Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 24
ffl uíð o§ dreíf Aker-samsteypan norska hefur lagt fram skýrslu um rekstur fyrirtækja sinna fyrstu átta mán'uöi þessa árs. Þar kemur fram, að framleiðsluverðmæti jukust um 40 milljónir n.kr. miðað við sama tíma- bil í fyrra og er samtals 2308 millj. Tekjur voru 37,9 milljónir í ár miðað við 20,2 miljlónir á sama tíma í fyrra, áður en skattar og afskriftir höfðu ver- ið dregnar frá í báðum tilvikum. Framleiðslan skiptist þannig: skipasmíðar 16%, olíupallar ogann- ar búnaður vegna olíuvinnslu 48%, vélar og tæki í skip 13%, viðgerðir skipa og endursmíðar 10%, iðn- aðarvörur og önnur framleiðsla 13%. Skipasmíðar i Noregi eiga enn við erfiðleika að etja og bent er á í skýrslunni, að í fjarlægari Austurlöndum séu skip srníðuð fyrir 20—40% lægra verð en í Noregi. Scandinavian Menswear Fair, þar sem fatafram- leiðendur munu sýna haust- og vetrartízkuna 1977 —78 í karlmannafötum, unglinga- og drengjafatn- aði, verður haldin í Bella Center í Kaupmanna- höfn dagana 5.—7. febrúar n.k. Það er sýnin'gar- miðstöðin í Bella Center ásamt samtökum nor- rænna fataframleiðenda, sem skipuleggur kaup- stefnuna og er búizt við mikilli þátttöku framleið- enda á Norðurlöndum og víðar að. Samtals komu 6068 kaupendur frá 27 löndum á sams konar kaup- stefnu, sem haldin var á sl. vori. —-• — Mikil eftirspurn er eftir nýjum bílum í Bandaríkj- unum. Fólk virðist ekki láta hærra verð á ’77 ár- gerðinni aftra sér, en það er að meðaltali 5,9% hærra en verð á ’76 árgerðinni. Stórir og meðal- stórir bílar eru uppseldir hjá verksmiðjum í bili. Um 8,2% allra bandarískra fjölskyldna ætla að kaupa nýjan eða notaðan bíl næstu 6 mánuði. 3,2% ætla að kaupa hús. — •_ Bílaframleiðslan í Frakklandi hefur slegið öll met þar í landi nú á þessu ári. Framleiðsla og sala heima og erlendis hefur farið fram úr því, sem gerðist í fyrra. Frönsku Chrysler-verksmiðjurnar hafa náð öruggri fótfestu á innanlandsmarkaðinum með nýrri gerð af Simca, sem einnig ihefur selzt mjög vel erlendis. Ríkisfyrirtækið Renault hefur aukið út- flutning um 18,5% og hefur náð mjög góðum ár- angri á hollenzka markaðnum. Að undanskildum Citroen-verksmiðjunum, sem eru að reyna að lækka kostnað hjá sér, hafa franskar bílaverksmiðjur bætt við sig mannskap undanfarið og hafa nú álíka marga í vinnu nú og fyrir orkukreppuna 1973. Svíþjóð: Verðbólga upp- framleiðsla niður Sænskir atvinnurekendur hafa algjörlega hafnað öllum Iaunahækkunum í samningum við verkalýðsfélög þar í landi á næsta ári, nema gegn þeim skil- yrðum, að þau fallist á leiðir til að auka framleiðsluafköst á ný og draga úr alvarlegu vinnu- skrópi, sem er að verða þjóðar- plága í Svíþjóð. Sænska alþýðusambandið LO hafði áður lagt til að 8% launa- 'hækkun yrði ramminn um væntanlega kjarasamninga. ÓFÖGUR LESNING í skýrslu vinnuveitenda kem- ur glögglega í ljós, að efnahags- ástand Svíþjóðar er fjarri því að vera gott. Búist er við að greiðslujöfnuður þjóðarinnar við útlönd verði óhagstæður á þessu ári um 6,6 milljarða sænskra króna, en reiknað hafði verið út að hann yrði að- eins óhagstæður um 3,5 millj- arða skr. Erlendar lántökur hafa aldrei fyrr verið jafn háar og gjaldeyrisvarasjóður sænska ríkisins hefur sjaldan eða aldr- ei verið jafn lítill og nú. Sam- keppnisaðstaða sænskra fyrir- tækja á alþjóðlegum mörkuð- um hefur ekki fyrr verið jafn slæm og hafa mörg þeirra misst trygga markaði eða sala á fram- leiðslu þeirra dregist saman. OF MIKLAR LAUNAHÆKK- ANIR Megin orsök ástandsins að mati samtaka sænskra vinnu- veitenda SAF, er sú, að launa- kostnaður fyrirtækja hefur hækkað um meira en 42 % und- anfarin tvö ár. Sænskir vinnu- veitendur segja, að framleiðslu- kostnaður á hverja framleidda einingu hafi hækkað 11 til 15% meira en sambærilegur kostn- aður erlendra keppenda þeirra á árunum 1975 og 1976. 22 FV 11 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.