Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 65
Reyðarf jörður: „Mjög erfitt að reka sveitarfélag af stærðargráðunni 500-1000 manns” segir Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri Á þessu ári hefur einkum verið unnið að tveimur verkefnum á Reyðarfirði þ.e. í fyrsta lagi að leggja olíumöl á 1 km. langan kafla á þjóðveginum gegnum kauptúnið og er kostnaður við það áætlaður 22 millj. króna og í öðru Iagi hefur verið unnið að byggingu íþróttahúss og sundlaugar en við höfum 10 millj. kr. til að vinna fyrir í sumar, sagði Hörður Þórhallsson sveitastjóri á Reyðarfirði þegar Frjáls verzlun ræddi við hann síðla sumars. — Sundlaugin verður 16%x8 metrar að stærð. Verður hún eingöngu notuð yfir sumartím- ann, en á veturna verður gólf lagt yfir sundlaugina og aðstað- an þá nýtt sem íþróttahús. Fy.rirkomulag svipað þessu er á Eskifirði og víðar. — Hvenær áætlið þið að víga sundlaugina og iþróttasalinn? — Við gerum okkur vonir um að það takist á næsta ári, eða þá í síðasta lagi á árinu 1978. HÖFNIN DÝPKUÐ — Eru ekki einhverjar hafn- arframkvæmdir á döfinni hér á staðn'um? — Framkvæmdir á vegum hafnarinnar eru ekki hafnar enn, en fyrirhugað er að dýpka fyrir framan stálþilið, sem var rekið niður í fyrrahaust, en við það fæst 100 metra viðlegu- kantur. Á'kveðið er að dýpkun- arskipið Hákur dæli upp hér í höfninni er dýpkað verður og er skipið víst ekki væntanlegt fyrr en í haust. — Er mikið byggt hér á staðnum í sumar? — Það eru 14 íbúðarhús í byggingu í sumar, en byrjað var á þrem í vor, en þá var út- hlutað 10 lóðum. Að vísu dró eitthvað úr fólki að byrja, en þess ber að gæta, að mjög margir hófu húsabyggingar á síðasta ári. Á næsta ári er svo fyrirhugað að 'hefja byggingu leiguíbúða hér, — ef til vill í formi fjölbýlishúss. FJÖLGAÐ UM 50 MANNS Á 5 ÁRUM — Nú er oft rætt um að Reyðarfjörður verði höfuðstað- ur Austurlands í framtíðinni vegna mikils landrýmis. Hver hefur fólksfjölgun orðið hér á síðustu árum? — Það hefur verið nokkur fólksfjölgun og á síðustu 5 ár- um hefur fjölgað um 50 manns, en þá hafði ekki fjölgað í kaup- túninu í nokkuð mörg ár. Um þessar mundir búa 700 manns í hreppnum, þar af um 50 á sveitabæjum hér í grendinni. — Hvemig er atvinnuástandi háttað á Reyðarfirði um þessar mundir og hvernig er útlitið framundan? ENGIN KRAFTAVINNA — Það er víst óhætt að segja, að hér sé engin kraftavinna. Því miður er t.d. ekki stöðug atvinna í frystihúsinu, því vill það bera við að vinna hjá kven- fólkinu falli niður. Það er miklu minna um útgerð héðan en á flestum stöðum hér í kring. Það verða því aldrei þessir frægu toppar á vinnu- álagi hér, eins og sumstaðar í útgerðarbæjum, en á hinn bóg- inn er vinna miklu jafnari hér um slóðir, og ég get fullyrt að karlmenn hafi yfirleitt ærið nóg að starfa. —- Hingað er nýbúið að kaupa 50 lesta bát, en það er orðin brýn nauðsyn að endur- nýja þau skip, sem hér eru fyrir og um leið þarf að auka útgerðina. TOLLVÖRUGEYMSLA Á NÆSTA ÁRI Ásamt því að gegna starfi sveitastjóra á Reyðarfirði er Hörður um leið stjórnarformað- ur Tollvörugeymslu Austur- lands, sem áætlað er að taki til starfa á Reyðarfirði á næsta ári. Að sögn Harðar er fyrirhug- að að koma umdirstöðum upp fyrir 800 fermetra hús á þessu FV 11 1976 G3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.