Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 22
Sovézk sjónarmið
Tæknin og viðskipti
austurs og vesturs
Eftir Gleb Spiridonov, fréttaskýranda APIM
Svo virðist sem það sé fáum kunnugt, að við smíði hljóðfráu þotunnar bresk-frönsk'u, Concord, var
notuð sovésk tækni við framleiðslu stálsins í vélina. Enginn gerir það heldur að stórfrétt, að ítölsk
fyrirtæki nota sovéskt gufukælikerfi fyrir bræðsluofna, völsunarbúnað, hannaðan af sovéskum sér-
fræðingum, o.fl. ný og fullkomin sovésk tæki. Vestræn blöð þegja um það, að á sl. fimmtán árum
hafa Sovétríkin selt tvöfalt fleiri einkaleyfi til Bandaríkjanna heldur en þau hafa keypt af banda-
rískum fyrirtækjum.
Sovétríkin hafa selt tsekni-
þekkingu til marg.ra landa, m.a.
þróaðra auðvaldsríkja. Enginn
sér neitt óvanalegt við þetta
fyrirbæri á heimsmarkaðnum
né auglýsir það sérstaklega. En
kaupi Sovétríkin tækniþekk-
ingu frá auðvaldslöndunum, er
gert veður út af „tæknilegu
gjaldþroti“ sovésks efnahags-
lífs og „spaklegar“ ályktanir
eru dregnar af því þess efnis,
að án hjálpar vestrænna ríkja
muni Sovétríkin ekki leysa
vandamál tíundu fimm ára á-
ætlunarinnar og það sé yfirleitt
vart nokkur ástæða fyrir vest-
ræn auðvaldsríki að bjarga
austrænum sósíalistaríkjum.
„FRÁLEITAR ÁLYKTANIR1
Sérhverjum hlutlausum
fréttaskýranda má vera ljóst,
hve fráleitar þessar ályktanir
eru og fjarri raunverulegu á-
standi mála. Eru þær sprottnar
af þeirri ósk vissra afla á Vest-
urlöndum að spilla fyrir vin-
samlegum samskiptum þjóð-
anna og hamla gegn spennu-
slökun. í viðtali sínu við
franska sjónvarpið 5. október
sl. sagði Leonid Bréznéf, aðal-
ritari miðstjórnar Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna: „Þeir,
sem halda að við þörfnumst
sambanda og skipta á sviði
efnahagsmála, vísinda og tækni
meira 'heldu.r en aðrir, þeim
skjátlast. Allur innflutningur
Sovétríkjanna frá auðvalds-
löndunum nemur aðeins 1.5%
af heildarþjóðarframleiðslu
okkar. Hann hefur því augljós-
lega ekki úrslitaþýðingu fyrir
sovéska efnahagsþróun.“
í sambandi við þróun fram-
leiðsluafla sinna treysta Sovét-
ríkin fyrst og fremst á eigin
auðlindir og möguleika, á öfl-
uga vísinda- og tæknigetu sína.
Sovétríkin hafa forustu á mik-
ilsverðum sviðum vísinda og
tækniframfara — á sviði kjarn-
orkunotkunar, geimrannsó'kna,
orkuvinnslu, nútíma málm-
vinnslu, o.fl. Land okkar bygg-
ir á breiðum og fjölþættum
grunni vísindaþekkingar og
rannsókna og hefur á að skipa
fjölmennum hópi vísinda-
manna, verkfræðinga og tækni-
fræðinga sem raunverulega
ráða úrslitum um vísinda- og
tækniframfarir. Aðeins á sl.
fimm árum hafa yfir 200 þús-
und uppfinningar verið skráð-
ar í Sovétríkjunum. Sovéskur
iðnaður getur framleitt hvaða
nútima tæki sem er.
Sovétríkin, ráða yfir öflugum
vísinda- og tæknimætti og hafa
alla möguleika til að leysa
hvaða vandamál sem er á sviði
vísinda og tækni, en líkt og
önnur ríki leitast þau samtímis
við að nýta kosti alþjóðlegrar
verkaskiptingar í því skyni að
skapa sér aukin tækifæri til að
leysa efnahagsleg viðfangsefni,
spara tíma, gera framleiðsluna
virkari og hraða visinda- og
tækniframförum.
AUKIN TENGSL VIÐ AUÐ-
V ALDSLÖND
Að sjálfsögðu eru víðtækust
efnahags-, vísinda- og tækni-
tengsl og stöðug skipti á tækni-
þekkingu milli Sovétríkjanna
og sósíalísku ríkjanna, sem eru
aðilar að Ráði gagnkvæmrar
efnahagsaðstoðar (CMEA).
Þessi samskipti þróast á traust-
um langtímagrundvelli og
hjálpa hverju landanna um sig
til að leysa sín efnahagsvanda-
mál, Jafnframt hafa tengsl Sov-
étríkjanna við auðvaldslöndin
á þessu sviði einnig aukist veru-
Svifnökkvar frá Sovétríkjunum eru nú notaðir á Vesturlöndum,
m.a. á Thames-á í London.
20
FV 11 1976