Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 21
Að nokk.ru leyti hefur stofnun- in U.S. Bureau of Labor Statis- tics mætt þessum þörfum með nýlegum upplýsingum rnn kauptaxta í tilteknum iðn- greinum í þeim átta löndum, sem upp eru talin í töflu 3. 0 Fjármagnsfrekar greinar borga bezt Auk þess að koma að góðu gagni eru þessar upplýsingar áhugaverðar að ýmsu öðru leyti. í fyrsta lagi gefa þær til kynna, að kauptaxtar eru enn hærri í Bandaríkjunum en er- lendis í fjármagns'frekum iðn- greinum. Þessar greinar eru oft taldar ihornsteinninn í þróuðu hagkerfi. í þessum greinum eru það líka Kanada, Vestur-Þýzka- land og Svíþjóð, sem koma næst á eftir í mismunandi röð eftir iðngreinum. Á sumum sviðum var bilið milli Banda- ríkjanna og þessara landa lítið. í efnaiðnaðinum til dæmis var mismunurinn milli Banda- ríkjanna og Kanada, sem var í fjórða sæti, minni en 10%. í málmiðnaði var munurinn 7 % gagnvart Svíþjóð og upp í 22% gagnvart Vestur-Þýzkaland. En í bílaiðnaðinum var Vestur- Þýzkaland í öðru sæti með tímakaup, sem var um 15% lægra en greitt var starfsmönn- um í bílaiðnaðinum bandaríska. Samanburðartölurnar úr bíla- iðnaðinum benda til þess að mismunurinn milli launakostn- aðar í Bandaríkjunum og Vest- ur-Þýzkalandi, þegar úttekt er gerð á iðngreininni í heild, hafi ekki gefið forráðamö>nnum Volkswagen gilda ástæðu til að opna verksmiðju í Bandaríkj- unum. En staðreyndin er aftur á móti sú, að ólíkt því sem áður var, hefur núverandi mismun- ur ekki fælt menn frá að taka slíka ákvörðun, sérstaklega með tilliti til nýrrar þróunar kaupgjaldsmála og óvissu í gengismálum. Það er líka tilfellið, að reynsla eins fyrirtækis getur sýnt umtalsverð frávik frá meðaltali iðngreinarinnar í heild. Með öðrum orðum getur mismunurinn verið minni en TAFLA 3. Tíniákaup 1975 # Sumar greinar borga betur Bílaiðnaður Efnaiðnaður Raftæki Vefnaður Bretland $3.77 $3.72 $3.05 $2.78 Kanada 7.76 6.50 5.75 4.39 Frakkland 4.92 5.38 4.34 3.88 Þýzkaland 7.94 6.94 5.82 5.10 Ítalía 4.99 5.44 4.36 4.01 Japan 3.61 4.23 2.79 2.09 Svíþjóð 7.24 7.05 6.78 6.31 Bandaríkin 9.29 7.15 6.14 4.09 hér er gefið til kynna hvað Volkswagen varðar. Þá getur vel verið að þessi mismimur sé minni en tölurnar gefa tilefni til að ætla, þegar haft er í huga það svigrúm, sern bandarískir stjó.rnendur hafa til að haga framleiðslu og starfsmanna- haldi í samræmi við eftirspurn. í öðrum löndum verður slíku sjaldnast við komið vegna samninga á vinnumarkaðinum og hefðar, þannig að kostnaður hjá fyrirtækjunum vex, þegar eftirspurn er í lágmarki. Við nánari athugun á töfl- unni kemur líka í ljós, að kaupið í Bandaríkjunum er engan veginn hæst í öllum iðn- greinum, sem kannaðar voru. f raftækjaframleiðslu er sam- aniburðarmynstrið nokkuð svip- að því sem gerðist um efnaiðn- aðinn en tímakaupið í Banda- ríkjunum er ekki í efsta sæti. En þarna gæti myndin aftur breytzt með gengishreyfingum. # Svíþjóð langhæst í eldri greinum Dæmið lítur allt öðru vísi út, þar sem eldri iðngreinar eru annars vegar, eins og vefnaður, sem er sýndur á töflunni, eða fataframleiðsla og skógerð, sem ekki er sýnd. f þessum greinum eru launagreiðslurnar í Bandaríkjunum í þriðja eða fjórða sæti með Vestur-Þýzka- land ofar og Svíþjóð langtum hærri. En í öllum þessum átta löndum, sem til athugunar hafa verið, ríkja vissar venjur í iðn- aðinum. Tollfræðilegar upplýs- ingar sýna, að hærri laun eru að meðaltali greidd fyrir störf í fjármagnsfrekum iðngrein- um eins og bílaframleiðslu, vinnslu málma og efnaiðnaði. Lægri laun eru aftur á móti greidd í mannaflsfrekum grein- um eins og skógerð, fatafram- leiðslu og vefnaði. Þessarar sömu þróunar gætir alþjóðlega þegar innbyrðis sam- anburður er gerður milli iðn- greina í hverju landi. En í flestum greinum er dollaravi.rði tímakaups mjög mismunandi milli landa. # Sama kaup um allan heim? Á síðustu árum hefur þó gætt vaxandi samræmis í með- altalslaunum á alþjóðlegum mælikvarða, þegar mið er tekið af framleiðsluiðnaði í heild sinni, sbr. tafla 1. Ef þessi þró- un verður áframhaldandi í mörg ár gætu kauptaxtar orðið mjög svipaðir um gjörvallan hinn iðnvædda heim miðað við raunverulegt dollaravirði. Jafn- vel í slíkum heimi myndi ekki draga úr alþjóðlegum verzlun- arviðskiptum þar sem yfir- burðir í samkeppnd milli landa væru enn fyrir hendi, byggðir á sérhæfingu í framleiðslu, mis- munandi kostnaði öðrum en launakostnaði og ýmsum öðrum þáttum. Möguleikinn á að þessi staða kæmi upp virðist enn í dag fjarlægur en ekki óhugsandi. Tölulegar upplýsingar um kauptaxta gefa vísbendingu um að forysturíkin og atvinnu- líf þeirra eru í vaxandi mæli hvert öðru háð. FV 11 1976 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.