för ineð sér auknar fjárfest-
ingar crlendra iðnfyrirtækja
vestan hafs.
í apríllok tilkynni Volks-
wagenwe.rk AG, fremsti bíla-
framleiðandi Vestur-Þýzka-
lands, ákvörðun sína um að
reisa bílaverksmiðju í Banda-
ríkjunum og á framleiðslugetan
að verða 200 þús bílar á ári um
1979. Þessi viðburður þótti
hafa talsverða þýðingu, tákn-
ræna og efnahagslega.
Á undanifö.rnum mánuðum og
reyndar árum, hafa fleiri og
fleiri erlend stórfyrirtæki, þar
á meðal sænsku Volvo-verk-
smiðjurnar, ákveðið að setja á
stofn framleiðslumiðstöðvar í
Bandaríkjunum. Onnur útlend
stórfyrirtæki eru sögð hafa hið
sama á prjónunum, þar á með-
al stærstu bílaframleiðendurn-
ir i Japan, Toyota og Nissan.
§ Aödráttarafl Banda-
ríkjanna
Ákvörðun forráðamanna
Volkswagen lýsir þó bezt því
aðdráttarafli, sem Bandaríkin
hafa á alþjóðleg fyrirtæki. Það
er öðru fremur til marks um,
hve Bandaríkin hafa styrkt
samkeppnisaðstöðu sína á al-
þjóðlegum vettvangi síðan
snemma á þessum áratug.
Á sjöunda áratugnum var
mergð af Volkswagenr,,bjöll-
unni“ svokölluðu á hraðbraut-
unum í vesturheimi. Hún var
til vitnis um lakari samkeppn-
isaðstöðu bandaríska bilaiðnað-
arins. Nú, um miðjan þennan
áratug eru sölumet Volkswagen
liðin tíð og heyra minningunum
til. Með því að setja upp verk-
smiðju í Bandaríkjunum ætlar
Volkswagen að ná aftur ein-
hverju af þeirri hlutdeild í
bandaríska markaðnum sem
fyrirtækið tapaði.
A whote generation
grewupwithit.
And now...
t tv: mf : «x»» »»» X' ;i!*
"■ - ....................
Ánewgeneratío
fora newgenera
n ofVolkswagen?
tion of Amerícans*
Auglýsing Volkswagen, sem nýlega birtist í bandarísku tímariti.
VW er nú að reyna að ná aftur auknum markaði fyrir bíla sína
vestan hafs og ætlar að hcfja framleiðslu þeirra þar.
FV 11 1976
17