Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 78
Könnun Hagvangs hf.:
Tap á síðasta ári?
Veltuhraði og arðgjöf
Hvernig á að hagnast á atvinnurekstri? Ein lei ð til þess að svara þessari spumingu er að leita
svara við annarri. — Hverníg er farið að því að tapa í atvinnurekstri? Ein algengasta orsök lé-
legrar afkomu í verzlun á íslandi er slælegt eftirlit með birgðum og veltuhraða birgða. Ósjald-
an er einblínt á álagningarprósent'una eina saman, en því síður gefinn gaumur hver veltuhraði
vörunnar er eða gæti verið.
í landi mikillar verðbólgu,
fjármagnsskorts og lögbund-
innar álagningar hlýtur veltu-
hraði vörubirgða3 í verzlun að
vera sú lykilstærð, sem stjórn-
endur verzlana mæna hvað
mest á. Hagvangur hf. vann ný-
lega að könnun á veltuhraða
nokkurra vöruflokka í þrem
matvöruverzlunum. Niður-
stöðutölur könnunarinnar birt-
ast hér fyrir neðan:
A 28.6 13.2 26.4
B 14.9 6.5 18.8
C 50.7 20.7 48.3
Meðaltal 31.4 13.5 31.2
Ýmislegt má lesa úr tölunum
hér að ofan. Athyglisvert er í
fyrsta lagi að verzlun, C ber af
hvað veltuhraða birgða snertir
og veltir að meðaltali vöru-
Sala á ári
1 Veltuhr. vörubirgða: -------------
Meðalbirgðir
birgðum helmingi hraðar en
hinar verzlanirnar tvær. Pen-
ingalega merkir það miðað við
sömu álagningu, að hver króna
bundin í birgðum hjá verzlun
C skilar af sér upp í kostnað
og hagnað helmingi fleiri krón-
um en í tilviki verzlananna
A og B. Arðgjöf verzlunar C
væri því að öðru jöfnu meir
en helmingi betri en hjá A og
B. Athyglisvert er einnig að
8.5 14.8 9.6 16.9
7.1 15.3 28.1 15.1
24.5 58.0 28.2 38.4
13.4 29.4 21.9 23.5
skoða einstaka flokka, en þar
hefur verzlunin C ávallt for-
ystuna og afkastar allt að þre-
falt og jafnvel fjórfalt á við
hinar verzlanirnar. Eftirfar-
andi tafla gefur mjög glögga
mynd af tengslum álagningar-
prósentu og veltuhraða varð-
andi arðgjöf fjárfestingar.
Út úr töflunni má lesa hve
mörgum krónum á ári eitt
hundrað króna fjárfesting skil-
ar miðað við ákveðinn veltu-
hraða og álagningu. Tökum
dæmi um 5% álagningu. Séu
meðalbirgðir 100 kr. yfir árið
og birgðum að meðaltali velt 9
sinnum á árinu, skilar varan
upp í kostnað og hagnað 45 kr.
þ.e. brúttóágóði er 45 kr. á ár-
inu. Séu meðalbirgðum (100
kr.) velt 300 sinnum skilar var-
an 1500 kr. upp í kostnað og
hagnað miðað við 5% álagn-
ingu. Sé álagning hins vegar
20% og meðalbirgðum (100
kr.) velt 9 sinnum skilar varan
180 kr. upp í kostnað og hagn-
að, en sé veltuhraðinn 300 skil-
ar varan 4500 kr. á ári.
Mikilvægasti lærdómur, sem
draga má af skoðun töflunnar
hér að ofan er að há álagning
er langt í frá einhlít. Það er
°amspil veltuhraðans og álagn-
ingarinnar, að öðru jöfnu, sem
öllu máli skiptir í verzluninni.
Þess eru hins vegar alltof mörg
dæmi að kaupmenn einblíni á
vöruflokka með hárri álagn-
ingu. Þeir bjóði þar upp á mik-
ið úrval og nái því stundum
mjög litlum veltuhraða og lágri
arðgjöf.
VELTUHRAÐI ÁRSINS í ÞREM VERZLUNUM f REYKJAVÍK
Verzlun Ávaxta- Dósa- Þvotta- Sulta Hand- Upp- Meðal
safi grænm. efni sápa þvotta- tal
_______________________________ lögur
7fi
FV 11 1976